Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1931, Side 10

Fálkinn - 21.03.1931, Side 10
10 FÁLKINN Koraið eða skrifið til URO'GLER okkar.------- sem útiloka hina skaðiegu ljósgeysia. Ókeypis gler- augnamátun. ÍGina verslunin sem hefir sjerstaka ran- sóknarstofu með öll- um nýtisku áhöldum. Langavegs ftpotek. Fyrir kvenfólkið. Fleiri konur en karlar. flnna Paviova. Myndin er af liinni heims- frægu rússnesku danskonu Önnu Pavlova, sem nú er nýlát- in. Andaðist hún í Hollandi en var grafin í London. Pavlova var tvímælalaust mesta dáns- kona sinnar aldar. Drotningin, sem beiddist ölmnsn. Eftir hagskýrslum að dæma eru fleiri konur en karlar í Evrópu, og svo mikill er munurinn að ef fara mætti eftir því ætti 11. hver kona að deyja ógift. Það eru fáir, sem vita það, að Evrópa er eina heimsálfan par sem er skortur á karlmönnum. Alstaðar annarsstaðar er hlutfalíið öfugt, og afleiðingin sú að konurnar eru hafn- ar upp til skýjanna og umkringdar hiðlum. Hverjum er ekki minnisstætt þegar hinir 1000 ungu Grikkir tóku sjer skip og sigldu frá Ameríku heim til ættjarðar sinnar til þess að leita sjer kvonfangs. Það land, sem hefir flestar konur að tilltölu við karlmenn er Rússland. Þar eru 1152 konur á móti 1000 karl- mönnum. í Þýskalandi og Frakklandi eru 1120 konur móti 1000 körlum, í Bandaríkjum Ameríku eru ekki nema 958 konur móti 1000 körlum og í Kanada 936. Japan er eitt hinna fáu landa, þar sem hlutföllin eru hjer- umbil jöfn, það er að segja það eru ekki nema 2% færri konur. Annars eru karlmennirnir miklu fleiri en konur um öll Austurlönd. Mismunurinn á tölu karla og kvenna í heiminum liggur ekki í því að það fæðist fleira af einu kyninu en öðru. En í Evrópu er dánartala karla hærri en laégri í öðrum heimsálfum t. d. Bandaríkjunum, Ástralíu og Japian. Má telja að þetta sje mjög bundið við atvinnuvegi þá og lifnaðarhætti, sem þjóðirnar eiga við að búa og eftir þátttöku karla og kvenna í iðnaði og framleiðslu landanna. „Sirius“ súkkulaði og kakó- duft velja allir smekkmenn. 5 Gætið vörumerkisins. í Quartier Latin í l’arís hefir gömul kona ein, fátæklega klædd vak- ið eftirtekt á sjer með því að biðjast ölmusu. Daglega stóð hún með tin- krús sína í hendinni og rjetti hana að þeim sem fram lijá fóru. ölmusuí þær sem hún fjekk nægðu varla fyrir kartöflum og súru rauðvíni á kveldin. Liklega stæði gamla konan þarna ennþá ef hún hefði ekki lent í orða- kasti við mann þann, sem átti veit- ingalnis það, sem hún var vön að standa fyrir framan. Hann kallaði á iögregluna og það var farið með gömlu konuna á lögreglustöðina. Það vakti ekki litla undrun þegar þá kom í ljós að kona þessi var engin önnur en Natalia fyrverandi drotning í Serbiu. Natalia drottning er dóttir Keschke ofursta og giftist átján ára gömul, Milan fursta í Serbiu. Þegar hún varð 23 ára varð hún drottning og komst brátt á orð við liirðirnar í Evrópu fyrir drotnunargirni sina og hugsun- arleysi. Iljónaband hennar var einnig mjög óhamingjusamt, og 1885 yfir- gaf lnin mann sinn skyndilega og skildi hann tveim árum seinna við drotningu sína. Hún fór til „Rivier- unnar“, varð hún þar brátt lirókur alls fagnaðar og lifði í glaum og gleði um nokkur ár. En brátt fóru eigur liennar að þverra og hún varð snauð- ari, seinustu árin hefir hún orðið að lifa á bónbjörgum. Frá lögreglustöðinni var farið með hina fyrverandi drotningu í nunnu- klaustur það, sein hún var vön að gista i á nóttunni, og þegar lögreglu- þjónninn ávarpaði hana Yðar hátign, brosti hún þunglyndislega. Alit (egnrðardrotDingar- innar ð friðleik karlmanna. Blaði einu hefir liugkvæmst að fara til allra „fegurðardrotninganna", sem kjörnar liafa verið í ýmsum lönd- um Evrópu undanfarið, og leita álits þeirra á karlmönnum og fríðleik þeirra og hvernig þær liugsa sjer til- vonandi eiginmann sinn. Sú franska segir: Fríðleikur karl- mannal Það stendur á sama hvort maðurinn er fríður eða ljótur, ef að- eins skapgerð hans er einhvers virði. Jeg þrái að komast í hjónaband, það er hið æðsta, sem konan getur ósk- að sjer. Maður og börn eru lífsgæfan. Sú austurríska svarar: Líkamlegt atgjörvi karlmanna er þýðingarlítið nema í kvikmyndunum. í lífinu er það fegurð sálarinnar og skapgerðin, sem ræður úrslitunum; og jeg held að gott lijónaband sje vissasta leiðin til gæfunnar, — að minsta kosti fyrir konuna. Sú enska: íþróttamaðurinn vekur mesta athygli allra karlmanna lijá kvenfólkinu. Jeg efast um, að liann skilji betur hlutverk hjónabandsins en aðrir menn, nema síður sje. En gagnkvæmur skilningur í hjónandinu er það affardrýgsta verðmæti, sem til er í heiminum. Ungfrú Jugoslavia: Það eina, sem jcg krefst af manninum er dugnaður og greind. Jeg dáist að þróttmiklum manni og styrk lians. Aðeins það lijónaband, sem gefur konunni færi IDOZAN er af öllum læknum álitið f ramúrskarandi blóðaukandi og styrkjandi járnmeðal. Fæst í öllum lyfjabúðum. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ B R A S S O fægilögur er óviðjafnanlegur á kopar, eir, tin, aluminium o.s.frv. B R A S S .0 er notaður meir með ári liverju, sem er að þakka ágæti lians. um verslunum. á að fórna sjer fyrir manninn sinn og börnin, fins injer aðlaðandi. Sú þýzka: Fegurð lijartans og lund- arinnnar er það eina, sem gefur karlmanninum gildi. Mig langar ekk- ert til að gifta mig (en líkast til hald- ið þið að jeg sje að skrökva?) Ungfrú ftalia: Líkamlegt atgjörvi lcarlmannsins met jeg einskis. Hið eina, sem hefir þýðingu fyrir lifs- gæfu hans eru hyggindi hans-og sál- argöfgi. Hjónabandið er raunveru- leiki. Jeg vildi óska að það væri draumur! — — — Þær virðast eftir þessu * að dæma ekki gefa mikið fyrid út- litið, þessar fögru drósir. En skyldu það vera nokkuð nema ólíkindalæti? En flestar þykjast þær vera fiknar í hjónabandið, og það er ekki nema gott. Vonandi rætist sú ósk þeirra von bráðar, þvi að varla skortir sjáf- ar fegurðardrolningarnar biðla.. Bessaðar farið þið að dæmi þeirra, stúkur og giftið ykkur strax. Eii munið bara, að láta ykkur það einu gida hvort hann er fríður eða ljót- ur, iturvaxinn eða kryppingur — bara að hjartað sje nógu stórt! Feg- urðardrotningarnar segja það. Flestir menn ímynda sjer, að kon- an sem þeir eru ástfangnir af, sje fuilkomin-------en mjög fáar stúlk- ur gera sjer slíkar hugmyndir um manninn, sem þær eru ástfangnar af. List ástarinnar er það að vera mörgum trúr. ----0—0-----

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.