Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1931, Side 3

Fálkinn - 28.02.1931, Side 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiS kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. öldin, sem við lifúm á er merki- leg fyrir margt, eigi síst hinar víð- tæku breytingar, sem orðið hafa á at- vinnuvegum og vinnuaðferðum sið- mentra þjóða, vegna margháttaðra uppgötvana á aðferðum til þess að hagnýta náttúruöflin betur en áður. Alt stefnir að stóryrkjunni, alt verð- ur að framkvæmast og framleiðast í sem stærstum stil, til þess að geta svarað kostnaði og gefið brauð. Afleiðing þessa hefir meðal ann- ars orðið sú, að á síðustu öld hafa orðið meiri mannflutningar en dæmi eru um eldri sögu. Og þessir mann- flutningar hafa stefnt- frá sveitunum og einbýlinu i borgirnar og þjett- býlið. íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari hreyfingu; eins og iðnaður og verslun hefir safnað sveita- og þorpsbúum annara landa í borgirnar, svo hefir útgerðin dreg- ið íslendinga, sem fyrir mannsaldri voru bændaþjóð, að sjónum með svo öflugum átökum, að hjer á landi er alls ekki að tala um breytingu held- ur byltingu í þessu efni. Borgarlíf hefir vitanlega sína kosti fram yfir sveitalif. Vegna þjettbýlis- ins getur borgin veitt ýms hlunn- indi, sem sveitin ekki veitir: skemt- anir, fjölbreytta skóla, menningar- söfn og fjelagslif. En hún hefir lika galla, sem ekki skemma sveitirnar; það er svartari ranghverfan á lilutun- um í borgum en sveitum. f raun og veru hlýtur borgarlífið að vera ein- staklingnum óhollara en sveitalíf og mætti líkja borgarvistinni við veru dýrsins, sem tekið er úr frjósömum heimahögum sínum og sett í dýra- garða. Sönnun fyrir þvi að svona sje þessu varið er sú, að borgarbúar sækja til sveitanna — elcki til þess að búa þar, þvi að það leyfir atvinna þeirra ekki, heldur til þess að livil- ast. Þeir finna mun á sjer undir eins og jjeir koma á gras í stað malarinn- ai', undir eins og þeir sjá skepnu á beií i liaga. Og þeir finna unun í að njóta viðsýnisins, njóta kyrðarinnar, losna við skröltið og óþefinn. Þeir sem hafa alist upp i kaup- staðnum sjá kannske hvorki nje skilja, að þrátt fyrir þetta er sveita- vistin ekki eintóm Pardisarsæla. Þeir verða þess ef til vill varir, þeg- ar fram i sækir, að þeir sem í sveit- unum búa taka ekki alt út með sæld- inni, þó að grasið ilmi á túni og út- sýnið sje fallegt. o/SÍÍLLr Heitmanns -litarvörur fást hjá kaupmönnum og kaupfjelögum um alt land. Kaldi liturinn heitir SIMPLICETTE og kostar 0.35 pr. stk. Einkaumboðsmenn: Ólafur Gíslason & Co„ Reykjavik. Símar: 137 & 994. Sinmefm: „Net„. Heitmann’s Litar Vörur Bestar Um víða veröld. -—x— GULLNÁMAN EÐA LEYNDARDÓM- UR ESPERÖNZU. Glæpamál, sem líkist einna helst hugmyndarflugi Edgars Poe, kemur bráðlega fyrir dómstólana í San Francisco. Ekki alls fyrir löngu var ung og fögur mexikönsk stúlka tekin föst vegna margra glæpa, sem álitið er að hún hafi framið, nieðal annars ýms morð, sein drýgð hafa verið sið- ustu árin i New Mexico. Málið hefir vakið geysimikla athygli meðal ann- ars vegna jjess,, að breska utanrikis- málaráðuneytið hefir tekið að sjer framkvæmdir i jiví. í nánd við smábæinn Taos i New Mexico var gullnáma, sem kölluð var Esperanza, hefir náma þessi gef- ið ágælan arð fram til liess að hún fyrir nokkrum árum var lögð niður. En þá var álitið að hún væri orðin tóm. Námuna áttu nokkrir gamlir gullgrafarar. Nokkra kílómetra frá námunni bjó einn þeirra, Arthur Manby að nafni, einn sjer i húsi ásamt hundi sínum. Maður þessi hvarf nú skyndilega haustið 1927 og jiegar nábúarnir fóru að sakna hans tilkyntu þeir sýslumanninum hvarf lians. Sýslumaðurinn var veilingahús- stjóri. Sendi hann nokkra menn heim til húss Manbys, þar varð hundurinn fyrir þeim og vildi hann varna þeim inngöngu. Urðu þeir að skjóta hund- inn til þess að komast inn í húsið. Þar bar hroðalega sjón fyrir augu jieirra. Var lik Manbys og sáust á því fjöldi skotsára eftir skammbyssu- kúlur. Hálfu ári seinna fundu nokkrir skógarhöggsmenn likið af öðrum eiganda námunnar, gullgrafaranum William Wilkens, sem var 60 ára gamall. Á liki hans fundust einnig EFTIR JÁRNBRAUTARSLYSIÐ. Þessi mynd sýnir liina ægilegu af- leiðingu járnbrautarslyss, sem nýlega varð á Spáni. Tvær lestir rákust á, báðar voru á fullri ferð, vagnarnir ultu, eimreiðin sprakk og fólkið, sem í lestinni var, meiddist í tugatali, en margir mistu lífið. Og lijer sjer mað- ur hermenn og brunaliðsmenn vera að leita að særðu fólki í rústuin vagn- anna. Járnbrautarslys eru farin að verða æði tíð í Norðurálfu, hvort sem um er að kenna trassaskap eða slæmum útbúnaði. mörg skotsár og auk þess var likanii hans liræðilega limlestur. Fólkið í hjeraðinu í kring var á- kaflega gramt út af þessum glæpum og ekki minkaði gremjan þegar þrír aðrir af eigendum fyrirtækisins fundust myrtir litlu seinna. Allar rannsóknir reyndust árang- urslausar og tók svo lögreglan í Santa Fe málið i sínar hendur. Það kom brátt í ljós að eittlivert samband hlyti að vera milli allra þessara morða. Allir hlutu að hafa verið skotnir niður með sömu skammbyss- unni. Engin verðmæti fundust á hinum látnu, svo jiað var greinilegt að hjer var um ránmorð að ræða. Manby var enskur þegn og sneru menn sjer þvi með málið til enska konsúlsins. Hann tók sjer ferð á hendur til Taos og komst að þeirri niðurstöðu að sýslumaður myndi ekki vera málinu vaxinnn. Konsúllinn rjeði þyi til sin fransltan leynilög- reglumann til þess að komast til botns i leyndarmálinu. Vikum saman vann hann að ná- kvæmum rannsóknum þarna i lijer- aðinu. Hann komst brátt að þvi að 6 gullgrafarar liöfðu horfið, en að- eins liöfðu fundist lík 5 þeirra. Hinn sjötti var horfinn án þess nokkur vissi hvað af honum hefði orðið. Maður þessi var sagður að vera held- ur grunnhygginn, en hann átti fóst- urdóttur eina, liina fögru Juanitu Perar og kom brátt í ljós að hún var eina manneskjan sem heimsótti gamla sjervitringinn Manby, hafði liún verið skrifari hans. Og nú spurði leynilögreglumaðurinn sjálfan sig: Lifir Juanita og lifir Fergusson? Seint og siðar meir .fanst Fergu- son á geðveikraspítala, hafði hann verið lagður þar inn móti vilja sin- um. Hann talaði ekki um annað en myrta inenn og það var greinilegt að hann þjáðist af ofsóknarbrjál- semi. Ekki leið á löngu áður en hægt var að ráða gátuna. Leynilögreglu- maðurinn komst brátt að þeirri stað- reynd að Ferguson hefði verið undir miklum áhrifum frá Juanitu dóttur siniii, og að lnin mundi liafa fengið hann til að myrða alla hina. ■ Tveim dögum seinna var Juanita handtekin á einu af fínustu hótelun- um í Los Angelos. Ennþá neitar hún þó, þrátt fyrir það að alt virðist benda á að hún eigi sök á hinum 5 morðum. Hún hafði á sjer offjár þegar hún var tekin föst og sett í fangelsi i San Francisco. ----x-----

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.