Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1932, Síða 6

Fálkinn - 27.08.1932, Síða 6
Sunnudags hugleiðing. Faðir, ef mögulegt er, þá tak þennan kaleik frá mjer, þó ekki sem jeg vil, heldur sem þú vilt. Mark. 14. 36. Allir vitum vjer hvar og live- iiæfc þessi orð voru töiuð, og all- ir vita líka að þau voru töluð af Jesú sjálfum í Getsemane, þegar þ.ann var að ganga úl í dauðann. ’A því augnabliki, sem hann tal- ar þessi orð, þráir hann að losna við kvalir og dauða, þ. e. el' það sje mögulegt, ef það komi ekki í bága við eilífa ráðsályktun guðs, en svo bætir hann við þessum ó- gleymanlegu orðum: Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt. Hvörki lífsþráin nje kvalirnar og dauðinn sem hann sá við næstu fótmál, gátu raskað und- irgefni lians undir vilja föðurins, og því verður hann að líkindum aldrei eins mikill í augum vorum eins og þegar liann mælir þessi orð. Vitanlega al)ra helst vegna þess, að oss gengur svo tregt að hafa þau eftir þannig að hugur fvlgi máli; oss finst oft svo erf- itt að sætta oss við vilja guðs, oss finst hann einatl leggja fyrir oss þær þrautir, er oss sjeu um megn, eða heimta það af oss, er komi í bága við vel og vandlega lmgsaðar fyrirætlanir vorar, eða svifta oss þeirri gleði, er vjer hugðumst að njóta. Jafnvel þeg- ar bæn vor um lausn frá ein- hverju böli sýnist eiga fullan rjett á sjer, er ekki vist að guð vilji veita oss bana, því hans veg- ir eru oi'ar vorum vegum og hans hugsanir vorum bugsun- um. Þeir eru til, sem telja sjer það til gildis að setja sig uppá móti guði og vilja hans, sem þykjast mérin áð meiri fyrir þetta, en bver ert þú fávís maður, sem þannig bugsar, veistu ekki að líf þitt leikur í guðs hendi, hvað þá heldur áform þín og þau gæði, sem þú sækist eftir, veistu ekki að þú getur ekki neytt guð til neins, en að þú verður að hlíta vilja hans, ef ekki viljugur, þá nauðugur, og að sannarlegt manngildi þitt minkar að sama skapi sem þig skortir hina sönnu lilýðni. — Þó ekki sem jeg vil, heldur sem þú vilt. Hver sem gæti tekið sjer þessi orð í munn með hugar- fari Jesú, bann væri sæll að svo miklu leyti, sem talað verður um sælu í þessu lífi. Hversu dýr- mætt væri að eiga slíkt bugarfar í þessum vonbrigðanna heinri, já það er hin besta lækning á mæðu og börmungum lífsins. Ilin innri lækning, sem það veit- ir, binn sæli friður og rósemi, er það vekur, er allri ytri gleði æðri og sælli. Sá, sem getur tek- ið sjer áminst orð Jesú í munn, er liátt hafinn yfir vonbrigði og vandræði lífsins, hann e.r frjáls í fjötrum, glaður i raunum og áhyggjulaus um það, sem fram- Maximilian af Mexico. » Myndin <"/• tekin ú Miramarliöll 3. oklóber 1863 og sýnir sendinefnd l'rií Mexico vera að bjóða Maximilian keisaratign. Hinn (i. júli fyrir hundrað ár- um fæddist Ferdiriand Maximil- ian erkihertogi uf Austurriki. Hann var bróðir Franz Jóseps síðar keisara í Auslurríki og konungs Ungverja og það átti fyrir bonum að liggja að verða aðalpersónan í hinum fyrsta af þeim raunalegu atburðum er eltu Habsborgarættina síðuslu öld og jiessa og lauk með i'alli hennar í lok beimsstyrjaldarinnar. Maxilmilian var næslelsli bróðir Franz Jóseps. Hafði hann verið einkar fríður maður sínum og tígulegur á velli, mjög vel gáf- aður og virtist eiga mikla fram- lið fyrir höndum. Tuttugu. og f'imm ára gamall giftist hann Charlottu prinsessu af Belgíu og varð sama ár, 1857, landstjóri í Lombardíi, sem þá var undir yf- irráðum Auslurríkismanna. Árið 18(i:5 var honum boðin keisara- tign í Mexíkó al' kaþólska flokkn- um þar og gefin bin fegúrstu loforð el' hann tækisl þetta á bendur; Napoleon þriðji ýtti ó- spart undir hann að taka þessu sæmdarboði, og fóru svo leikar, að liann afrjeð að taka boðinu og hvarf vestur um baf. En lof- orðin öll reyndust brátt vera óá- reiðanleg. Maximilian fann þeg- ar vestur kom, að það var alls ekki við lambið að leika sjer þar sem óaldarlýðurinn í Mexíkó var. Maximilian bafði fullan hug á því, að friða þetta land og koma þar á reglubundnu stjórnarl'ari og vann ótrauðlega að þessu meðan bonum vanst tími til og áleit það skyldu sína að verða stjórnandi meira en að nalninu tii. tmdan er, af því bajm treystir miskunn og mætti guðs. Það er ósegjanlega margt mótdrægt og erfitt, sem vjer verðum að reyna og við mörgu af því er engin bót nenia sú ein að geta sagt með, hugarfari Jesú: ekki sem jeg vil, heldur sem þú vilt. Guð gefi oss öllum slíkt hugar- far í Jesú nafni. Amen. Keisarahjónin stíga ú land í Veracrilx í mui 1864. Maximilian keisari. Mgndin er tekin skömmn úðnr en hann tók við keis- aratign i Mexico. lil lengdar að liafa erlendan ber í lándinu lil þess að skerast í inn- anlandsinál þeirra. Enda stóð þelta ekki nema til 1867, að Na- póleon 111., sami maðurinn sem bafði lagt að Maxinrilian að fara vestur, kallaði l'ranska lieririn á burt úr Mexíco; liöfðu Banda- ríkjamenn |)á bólað honum öllu illu, ef herinn færi ekki burt úr landinu. Franski marskálkurinn, Bazainé dró lið sitt svo fljótt á lnirt, að keisaranum vanst oft ckki tími lil, að setja ber l'rá sjer í vígin, sem Frakkar höl'uð yfir- gefið og leiddi al' því að Juares, foringja uppreisriarmanna gafst lækifæri lil að laka vígin á sitl \ald alveg fyrirhafnarlaust. Hinn l'imta febrúar 1867 l'óru siðustu frönsku herdeildirnar á burt úr VeraCrux undir blaktandi fánum og glymjandi hljóðfæra- slætti, og nú sat Maximilian lceis- ari eftir með aðeins tíu þúsund herinanna, sem bæði voru óá- reiðanlegir, illa æfðir og illa út- búnir. Með þessum litla ber átti liann að verja básæti sitl fyrir Maximilian lók keisaratign i Miramarhöll við Adríahaf 10. apríl 1861. Fjórum dögunt síðar sleig hann á skipsfjöl skipsins ,,Novara“, sem átli að flytja Charlotla drotning í Mexico, dóttir Leopolds fyrsta Belgakonungs. liún fæddist 1 S'iO en dó ekki fgr en í juntiar 1927. liann og drotninguna veslur um baf. Konm þau til Veracrux i maí. í Mexíco var alt i uppnámi. Franskur her var í landinu og átti hann einkum að veila keis- aranum liðsinni og tryggja að keisaradæmið hjeldist í landinu, en vitanlega var óhugsandi, að Mexíco-búar ljetu sjer það lynda

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.