Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.09.1932, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ititstjórur: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. AÖalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Síini 2310. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðið keinur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auylýsinyaverð: '20 aura inillimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Æskan er að streyma að skólun- uin, úr sveitunum til kaupstaðanna og þá fyrst og fremst til Reykjavík- nr. Kemur hún nokkurntíma aftur? Valda skólarnir henni vistaskiftum fyrir fullt og alt? Þannig má spyrja á hverju hausti. Hverjir koma aftur og hverjir ekki. Þannig spyrja foreldrarnir. sem í sveitunum búa og leggja hart á sig lil þess að sjá börntim sínum jfyrir þessu hnossi, sem kallað er mentun. Og þau bíða milli vonar og ótta um afdrifin. Það er hætt við þvi, að margt af þeim ungmennum, sem sækja úr sveitunum til skólanna á haiistin, hafi eigi ráðist í förina l'yrst og fremst til þess að mentasl, heldur lil þess að flýja burt úr fásinninu. Bæjarlil'ið er í huga liess eins og draumur og fallegt æfintýri, sem heillar og lokkar. En öll æfintýri taka enda og eins þetta. Það verða nvargir fyrir vonbrigðum aí' bæjar- lífinu l'yr eða síðar, en þeir hinir sönni hafa þá strengt þess heit, að koma ekki heim al'tur l'yr en þeir hefðu mannast og orðið svo miklir að þeir gæti látið til sín taka er þeir hyrfu aftur. En þetta tekur þá stund- um alla æfina. Skólarnir eru nauðsynlegir, en því betri, sem skólinn er, því betur brýnir hann það fyrir nemendum sínum, að skólanámið er ekkert for- dildaratriði. Sá hjegómlegi misskiln- ingur verður að hverfá, að maður- inn sem mentast hefir sje of góður lil þess að stunda likamlega vinnu. En það ættu menn að hafa fyrir augum, að þeir geta notað skóla- námið til þess að ljetta sjer vinnu handanna. Mentunin á að e'fla hag- sýni við vinnuna og mentaði mað- urinn á að standa betur ’að vígi að stunda vinnuna en sá, sem enga rnentun hefir hlotið. Það ætti að vera hlutverk hinna æðri skóla, að koma þeirri skoðun 'inn hjá nemendunum, að nám þeirra verður ekki til ónýtis, þó að þeir að loknu stúdentsprófi leggi háskólanám á hilluna og hverfi að búskap eða þvílíku. Landið vantar mentaða bændur, sem hafa fengið víðan sjóndeildarhring og geta orð- ið sómi stjettar sinnar, en það hef- ir nóg af mönnunr með embættis- meutun, sem sumir hverjir verða að biða hálfa æfina eftir embætli —'og cru máske orðnir ónýtir til að gegna því þá loksins að þeir fá það. Karlinn f kassanum. Leikfjelay Keykjavíkur tók upp þá nýlundu i vor, ad' sýna leikrit víðs- veyar hjer í nœrsveitunum sunnan- lands. Leikritið sem fjelayið sýndi var hinn yóðkunni yamanleikur „Karlinn í kassanum“ — einhver mesti hlátursleikur, sem hjer hefir verið sýndur — oy er nú búið að sýna leikinn samtals 27 sinnum, þar af l.í sinnum i vor hjer í bænum. Iljer að ofan birtist mynd af leikend- nnum. Lenysl til vinstri: Hallyrím- nr Helyason, frú Maynea Siyurðsson, Rrynjólfur Jóhannesson fararstjóri, Gestur Pálsson, frú Marta Kalman, Har. Á. Siyurðssori, frk. Arndís Björnsdóttir, Valur Gíslason,lndriði Waaye leikstjóri, frk. Emilía Ind- riðadóttir, Gunnar Möller, Alfred Andrjesson. Leikfjelagið gefur nú bæjarbúum oy nærsveitarmönnum kost á að sjá ..Karlinn“ aftur á moryun oy um nœstn helyar. Verður leikurinn sýnd- ur aðeins fáum sinnum, þvi vœntan- leya byrja sýningar á nýju leikriti innan skamms. Róðrarkongar íslands. A myndinni sjást ræðararnir sem iinnu róðrarhornið s. 1. ár, og i sum- ar 4. þ. m. en ]>eir erú: Axel Gríms- son, Óskar Pjetursson, Guðmundur Þorsteinsson og Sigurgeir Albertsson (forræðari). A róðrarmóti „Ár- manns" 12. ág'úst siðastl. unnu sömu menn svokallaðan Malmbergsbikar (sem hjer sjesl á myndinni'), og settu þá nýtt ísl. met á þessu skeiði (sem er 2000 stikur) á 7 mín. 33 sek. í miðjunni sjest stýrimaðurinn, Hall. Jóhann Pjetur Guðmundsson trjesmiður, Vatnsstíg 10, verður 60 ára 26. þ. m. Pálína Sigurðardóttir, Freyjug. 10 A, verður 70 ára 25 þ. m. Sigtryggur Guðlaugsson presthr á Núpi verður sjötugur 27. þ. m. Guðni Jónsson bóndi í Skarði á Landi, verður 70 ára 25. þ. m. Sigurður Guðmundsson danskennari varð fertugur 31. f. m. Hefir hann haldið uppi danskenslu síðastliðin 15 ár. ár og kent 10—12 .þúsund fullorðinna og um 800 börn- um. Sigurður er vel að sjer í dans- listinni og fylgisl með öllum breyt- ingum, m. a. tók hann þátt í nám- skeiði í sumar hjá enska danskenn- aranum Josephine Bradley, sem á- samt manni sínum Wellesley-Smith er lalin besti lískudansarinn sem uppi hefir verið siðustu tíu ár. Dans- skóli Sigurðar hefst á ný núna um mánaðarmótin og verða þau aðal- kennarar hann og frú Ásta Norð- mann. Gleraugu ættuö |jjer eingíingu aó kaupa lijá sjerfræöingnuni. A Luugaoeg 2 táiö jjjer bestu gleraugun slípuó eftir nákvæma runnsókn. baö fer diinma, komið jjessvegna sem fyrst á Laugaveg 2 til Vruun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.