Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1932, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.09.1932, Blaðsíða 14
F A L K I N N c Sjftlfvirikf þvro,H‘ae,fnS T/\ Heiðruðu Húsmæður! Fyrst að ekki l'inst betra «g ómengaðra þvotta- el'ni en FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK er eins gott og það er drjúgt — og þegar þjer vitið, að FLIK-FLAIv getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálfsagt að þjer þvoið aðeins með FLIK-FLAK. FLIK-FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottinn; það uppleysir öll óhrein- indi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótt- hreinsandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silkisokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. k „Agætt“, sagði Molly ánægð. „Jeg skal gera hið sama. Jeg er viss um að Pjetur seg- ir mjer frá því ef grípa á til einhverra ör- þrifaráða, þrótt fvrir það þó da Freitas hafi hannað honum það“. Hann laut að henni og kvsti hana á kinnina i kveðjuskyni. Pegar Tony kom heim hringdi liann eftir Spalding, og spurði eftir Guy og Isabellu. „Þau fóru heim til mín“, svaraði Spalding. „Ungfrú Francis vildi komast heim fyrir litla skattinn, og lierra Oliver bað mig að segja yður, að hann og Bugg fylgdu henni og mundu þau koma aftur um kl. eitt“. „Þjer munuð hafa frjett af skemtuninni heima lijá yður í gær?“ spurði Tony. Spalding hneigði höfuðið samþykkjandi. „Konan mín sagði mjer frá því sir AntonyY sagði hann. „Frú Spalding var ágæt“, sagði Tony. „Hún hræðist víst ekkert milli himins og jarðar: „Nákvæmlega samkvæmt minni reynslu, sir Antonv“, svaraði Spalding. Tony hallaði sjer út af í dúkstól á gras- balanum, og fór að lesa íþróttafrjettir í hlaði nokkru. Skömmu seinna kom Spalding, og har nafnspjald á silfurbakka. „Hjer eru tveir herramenn komnir, og beiðast þess að fá að tala við húsbóndann". Tony barði öskuna úr pípu sinni. „Hvað heita þeir, Spalding?“ Þjónninn leit á nafnspjöldin. „Þetta eru tveir útlendingar sir Antonv: da Freitas og <ie Sé greifi. XIII. Nú varð stutt þögn og Tony hreinsaði píp- una sina vandlega og stakk henni í vasa sinn. „Já, já!“ sagði hann. „Hvað hafið þjer gert við þá, Spalding?“ „Jeg vísaði þeim inn í bókasafnið, sir An- lony“. Tony stóð upp og togaði vestið niður. „Lít jeg sæmilega út Spalding? Jeg verð að vera þokkalcga búinn þegar jeg tek á móti svona tignum gestum“. Spalding aðgætti hann nákvæmlega, bæði hátt og lágt, og burstaði duftkorn af ermi hans. „Nú er húsbóndinn óaðfinnanlegur“, sagði hann. Tony gekk inn i húsið. Da Freitas markgreifi og de Sé greifi stóðu á arinábreiðunni i bókasafninu. Voru þeir báðir mjög vel búnir. „Góðan d.aginn“, sagði Tony. „Það var mjög vingjarnlegt af vður markgreifi að líta inn til mín“. Da Freitas tók í útrjetta hendi hans, og snjeri sjer síðan að fjelaga sínum. „Leyfist mjer sir Antony að kynna fyrir yður de Sé greifa“. Tony tók i hönd greifans, sem virtist mjög órólegur og líða hálf illa, en da Freitas leit aftur á móti út fyrir að vera í besta skapi. „Það gleður mig að kynnast yður“, sagði Tony. „Annars finst mjer að jeg hafi sjeð vður áður“. „Alveg rjett“, tók da Freitas fram i, áður en hinn gæti svarað. „Þjer kyntust greifanum i fyrradag í Rich- mond garðinum, og það er að nokkru leyti þessvegna að við erum hjer staddir“. Það var svo að sjá á Tony að þetta væri honum þægileg endurminning. Hann sneri sjer að fjárhaldsmanni Isabellu. „En hvað jeg var klaufalegur. Jeg' vona að þjer hafið ekki meitt vður þegar þjer duttuð af vagninum?“ Greifinn rjetti úr sjer. „Það mátti kallast kraftaverk að jeg beið ekki bana“, svaraði hann fremur þurlega. Tony kinkaði kolli með meðaumkunarsvip. „Já“, sagði hann. Leirinn þarna er hættuleg- ur. Hann hax-ðnar svo í hitanum“. Greifinn roðnaði ofurlítið, en aftur tók da Freitas fram í með ísmeygilegum mál- rómi. „Mjer er nær að halda“, sagði hann, „að við höfum allir orðið fyrir dálitlum mis- skilningi. Jeg efast ekki um að honum verði rutt úr vegi er við höfum sagt sir Antony málavexti“. „Vafalaust“, sagði Tony. „En má jeg ekki bjóða vður sæti og vindil?" Hann rjetti þeim vindlakassa, og da Freitas fjekk sjer vindil, og e;tir augnabliks umhugsun fór greifinn að dæmi hans. Da Freitas hafði tekið sjer sæti í djúpum leðurklæddum hægindastól úti í horni. Hann lottaði vindilinn með áfergju og púaði stór- um reykjarstrokum út í loftið frá þykkum vörunum. „Jeg býst við því, að yður sje kunnugt um liver unga stúlkan er, sem þjer af góðmensku yðar hafið haft undir umsjá i nokkurn tíma?“. „Auðvitað“, sagði Tony. „Þegar jeg eign- ast nýja kunningja, þá er jeg æfinlega mjög aðgætinn um uppruna þeirra“. Markgreifinn leit á hann rannsakandi, en Tony var að sjá hinn alvai'legasti. „Eins og yður mun skiljast hjelt da Freitas áfram, „var það okkur mikill ljettir að vita að þessi heimskulegi flótti hennar hafði ekki alvarlegri afleiðingar“. Hann tók sjer málhvíld. „Okkur mundi þykja mjög svo fróðlegt að fræðastt um það, hvar, og á hvern hátt þjer hafið komist í kvnni við hana“. Kunningi okkar beggja kynti okkur i Long Acre“. Markgreifinn lvfti brúnum: „Jeg hafði enga hugmynd um að hún ætti kunningja í London. Það var ein al' ástæðunum til þess að við vorum svo hræddir um hana“. Hann þagnaði aftur til þess að gefa Tony tæki- færi til þess að segja nánar frá kynningu þeirra Isabellu og lians. En hann varð fyrir vonbrigðum. „Jeg get vel ímyndað mjer“, sagði liann og Idó meinleysislega, „að að hinn kæri, en dá- lítið einfeldningslegi, skjólstæðingur okkar hafi útmálað fyrir yður með sterkum litum hversu hræðilegt það er að vera af tignum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.