Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1931, Qupperneq 8

Fálkinn - 28.02.1931, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N Fyrir rúmum 20 árum var borgin Dehli gerð að stjárnarsetri lndlands, en það liafði áður verið í Kalkutta. Var þetta gert samkvæmt tilmælum Indverja sjálfra, því að Dehli var hinn fornhelgi staður þjóðarinnar, en Kalkutta var iðnaðar og verslun- unarborg, sem þotið hafði upp eins og gorkúla, eftir að vesturtandaþjóð- irnar fóru að reka verslun við Ind- land. Þessi 20 ár hefir verið starfað að því að koma upp stjórnarbygg- ingum í Dehli og eru þær nú full- gerðar — og ekkert smáræði, eins og hægt er að sjá af myndunum hjer fyrir ofan. Voru byggingarnar vígðar 9. þ. m. með afar mikilli við- höfn. Efri myndin er af stjórnar- ráðshúsunum en sú neðri af hþll undirkonungsins enska. Eru þetta stærstu byggingarnar, en auk þeirra hefir verið reistur fjöldi minni bygginga í þarfir stjórnarinnar. Myndirnar hjer til vinstri sýna báðar vetraríþróttir. Sú efri er tek- in í Spandau við Berlín og sýnir nemendur á íþróttaháskólanum þar — alt tómar stúlkur — vera að iðka boltalcast úti á ís. Eru þær allar lítið klæddar, álílca og við fimleikaæf- ingar innan húss, þó lmlt sje í veðri. Hafa Þjóðverjar lagt afar mikla stund á íþróttir síðan ófriðnum lauk og eigi hefir kvenfólkið hvað síst látið til sín taka á því sviði. — Neðri myndin er, þó undarlegt megi virð- ast sunnan frá Ítalíu. Þar getur líka komið snjór og þá er tækifærið not- að til þess að fara á skíðum og iðka aðrar vetraríþróttir. ítalir hafa mikinn áhuga fyrir skíðaferðum, og þekkingin á nótkun skíða kemur einkum frá þeim lxjeruðum lands- ins, sem liggja upp í Alpafjöllum. Her sá, sem ítalir hafa þar til landa- mæragæslu verður að nota skíði til þess að geta gegnt hlutverki sínu, og þaðan hefir þekkingin á skíða- íþróttinni breiðst iil annara. En eins og geta má nærri er það ekki nema sjaldan, sem skíðafæri er þarna syðra, þegar fjallahjeruðunum sleppir.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.