Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1931, Side 3

Fálkinn - 11.04.1931, Side 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: ViJli. Finsen og Skúli Skúlason. Fram ’cvæmdastj.: Svavar Hjaltested. AÖalskrifslofa: Bankpstræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin yirka'daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendi's 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö■ 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvík. Skraddaraþankar. „Strykum yfir stóru orðin“. Fáir málshættir rætast eins oft og sá, sem minnir á að meðalliófið sje vandratað. Hann er altaf að rætast og í öllum greinum. Og þetta er mannlegur breyskleiki, þvi að ineðal- hófið er nauðsynlegt. Rjetti vegurinn er ekki nema einn og það er meðalvegurinn. Þegar far- ið er úr einum stað í annan, vita all- ir að það er nauðsynlegt að fara rjettu leiðina, en livorki til liægri nje vinstri við hana. En þegar yerið er að dæma um mál og menn virðast fáir vita, að dómurinn hlýtur að verða sleggjudómur, svo framarlega sem ekki er nofaður rjettur mæli- kvarði og leitast við að byggja dóm- inn á rökum, með og mót. Þessvegna er það svo um fjölmarga dóína dæg- ui’lífsins, að þeir falla fyrir reynsl- unni og fólk hættir að taka mark á þeim, vegna þess að það rekur sig á, að þeim er ekki treystandi. Málefnin, sem dóm hljótá eru svo mörg og margvísleg, að það er alls ekki á allra færi að kveða upp dóm i þeim. Þessvegna ganga menn fram úr flokki til þess að leggja dóm á það málefnið eða þau, sem þeir eiga að hafa vit á sjerstaklega. Einn dæm- ir um kveðskap og skáldsögur, ann- ar um málverk, þriðji um siinglist, fjórði um sögurit. Þá er annar flokk- ur manna, þar sem einn þykir sjer- siaklega liæfur til að dæma tun fjár- mál, annar fiskiveiðar, þriðji um skattalöggjöf, fjórði rnn ræktunarað- ferðir og svo mætti lengi halda áfram að telja. Það krefst þess enginn af bessum dómendum að þeir sjeu ó- skeikulir, en því oflar sem dómar þeirra standa því meira trausti ná beir. Gagnrýnendastarfið er því ábyrgð- arrnikið starf. En sumir virðast eigi að síður taka sjer það ljett, í trausti bess að almenningur sleppi öllu eftir- liti með dómum þeirra. Þess eru hsemi, að vihfengi dómara við lista- 'hann verður til þess, að honum er Laelt langt umfram það sem hann á skilið, en öðrum þá gert rangt til um leið. Því að það er ekki liægt, að bera oflof á einn mann, án þess að gera öðrum rangt til þeirra, sem sami mælikvarðinn er notaður á. Og í þjóðfjelagsmálum eru þess því mið- ur mörg dæmin, að þeir sem hafa komist í dómarasessinn nota aðstöðu sina til þess að umhverfa málunum. Með stóryrðum. Slóru orðin eru hæltuleg, livort sem þau eru til lofs e®a lasts. Um víða veröld. ---X--- KÍNVERSK KURTEYSI OG KÍN- VERSKIR SIÐIR. Árþúsundum saman hefir kínverskt uppeldi verið bygt á kenningum spek- inganna gömlu. Það er út frá hinum „heilögu bókum“ að kínversk hugs- un og skapgerð er mynduð. Og í bók- um þessum fá þeir tilsögn um alt flramferði sitt hvar sem er, livort heldur er i einkalífi þeirra eða í við- skiftum þeirra við aðra menn í opin- beru lífi. Eins og gefur að skilja verða Kin- verjar oft öldungis hissa yfir fram- ferði útlendinga. Þvi það sem á vest- urlöndum telst til almennrar kurteysi er stundum þver öfugt hjá þeim. Það, sem mest ber á í kínverskri kurteysi er það hvað þeir altaf gera lilið úr sjálfum sjer. Þetta á þó ekki rót sína að rekja til þess að þeir á- líti sjálfa sig svo lítils virði, heldur aðallega af þvi að þeir vilja á þenn- an hátt koma sjer í mjúkinn lijá gesti sínum, eða þeim, sem þeir eru að tala við. Þessi meiningarlausa litil- iækkun á sjálfum sjer er ekki annað en talvenjur — þó þær sjeu í fullu samræmi við kenningar Konfuciusar. í rauninn finna Kínverjar talsvert tii sín. Það sem okluir þykja nærgöngul- ar spurningar lijer, er hin mesta kurteysi í Kína, svo sem t. d. um nafn manna og aldur og ýms einkamál. En þegar spurt er um nafn og aldur er það gert á mjög svo hæverskleg- an hátt. T. d. myndu Kínverjarnir segja: „Hvað'er hið æruverðuga fjöl- skyldunafn yðar?“ og „og hinn há- göfgi aldur yðar“. Og sem svar við þvi mundu þeir svara á sinn venju- lega hátt: „Hið óverðuga og fátæklega ættarnafn mitt er....“ og „jeg hefi nú dregist þetta um eins og hver ann- ar heimskingi i þetta mörg ár“. Ef lil vill yrði nú spurt um „hina göf- ugu og háttsetlu stöðu“, sem hinn liefði og svarið mundi vera svona „að hin auðvirðilega og vesæla at- vinna hans væri. . . .“. Einnig myndi vera spurt „hve marga göfuga og á- gæta syni gesturinn ætti. Þvi fleiri, sem synirnir væru, þeim mun inni- ANDLIT ELLINNAR. Þýskur ljósmyndasmiður, Erich Retsloff að nafni, hefir lagt það fyr- ir sig að talca myndir af gömlu fólki. Hefir hann gefið út bók allstóra með myndunum, er hann kallar „Andlit ellinnar", þaðan er þessi mynd, sem legri hamingjuóskir og þeim mun dýpra er tekið í árina með lýs- ingarorðin. Það kann líka að vera spurt um „hinar furstalegu tekjur“ sem gesturinn liafi yfir árið. Þann- ig getur samræðan haldið áfram i hið óendanlega, þangað til, gesturinn er búinn til ferðar. Finnist húsráð- anda gesturinn ætla að staldra helst til lengi lyftir hann upp lokinu á tcpottinum og segir: „Gerið svo vel og drekkið te“; er það merki um það, að samræðunni sje lokið og hann óski að gesturinn fari nu að hypja sig. Það er samkvæmt gömlum sið gesturinn, sem á að bjóða hús- ráðanda til ledrykkju með sjer þeg- ar hann hefir lokið erindi sínu. Það þykir hin mesta ósvinna í Kína að horfa i augun á þeim, sem liærra eru settir en maður sjálfur. Helst á að horfa á „knappinn, sem er vinstra megin á brjóstinu“. Það þótti heldur ekki sæma í gamla daga að sá sem lægra var settur notaði gleraugu í nærveru yfirmanns síns. Það, sem útlendingar eiga oft erfitt með að muna, er það að taka verð- ur tveim liöndum það sem rjett er að mönnum. Kínverjar heilsa aldrei með hand- arbandi. 1 stað þess taka þeir í hend- ina á sjálfum sjer og hneigja sig djúpt. Kínverjum finst skrítið þegar Vesturlandabúar eru að taka í hend- ina á fólkí, en þeir, sem i Evrópu hafa verið skilja þetta samt. Eitt af því, sem kemur nokkuð kyn- vjer birtum hjer. Myndin er af bein- ingakonu í Dresden. Andlitið er tóm- ar hrukkur og skrælnað, aðeins aug- un eru enn lifandi, grá og auðmjúk horfir hún á þanri, sem fram hjá gengur — i von um skilding. lega fyrir er að þegar haldnar hafa verið teveislur og gestirnir eru mett- ir, skifta þeir því, sem af gengur á milli sín og fara með heim til að færa þeim sem heima eru. F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.