Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1931, Síða 15

Fálkinn - 28.02.1931, Síða 15
F Á L K I N N 15 □□□GE BR0THER5 SIX ANn SIBHT Einróma álit allra bifreiðaeigenda er að „Dodge-Brothers farþegabifreiðar sjeu þær allra bestu sem hjer eru á markaðnum, samanborið við verð. Aldrei hafa „Dodge“ bifreiðar verið eins rúmgóðar og vandaðar að öllum útbún- aði og einmitt nú. Athugið þessar ágætu bifreiðar, sem tvímælalaust standa framar öðrum bifreið- um með álíku verði, og sem lækkað bafa i verði að miklum mun, þrátt fyrir mjög miklar endurbætur. Reiðhjólaverksmiðjan Fálkinn Sími: 670. Hiín vissi hvað hiin viidi. Frjáls! Þetta orð hljómaði í liuga Mary. Það hafði verið svo erfitt fyrir hana að skrifa John þetta brjef. John, sem var svo ágætur vinur hennar. Hún Jagði frá sjer pennann. Já, það var ekki laust við að hún hrósaði sigri. og fyltist fögnuði um leið og hún var ánægð með orðalagið, hún var viss um að hún hefði á vingjarn- legan hátt skýrt honum frá því, sem henni bjó i brjósti að hún þyrði ekki að verða konan hans en óskaði þess innilega að mega eiga vináttu hans áfram. Hún var viss um að hann myndi sjálfur skilja hve sönn og einlæg hún var, og það urðu nærri þvi von- brigði fyrir liana, þegar hún sá að hún mundi ekki geta sent brjefið fyr en morguninn eftir. Ekki af þvi, að hún væri hrædd um að sjer kynni að snúast hugur um nóttina, en þeg- ar maður á annað borð veit hvað maður vill og er búinn að taka ein- hverja ákvörðuu, er hest að fá málið útkljáð, sem allra fyrst. Þegar faðir hennar morguninn eftir tók brjefið með sjer mn leið og hann fór á stöðina, stóð hún við giuggann til þess að fullvissa sig um að hann legði það nú i póstkass- ann á horninu. Seinna um daginn átti hún erindi tii bæjarins og fór með sporvagn- inum. Við hlið hennar sat maður og las í blaði. Alt í einu varð henni litið á nokkrar iínur, sem prentaðar voru, með óvenju stóru letri. Hún varð forvilin og reyndi að sjá hvað stæði í línum þessum. Svo sokkin var hún niður i lesturinn að maður- inn fyrir kurteysis sakir við hana, var nærri því búinn að aka framhjá þeim stað, sem hann ætlaði til. Hann tók eftir því á síðustu stundu, fleygði í hana blaðinu og hljóp út. Hún tók það mjög áfjáð, en hún hafði ekki lesið lengi þegar henni varð stórkostlega hverft við. Hörinulegt járnbrautarslys hafði hent lest þá, sem John var vanur að fara með til Lundúna á morgnana, lestina, sem fór inneftir kl. 8,45. Hún ■iiiiiiiiiimiimiiniiiiimmiimiiiiiimimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiH I Útvegsbanki íslands h.f. I þekti hana svo vel. Hjarta hennar barðist ákaft. Skelfd slarði hún á listann yfir dauða og særða. Þarna stóð nafn hans: John N. Fiteh, dáinn. Þetta sorglega atvik hafði svo mikla þýðingu fyrir hana, og þó litla. Það var aðal.lega brjefið, sem hún var að hugsa um. Það myndi koma heim í hús það, þar sem hann lá kaldur og þögull — eins og sverð- stunga til hins dauða manns. Brjef þetta, sem hún kveldið áð- ur hafði verið svo hreikin af, mundi hafa sært hjarta það, sem nú var hætt að slá. Æ, gæti hún aðeins náð því aftur. Bara að enginn opnaði það. Hún varð að fara heim til hans. Hún gleymdi erindi sinu og flýtti sjer á járnhrautarstöðina. Hún keypti farmiða eins og i leiðslu, gekk út á stjettina og steig inn í vagninn. Brátt var hún komin þangað, sem hún ætl- aði. „Gerið svo vel og tilkynnið mrs. Fitch, að jeg sje komin“, sagði hún við þjónustustúlkuna, sem opnaði fyrir hana. Um leið langaði hana til að fara að skellihlæja, henni fanst svo hversdagslegt að segja: „Gerið svo vel og tilkynnið mrs. Fitch að jeg sje komin“ á þessari stundu. Þjónustustúlkan horfði dálítið hilc- andi á hana, en hvarf þó brátt til þess að gegna starfi sinu. Hrædd og með þá tilfinningu að hún væri þjóf- ur laumaðist hún að borði í gangin- um, þar sem lágu þrjú-fjögur brjef á bakka. 1 skelfingunni yfir járn- brautarslysinu hafði náttúrlega gleymst að hirða þau; brjefið henn- ar iá þar einnig. Hún greip það og tróð því í kánuvaxa sinn, og neytti hún allra krafta til þess að geta kom- ið fram gagnvart móður hans á til- hlýðilegan hátt. En henni hepnaðist ekki að ná fullu valdi yfir sjer, alt dansaði fyrir augum hennar, og hún greip með krampataki i hurðina til þess að halda sjer upprjettri. Hverskonar martröð var þetta eig- inlega alt saman? Upp tröppuna, sem gekk upp og niður eins og skip í ólgusjó, kom maður, sem hún þekti, maður sem henni var svo kær, en þó svo hræðilegt að sjá hann einmitt núna. Það var ekki annað en hug- arburður hennar sjálfrar — ein- hversstaðar afskaplega langt í burtu heyrði hún rödd, sem hún þekti, segja: „Já, mamma, jeg skal senda stúlk- una upp með brjefin“. Það var rödd Johns! Þetta var hann! Stiginn hætti alt í einu að hreyfasl, borðið dansaði ekki lengur á gólfinu — maður hljóp á móti henni með útbreiddan faðminn: Og án þess að segja eitt einasta orð hjúfraði hún sig að brjósti hans. Fyrst þegar hann hafði lagt hand- legginn utan um hana skildi Mary sjálfa sig. Og það komu nú slík leift- ui í augu henni að John varð him- inlifandi glaður. „Hvernig hefirðu komist að því að mamma er veik?“ spurði hann eftir dálitla stund. „Hún er nú orðin betri en jeg þorði þó ekki að fara frá henni í morgun. Já, hamingjunni sje lof að jeg gerði það ekki. Yes- lings Friðrik Wayne!“ „Enn John, hefirðu ekki lesið blöð in? Hefirðu ekki sjeð það voðalega sem stendur þar um þig?“ „Jú, en það er misskilningur. Það hafa verið tekin misgrip á okkur Wayne. Hann hafði nafnspjaldið mitt í vasabókinni sinni, og það leiddi til þessa misskilnings“. En nú brast Mary í grát og það ljetti hið þjáða hjarta hennar. Og var það nóg svar við biðils- brjefi John Fitch. ----x---- Frá Moskva hefir upp á síðkastið verið útvarpað ýmsum frjettum á ensku, þýsku og frönsku, sem þykja mjög fjandsamlegar Bretum, og hefir rússneska stjórnin ekki fengist til að stöðva þessar útsendingar, þrátt fyr- ir tilmæli Breta. Ráðgerðu þvi Bret- ar, að nota hávaðasendarann á Daventrystöðinni og láta hann ólm- ast á sömu bylgjulengd og Moskva, ætið þegar þessar sendingar byrjuðu. En ekki hefir það frjest, hvort al- vara verður úr þessu. Japanar eru að reisa allmargar stöðvar, sem einkum eiga að hafa það ætlunarverk, að trufla útsending undirróðursfrjetta til Japan. ----x---- — Hversvegna látið þjer fólk aldrei sjá konuna yðar með yður? — Jeg hefi enga ástæðu til þess. Fólk hefir ekki gert mjer neitt ilt. Ávaxtið sparifje yðar f Útvegsbanka fslands h. f. Vextir á innlánsbók 4 Vi% P- a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. Borðhnífar Svartskeftir, ryðfríir .... 0,75 Ljósbrúnskeftir, ryðfriir.. 2,25 Svartskeftir, — .... 1,00 Hvítskeftir, — stál. 3,25 Svartskeftir, — .... 1,25 Brúnskeftir, — — 4,00 Hvítskeftir, — .... 1,75 Allir eru þessir borðhnifar með svo köliuðu frönsku lagi, sem allir sækjast eftir. Gefins Með hverjum 4 krónu kaupum gef jeg eina silfurplett-teskeið sem kaupbæti. Notið taekifærið strax. Sendi gegn póstkröfu hvert sem er. SIGURÐUR KJARTANSSON, Laugaveg 20 B. Rvik.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.