Fálkinn - 28.02.1931, Side 13
F Á L K I N N
13
ASKA.
Skáldsaga eftir Grazia Deledda.
þegja um þetta alt við föður sinn, bara bíða
og láta sem ekkert sje. Nei, jeg vil elcki
vera aumingi. Jeg vil vera maður. Klukk-
an fjögur fer jeg til Carboni".
Hann kom að hliðinu klukkan fjögur, en
gat ekki numið staðar, ekki barið. Hann
gekk í þess stað framhjá með þeim ásetn-
ingi að koma aftur seinna, en í rauninni var
hann fullviss um að bonum myndi aldrei
verða auðið að færa málið í tal við guðföð-
ur sinn.
Tveir dagar og tvær nætur liðu á þennan
liátt. Sundurleitum hugsunum, eins og hams-
lausum bylgjum skaut upp í Iiuga bans.
Ekkert virtist breytt i fari bans eða dag-
legu lifi. Hann fór aftur að liafa kenslutíma
með skólapiltum, sem voru í fríi, las, át,
gekk framlijá glugga Margheritu og liorfði
til hennar þjáningarfullum augum, þegar
hann sá hana, en á nóttum heyrði zia Tatana
hann ganga fram og aftur í herbergi sínu,
fara niður í garðinn og út á götuna, koma
inn aftur og reika um; hann var eins og
sjúkt dýr, og hin góða gamla kona lijelt að
honum hlyti að vera ilt einliversstaðar.
Eftir liverju var hann að biða? Eftir hverju
var bann að vonast?
Daginn eftir að liann kom aftur, sá liann
mann frá Fonni ganga eftir götunni og varð
náfölur.
Já, liann átti von ó einliverju . . einhverju
voðalegu; liann bjóst við að fá þá fregn að
hún liefði horfið aftur. Hann fann að vísu
til magnleysis síns en var þó tilbúin að fram-
kvæma hótun sína: „Jeg' elti þig hvert sem
þú ferð og drep þig fvrst og sjálfan mig á
eftir“.
Einstök augnablik fanst lionum eins og
ekkert af þessu hefi verið verulegt, eins og
að í kofa ekkjunnar hefði ekki verið annað
en gamla konan með hempu sina og sögur,
ekkert annað .... ekkert.
Annað kvöldið eftir að hann kom heim,
heyrði hann zia Tatana vera að segja einu
nógrannabarninu sögur:
„Konan flýði og flýði og kastaði aftur fyr-
ir sig nöglum, sem uxu og uxu svo að þeir
náðu yfir alt engið. Zio Orco fylgdi á cftir
henni eins fljótt og liann gat, en liann gat
ekki náð í hana, því að naglarnir stungu
hann i iljarnar“ ....
Hversu þægilegra tilfinninga lialði Anania
litli ekki fundið til, þegar liann blustaði fyrsl
á þessa sögu, einkum fyrstu dagaua eftir að
hann liafði verið yfirgefinn!
Næstu nótt dreymdi hann að maður frá
Fonni kom með boð til lians um að hún
úefði flúið .. hann fylgdi eftir henni eins
fljótt og hann gat .... yfir engi, sem var
þakið nöglum . . Þarna er hún, hún ber við
sjóndeildarhringinn; áður en langt um líður
nær hann henni, og drepur hana, en hann er
hræddur, svo hræddur .. því það er elcki Oli,
nei það er hirðirinn, sem reið fram hjá dag-
inn, sem zia Tatana fór í biðilsförina til
signor Carboni .... Anania hleypur og hleyp-
ur, naglarnir stinga hann ekki, þó hann vilji
að þeir gjöri það .... Oli er orðin að liirði
°g syngur sömu söngva og hann hafði sung-
ið, nú er hann nærri því kominn að henni og
ætlar að í'ara að drepa hana, dauðakrampi
breytir honum í klakastykki ....
Hann vaknaði, alþakin köldum svita, lijarta
lians var hætt að slá, og liann brast í ákaf-
an grát.
Þriðja daginn, þegar Marglierita var farin
að undrast yfir því, að hann skyldi ekki
skrifa, bauð liún lionum á eitl af liinum
venjulegu stefnumótum þeirra.
Hann fór, sagði henni frá ferð sinni, tólc
blíðuatlotum liennar eins og örmagna ferða-
langur svalar sjer í skuggum trjánna og svöl-
um vindgustinuin á leið sinni, en hann kom
ekki upp einu orði um leyndarmál það, sem
þjáði hann.
„18. september, klukkan 2 um nótt.
Margherita!
Jeg er að koma heim og er búinn að reika
um göturnar eins og vitlaus maður. Mjer
finst á hverju augnabliki að jeg sje að verða
vitlaus, og þessi ótti rekur mig meðal ann-
ars til þess, eftir óendanlega langt bik og
umhugsun, að trúa þjer fvrir því, sem jeg ber
i brjósti. En jeg skal vera stuttorður.
Margherita, þú veist liver jeg er, Barn,
fætt á villistigum, yfirgefið af móður, sem
var frekar óliamingjusöm en brotleg. Jeg er
fæddur undir óbeppilegu stjörnumerki og
verð að gjalda þeirra glæpa, sem jeg ekki
hefi gert mig sekan í. Án þess að vita fyrir
liina hryggilegu framtíð mina, rekinn áfram
af örlögunum, liefi jeg dregið með mjer nið-
ur í hyldýpið, sem jeg aldrei framar kemst
upp úr, ]iá veru, sem jeg elska meira en alt
annað á þessari jörð. Þig, Marglierita. Fyrir-
gefðu mjer! Þetta er mestur barmur minn,
iiin liræðilega samviskukvöl, sem mun tægja
sundur alt það, sem eftir er af lífi mínu, ef
mjer auðnast að lialda lífi.
Hlustaðu á mig. Móðir min lifir. Ef-tir þján-
ingarfult og aumlegt líf, hefir hún nú kom-
ið aftur inn í líf mitt eins og afturganga.
Hún er bláfátæk, sárþjáð, og hefir elst um
ár fram af veikindum og neyð. Skylda mín
er -— eins og þú sjálf sjerð, þegar þú lest
þessar línur —- að bjarga henni. Jeg liefi á-
kveðið að taka liana lil min, að vinna fyrir
henni og fórna ef með þarf lífinu sjólfu
til þess að gera skyldu mína.
Margherita, hvað á jeg að segja meira?
Aldrei liefi jeg eins og á þessu augnabliki
hafl þörf fyrir að opna fyrir þjer sál mína,
sem er í samskonar uppnámi og æðisgengið
haf, og aldrei liefir mjer fundist jeg vera
eins fátækur að orðum og á þessari örlög-
þrungnu stund lifs míns.
Jeg á jafnvel bágt með að lmgsa; ennþá
finn jeg ilminn af kossum þínum ó vörum
mjer og' titra af ástríðu og arigist. . . . Marg-
herita, Margherita, lif mitl er í lófa þjer!
Hafðu mcðaumkvun með mjer og sjálfri
þjer. Vertu nú eins góð og jeg hefi altaf í-
myndað mjer að þú værir. Mundu að lifið
er stutt, og það eina verulega í þessu lífi
er ástin og að enginn lijer á þessari jörð
getur elskað þig eins og jeg elska þig og
mun gera. Fótumtroddu ekki ástir okkar
vegna lileypidóma annara manna, lileypi-
dóma, sem öfundsjúkar manneskjur skapa,
lil að gera hver aðra óliamingjusama. Þú
ert svo góð, þú ert svo liátt yfir aðra hafin;
segðu að minsta kosti eitthvað, sem getur
gefið mjer von um framtíðina!
En livað er jeg' að segja? Jeg missi vitið,
fyrirgeí'ðu mjer og mundu, að livað, sem ann-
ars kemur fyrir, er jeg þinn um alla eilífð.
Slcrifaðu mjer strax aftur.
A.
19. september.
Anania!
Brjef þitt er mjer eins og illur draumur.
Jeg á einnig bágt með að koma orðum að
því, sem jeg þarf að segja. Komdu i kveld á
venjulegum tima, þá ráðgumst við um fram-
tíð okkar. Það er jeg sem verð að segja:
líf mitt er í þínum höndum. Komdu, jeg
liíð þín með óþreyju.
M.
19. september.
Margherita!
Stutta brjefið þitt stakk hjarta mitt í gegn;
jeg finn að örlög mín þegar eru ákveðin,
en ennþá leynist hjá mjer vonar-neisti.
Nei, jeg get ekki komið; þó að jeg vildi
get jeg það ekki. Jeg kem ekki nema þú
gefir mjer einhverja ofurlitla von. En þá
flýti jeg mjer að krjúpa að fótum þjer og
tilbiðja þig eins og dýrðling.
Þangað til hvorki vil jeg nje get komið.
Það, sem jeg skrifaði í nótt er óbreytanleg-
ur ásetningur minn; skrifaðu mjer og láttu
mig ekki farast í þessari hræðilegu óvissu.
Þinn óumræðilega óhamingjusami
A.
19. september um miðnætti.
Anania, Nino minn!
Jeg hefi beðið eftir þjer alveg þangað til
núna, skjálfandi af sársauka og ást, en þú
komst ekki, þú kemur ef til vill aldrei oft-
ar. . ... og jeg skrifa þjer á þeirri stund, sem
við höfðum hina ljúfu fundi okkar, með
dauðann í lijarta mínu og tár i augum, sem
ennþá eru ekki þreytt á að gráta. Fölur
máninri líður á skýjuðum liimninum, nóttin
er drungaleg, næstum óheillavænleg, og jeg
held að öll tilveran s^Tgi þá óhamingju, sem
hefir lient ástir okkar.
Anania liversvegna hefir þú svikið mig?
Já, eins og þú segir, vissi jeg vel hver þú
varst, og jeg elskaði þig einmitt af því að
jeg er hafin yfir hleypidóma heimsins, af
því að jeg liefi viljað bæta úr þeim órjetti,
sem lífið hefir beitt þig, en eirikum af þvi
að jeg' hjelt að þú sjálfur værir einnig haf-
inn yfir hleypidómana og hefðir bygt alt líf
þitt á mjer eins og jeg hefi bygt alla fram-
tið mina á þjer.
í stað þess hefi jeg blekt mig, eða rjett-
ara sagt það ert þú, sem hefir blekt mig,
þegar þú þagðir yfir binum raunverulegu
tilfinningum þínum. Jeg liefi altaf haldið
að jiú vissir að móðir þín væri á lífi, hvar
hún var og livernig hún lifði; en jeg var
fullviss um, að j)ú, sem hafðir verið eins
skammarlega yfirgefinn af henni eins og j)ú
varst, myndir ekki vilja skifta þjer frekar
af svo ónáttúrlegri móður, sem er orsök ó-
hamingju j)innar og skammar, og að j)ú lit-
ir á liana eins og hún væri dauð fyrir sjálf-
um þjer og öllum öðrum. Ekki aðeins j)að,
jeg var einnig fullviss um, að svo framar-
lega sem hún vogaði sjer að koma fyrir augu
þín, eins og j)ó j)ví miður liefir komið fyrir,
myndir j)ú ekki einusinni vilja líta við henni.
Og í stað Jiess. . . . í stað þess kastar þú frá
jijer þeirri, sem hefir elskað j)ig svo lengi,
scm altaf mun elska j)ig, til jiess að fórna
lífi þínu og æru fyrir hana, sem yfirgaf þig,
j)egar j)ú varst saklaust barn, sem ef til vill