Fálkinn - 28.02.1931, Síða 6
c
F A L K I N N
Höfuðkúpan af Pekingmanninum, sjefi frú hlid'. Eftir aó lnin hafði fund-
ist var leitað úrangiirslaust aö verkfærum eöa öðru seni bent gæti ú, aö
maðurinn hefði verið kominn ú það stig að nota úhöld, en f>að varð ú-
I , i~ íá i __ . rangurslaust.
nienn fóru að hefja leit að svona
fornmenjum og gefa þeim meiri
gaum en áður. Varð þetta til
þess að síðustu 30 árin hefir
fundist afar mikið af leifum
manna, sem uppi hafa verið fyr-
ir þúsundum ára, svo sem brot-
um úr hauskúpum, tönnum,
hnútum og jafnvel heilum beina-
grindum og er þetta alt svo frá-
brugðið nútímamönnum að lík-
amsbyggingu, og vísindamenn
hika ekki við að fullvrða, að
mannkvnið bafi breyst stórkost-
lega frá öndverðu, og frunnnað-
urinn bafi verið mjög ósjáleg-
ur útlits og svipað mikið til ap-
anna. Hinsvegar eru margir á
þeirri skoðun, að forfeður mann-
lcynsins geti ekki talist til apanna
heldur til sjerstakrar greinar,
sem jafnan hafi staðið miklu of-
ar öllum dýrum að sálrænum
hæfileikum.
Sá fornleifafundur, sem stað-
hæfing þessi bvggist á, því að vit-
anlega verður uppruni mannsins
ekki sannaður með fullum rök-
um, er einkum menjarnar ,sem
kendar eru við Neandertbal, þó
að þær hafi ekki allar fundist á
saina stað heldur víðsvegar um
Vestur-Evrópu, einkum í Frakk-
landi og Belgiu. Hafa fundist á
þessum slóðum beinaleifar af
fólki, sem líktist livað öðru svo
mjög, að bjer er um sjerstaka
manntegund að i-æða en ekki af-
brigði. Neanderthal-maðurinn
liefir verið klunnalega vaxinn,
gildur og boginn, ennið mjög
lágt og niðurandlitið framvaxið,
augabrúnirnar al'ar framvaxnar
— með öðrum orðum alls ekki ó-
svipaður öpum nútímans. Ennþá
ófullkomnari liefir Heidelberg-
maðurinn svonefndi verið, en af
honum hefir ekki annað fundist
en kjálkarnir — við Heidelberg
í Býskalandi árið 1907 — svo að
óskiljanlegt er, hvernig visinda-
mennirnir geta gert sjer grein
fyrir hvernig hann hefir verið.
Bað má vera list, að búa til heil-
an mann úr einum kjálka.
En um þessa mannflokka er
það að segja, að ýmsum þykir
ósennilegt, að þeir sjeu forfeður
mannkynsins, en telja senni-
legra, að þessir mannflokkar hafi
dáið út og hafi verið einskonar
kalkvistir á mannkjnsstofninum.
Sama er að segja um Rhodesia-
manninn, sem fanst 1921 og hafði
enn framvaxnari augnabrúnir en
Neanderthahnaðurinn, en hefir
eigi að síður haft miklu stærri
heila.
Tengilið milli apa og manns
þykjast menn liafa fundið, þar
sem er mannapinn, sem fanst á
Java árið 1891. Iiann liefir ein-
göngu gengið á afturfótunum, en
liefir verið harla ófrýnilegur,
eftir því sem vísindamenn hyggja
Af honum fanst aðeins hauskúp-
an og langleggurinn.
Nátímamaður og Rhodesimaður. Myndin sýnir hve ennið er lúgt ú
Rhodesimanninum, höfuðkúpan breið og augnabrúnirnar frarnvaxnar,
ekki ósvipað eins og ú gorillaapa. Menn vita ekki með vissu hve langt
cr síðan Rhodesiamaðurinn var iippi.
Var þetta tal-
inn „elsti for-
ir mannkyns-
ins“ þangað til
fyrir nokkrum
árum. En þá
fundust austur
í Ivína leifar af
manni, sem kall
aður er Peking-
maðurinn, og
telja ýmsir vís-
indamenn bann
um iniljón ára
gamlan og langt
um eldri en
Javamanninn.
Reynist þetta
að vera rjett þá
. hefir vagga .
mannkynsins
staðið í Kína. —
Það er að segja
þangað til menn
finna eitthvað
eldra, sem koll-
. varpar þeim .
. kenningum, .
sem nú þykja
nýjastar og best
ar.
Iiöfuðkúpur af ýmsum forsögumönnum. í. Rhodesia-
maður, (fundinn 1921 í Suður-Afriku), 2. Höfuðskei
af Javamanni (fundinn 1891 ú Java), 6. Sama höfuð-
skel eftir að dyttað hefir verið að henni, 3—'r. Nea-
derthal maður, 7. Kjálkar af Ileidelbergmanni og 5.
höfuðkúpa af sama.
St. Bernhardshundarnir eru orðn-
ir frægir fyrir ratvísi sína og fund-
vísi á menn út í hríðarbyljum i fjöll-
unum í Sviss. Var það munkaflokkur
einn, sem hóf þá starfgemi, að nota
hunda til þess að leita uppi ferða-
menn, sem vilst höfðu í vetrarhríð-
um og bjargaði þetta og bjargar enn
fjölda fólks frá dauða. Nú hafa þrír
St. Bernhardsmunkar hafist handa
um að stofna svona stöð austur í Tí-
bet, sem er mesta háfjallaríki heims-
ins, og hafa fengið leyfi þjóðhöfð-
ingja og æstaprests þeirra Tíbetbúa,
Dalai Lama í höfuðborginni Lassa
og stjórnarinnar í Kina (Nanking-
sljórnarinnar) til þess að koma þessu
í framkvæmd, því að án leyfis þess-
ara aðila fær enginn að koma inn í
landið. Ætla munkarnir að reisa
klaustur í þorpinu Saluen, sein er
rjett við upptök kínverska fljótsins
Hohangho, í 14000 feta hæð yfir sjáv-
armáli. Þetta kemur einkum Kínverj-
um sjálfum að notum þvi að þúsund-
ir pílagríma úr Kina fara árlega til
Tíbet, sem þeir telja hið heilaga
land, eins og margir guðspekingar.
En margir þeirra farast í byljum og
stórhríðum eða í sumarhitunum. Auk
aðalsöðvarinnar í Salouen, ætla
munkarnir sjer að byggja ferðakofa
víðsvegar í landinu, sem veitt geti
fcrðamönnum húsaskjól og gefið
þeim leiðbeiningar um, hvert þeir
eigi að halda til þess að komast á
áfangastaðinn.
----x----
Á vorum tímum eru alþjóðafund-
ii tíðkaðir meira en nokkru sinni
áður. En gallinn er sá, þar sem menn
frá ýmsum þjóðfiokkum og með
ýmsu máli eru samau komnir, þá
skilur ekki liver annan. Smáþjóða-
mennirnir eru þá að reyna að tala
ensku eða frönsku eða annað mál,
sem engir hinna skilja, að minsta
kosti með þeim framburði, sem not-
aður er, og þess vegna fara umræð-
urnar fyrir ofan garð og neðan hjá
flestum, og ráðstefnumennirnir eru
eins og ferðalangar hjá illa ment-
uðuin túlk. 'Nú hefir Ameríkumaður
einn tekið upp aðferð, til þess að
bæta úr vandræðunum. Hann lætur
ræðumennina tala í sima, sem liggur
inn á deildir jafnmargra túlka og
þjóðflokkar eru á samkundunni. Þess-
ir túlkar eru jafnmargir og þátttak-
endurnir og liggur simalina frá klefa
hvers í stúku þeirra þáttakenda, sem
á fundinum eru staddir, af þjóðerni
túlksins. Túlkarnir þýða ræðurnar
jafnóðum og þeir heyra þær og end-
urtala þær í sinn síma, svo að þær
heyrisl jafnóðum til. landsmanna
túlksins, á þeirra eigin móðurmáli.
Á þennan hátt getur hver einasti
þátttakandi fylgst með umræðum —
og látið aðra fylgjast með því, sem
hann segir sjálfur. Það er talið lík-
legt að þetta fyrirkomulag verði
bráðlega tekið upp á alþjóðasam-
bandsfundunum og getur þá hver
ræðumaður talað á sínu móðurmáli,
svo framarlega sem túlkur er til fyr-
ir það mál. Verður þá hætt að velja
fulltrúa á alþjóðasambandsþingið
eftir málakunnáttu, svo sem víða
tíðkast nú, heldur aðeins eftir þekk-
ingu þeirra á þeim verkefnum, sem
talið er líklegt að koma muni til um-
ræðu.
----x----
Fyrir 5 árum fann I.ars Hansen,
norskur skipstjöri, sem nú er orðinn
kunnur rithöfundur, steina nokkra
við Hornsund á Spitzbergen og við
rannsókn á þessum steinum kom í
ljós, að þetta var silfurberg, vel not-
hæft. Nú liefir fjelag verið stofnað
til þess að sækja silfurberg í þessar
námur. Er ráðgert að senda leiðangur
tit Hornsund í sumar til þess að vinna
1—2 smálestir af silfurbergi þarna.
Er álitið að það geti orðið nóg til
þess að futlnægja eftirspurninni i
heiminum í tvö ár. Ef þetta reynist
rjett, er lijer um alvarlegan keppi-
naut að ræða við íslenska silfurbergið.
----x----