Fálkinn - 14.05.1932, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
Já.
Hann heitir Nicholson .... En hvers-
vegna spyrjið þjer? Er einkénnisbúhingur-
inn ekki eins og hann á að vera?
Roberts svaraði ekki. Hann gat ekki haft
augun af Nieholson. Jú. Það var áreiðan-
lega hann .... Ellilegur, illa rakaður, illa
til l'ara í einkennisbúningi riðilstjóra ....
Nicholson riðilstjóri! Nicholson statisti i
þjónustu Hill Corporation!
Roberts vatt sjer snögglega að leikstjór-
anum og leiddi bann út að útganginum.
— Hr.Schlesinger, viljið þjer gera mjer
mikinn greiða?
.—Hvern, herforingi?
— Gætuð þjer gefið mjer upp heimilis-
fang þessa leikara?
— Jeg held það nú! .... Komið með mjer
inn í skrifstofuna. Jeg ætla að líta í nafria-
skrána.
Leikstjórinn settist við borðið. Ilann opn-
aði skúffu, þar sem Roberts sá að mörg
hundruð nöfnum var raðað í stafrófsröð og
og skift niður í ýmsa flokka, svo sem: negr-
ar .. heldra fólk . .aflraunamenn . . reið-
menn . . flakkarar . . gamalmenni . . bænd-
nr . . Kínverjar . . loddarar . . klerkar.
— Nei, nú man jeg .... Það er ekki búið
að færa þennan Nicholson inn ennþá. Að-
stoðarmaður minn rjeði hann um daginn
af því að hann þóttist hafa verið liðsforingi
í Indlandi. Auðvitað er það uppspuni ....
Ef þjer bara vissuð, hvað þeir skruma af
sjer þessir náungar, til þess að þeir verði
teknir. í morgun t. d. gerði jeg afturreka
stóra, dökkhærða stúlku, sem sór mjer að
hún hefði sofið hjá Lenín, og mannræfil,
sem þóttist vera óskilgetinn sonur Vilhjálms
II..... En þarna kemur listinn yfir þá
nýju. Sjáum nú til.... López.... O’Call-
aghan .... Nicholson .... Ilann hefur lát-
ið skrifa sig í Green Street 178.
Roberts skrifaði heimilisfangið hjá sjer.
Og hvað borgið þjer nú þessum vesl-
ingum, herra Schlesinger?
— Þeir fá sex dollara hvern dag, sem þeir
vinna.
— Gott .... Og hvenær hætta þeir vinnu
í dag?
Klukkan 5.
— Þakk’ fyrir, lierra Schlesinger. Það var
ekki annað, sem mig fýsti að vita.
Robert steig úr bílnum við e'ndann á
Green Street. Klukkan var 6 um kvöld.
Ilann lijelt gangandi áfram. Gatan var
þröng og húsin beggja vegna voru fremur
fátækleg. Kaupmennirnir auglýstu útsölur
og tækifærisverð. Verkamannabústaðirvoru
þar innan um leiguhús. Ávaxtasalar, klæð-
skerar og skósmiðir bjuggu þar hverir inn-
an um aðra.
Roberts staðnæmdist fyrir framan no.
178. Það var skuggalegt fjögra hæða hús
með nokkrum steinþrepum fyrir framan
dyrnar og stóru spjaldi, með þessum orðum
áletruðum: „Furnished rooms to let“. Hann
gekk inn í ganginn og sá þar mann á milli-
skyrtunni vera að negla botn í ferðakistu.
Þekkið þjer mann, sem býr hjer, Nic-
holson að nafni?
Nicholson? .... Hvaða Nicholson?
— Hann vinnur við kvikmyndir.
Æ, náunginn, sem vinnur í iðjuverinu
á 4. Avenue? Jú hann býr á þriðju hæð i
lierbergi no. 14.
Þakk,.
Roberts fór upp þrjá stiga, kvíðinn og ó-
þreyjufullur. Hann barði að dyrum. Það var
hrópað:
Kom inn!
Nicholson var þarna á inniskóm, í grárri
prjónatreyju með úfið hárið. Hann sat við
lítið borð og var að lesa. Sjálfsagt hjelt
hann að þetta væri húsmóðirin, sem kæmi
í smávægilegum erindagerðum, því að hann
vildi ljúka við blaðsiðuna áður en hann leit
upp. En málrómur Roberts ljet honum
skvndilega bregða.
Freddy!
Hann horfði á Róberts höggdofa,, eins og
maður sem ekki er viss um, nema hann sje
að dreyma eða sjá ofsjónir.
Það er jeg, Freddy.
Þjer!
Ilann stóð upp og gekk óstyrkum skrefum
nær gestinum.
Þjer. Roberts! . . Hvernig í dauðanum
víkur því við?
Þjer eruð ekki gramur mjer, Freddy?
Gramur yður? . . Þegar það var jeg,
sem.... Æ, kæri Eddie, ef þjer vissuð hvað
mjer hefur hefnst fyrir þetta ódæði ....
Hættið nú .... Ekki orð um það sem
liðið er .... Tölum heldur um það sem er,
úr því jeg var svo heppinn að finna yður
aftur.
En hvað eruð þjer að gera í Washing-
tón ?
Jeg er hermálaráðunautur sendisveit-
arinnar ....
Roberts studdi báðum höndum á axlir
Nicholsons og virti hann fyrir sjer. Hann
sá í þreyttu andliti hans fingraför skorts-
ins og örvæntingarinnar. Baugar lágu um
augu hans. Svipur lians bar vott um að
hann var ásáttur með örlög sín. Veslings
Nicholson, sem var áður svo glæsilegur og
lifsglaður, þótt hann neyddist til að vera
fálátur á yfirborðinu! Var mögulegt, að
andstreymið Iiefði brotið á bak aftur kjark-
inn og lífsgleðina í haíis ungu, eldheitu sál?
Segið mjer nú, Freddy, iivað á dag-
ana hefur drifið lijá yður .... Nú eru sex
ár liðin síðan. Og margt hefir skeð!
Já. Eins og jeg sagði, hefur þetta frum-
hlaup mitt orðið mjer dýrt .... Þjer mun-
ið eftir hitaveikinni, sem jeg fjekk upp úr
þvi .... í þrjá mánuði voru menn milli
vonar og ótta um að jeg misti vitið alger-
lega. Síðaii var jeg strykaður út tölu liðs-
foringja, þrátt fyrir drengilega tilraun yðar
lil að afstýra því......leg fór burt. Þjer
voruð kallaður til London og þar biðu yðar
nýjar mannvirðingar .... Þjer eruð orð-
inn herforingi, ekki satt? .... Til hamingju,
þjer áttuð það sannarlega skilið .... En
jeg er nú orðinn aftur óbreyttur borgari,
kunningi. Jeg' sá, að útlegðin var eina úr-
lausnin, sem jeg gat látið mjer sama. Þess-
vegna tók jeg mjer fari miðþilja til Banda-
ríkjanna, sem útflytjandi. Öll mín efni
nægðu rjett til þess að jeg gæti byrjað n ýtt
líf i E1 Dorado hinna nýju mánna.
Og yður hefur ekki tekist að mynda
yður arðvænlega lífstöðu?
Jeg hefi reynt það. En jeg hefi ennþá
einu sinni rekið mig á, að hermenn eru
ekki upp á marga fiska, þegar þeir eru
komnir úr einkennisbúningnum .... Jeg
hef reynt öll möguleg störf og mistekist við
þau öll .... Sumir virðasl fæddir lil að
verða mjiljarðaeigendur. En jeg, jeg hef
dregið fram lífið í örbirgð ....
Meðan Nicholson var að tala, rannsakaði
Roberts hið fátæklega herbergi. Hann tók
eftir billu einni bak við tjald, sem luddi
liana að hálfu leyti, og upp undan þvi
gægðust flöskustútar. Iiann benti Nicliol-
son á þá spyrjandi. Vinur hans stundi við
og ansaði:
Viskí .... ójá. Og það vont, smyglað
viskí.
Svo!
Nicholson studdi höndinni á ennið, leit
beint framan í hann og hjelt áfram með
viðkvæmum málrómi:
Já, Eddie .... Alkohol .... Af vín-
lmeygð? Ónei. . . . heldur til þess að gleyma.
’ Þjer skiljið mig kunningi. En vitið þjer
hvað ]iað er að hafa samviskubit, sem á-
sækir mann eins og illur andi? Haldið þjer
ekki að heiðarlegur maður þjáist, er hann
situr aleinn á kvöldin, rifjar upp hið l'ðna
og heyrir hvíslað að sjer ásakandi: „Þú
hafðir nær því drepið manninn, sem hreíf
þig úr greipum dauðans!“
I guðs bænum, Freddy! ....
Eins og það taki ekki á mann að hlusta
á þessa ógurlegu ákæru öllum stundum?
.... Jeg er ekki svo forhertur, Eddie ....
Slundum standa mjer fyrir hugskótssjon-
um tvær myndir hlið við hlið .... Þarna
eruð þjer með mig á öxlinni, hættið lifi
yðar lil að bjarga mjer frá pyntingum og
fyrirsjeðum dauða, og við tökumst í hend-
ur; hjarta mitt er gagntekið af bróðurleg-
um kærleika .... Og svo er hin myndiiv
jeg ræ'ðst á yður og slæ yður í höfuðið. Þjer
standið þarna hreyfingalaus fyrir framan
mig, án þess að álasa mjer með einu orði,
og blóðið lagar úr sárinu .... Blóð nrins
besta vinar .... Mig sundlar af örvilnun.
Jeg kreppi hnefana. Jeg hugsa: svo þú gast
fengið þetta af þjer! Og það að ástæðu-
lausu, þar sem þú héfur lálið blekkjast af
ytra útliti hlutanna .... Illgjörn kona hef-
ur bruggað þessi ráð, svo þú skyldir hata
vin þinn, og þú hefur látið ginnast í gildr-
una. .. . Skiljið þjer nú örvilnun mína,
eftirsjá og löiigun mína til að gleyma ....
Gleyma. Vinið er við höndina. Jeg drekk
íil þess að þurfa ekki að hugsa .... til þess
að sjá ekki framar þessar ofsjónir.....leg
hef drýgt mikinn glæp, Eddie, en öllu mínu
lífi er á glæ kastað, þa'ð er refsingin.
Roberts komst við af hinni einlægu sorg
vinar síns. Hann stóð upp og ætlaði að
þrýsta hönd hans og leitast við að lnigga
hann, en Nicholson hjelt ál'ram álútur og
yfirbugaður:
Þjer hafið altaf verið betri en jeg,
Eddie. Jú .... jú .... Bróðir minn liefði
ekki reynst mjer betur. Og jeg hef launað
yður með banatilræði .... Mjer hrýs hugur
við að hugsa um það........íá, þjer hefðuð
átt að láta mig drepast eins og hund uppi
í fjallinu. Þjer lögðuð lifið í hættu lil að
bjarga mjer óverðugum ofan af Kýrhausn-
um .... Rjettið mjer hönd yðar, vinur, í
siðasta sinn, eins og áður i varðhúsinu, og
látið mig svo halda leiðar minnar niður á
við og hressa mig á viskí öðru hvoru til að