Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1932, Síða 6

Fálkinn - 01.10.1932, Síða 6
G F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Trú. Eftir 01/, Ricat'd. J’öni. 10: 17. Svo keinúr þá trúin af boð- uninni, en boðunin bygíí- ist á orði Krists. Allir gela Irúað. Til annara iðkana þarf sjerstaka liæfileika og atgjörvi. Að yrkja, syngja, spila, iðka bóknám, til hvers unv sig þarf sjerstakar gáfur. En jafnvel hinn grunnhygnasti gelur Iráað. 'I'rúin hefir sitl eigið líffæri. Yið sjáum með augunum, hevr- um með eyrunum, vinnum með höndunum, tyggjum með tönn- unum, en trúum með hjart- anu. Trúin er samhand hjartans við Jesúm Krist. Hún er ekki innifalin í sjerstaklegum liugs- unum eða ályktunum, nje held- ur i því að viðurkenna rjettmæti þess er í Biblíunni stendur. En að fulltreysta Guði, vænta sjer alls góðs af honum, lifa og hrær- asl í hans kærleika, það er aö Irúa. Sú trú frelsar manninn og gjörhreytir honum. Hvernig „kemur þá trúin?“ „Af boðuninni". Sumir hafa undarlega tröllatrú á því, að einhverntíma muni þeir áreið anlega verða trúaðir, en vilja ekkert til þess vinna. Þeir halda að það komi af sjálfu sjer. En þeir draga sjálfa sig á tálar. Nei, það er skylda mannsins, að leggja rækt við trúarhæfileika sína, eins og hvert annað at- gjörvi. Hjer á jörð fæst ekkert fyrirhafnarlaust. Árvakur æsku- lýður lætur sig ekki vanta þar sem sanna boðun orðsins er aö lieyra. Og árangúrinn er viss. Því að ]iar sem Guðs orð er rækilega hoðað, þar hlustar maður aldrei árángurslaust. Guðdómlegt vald orðsins hreinsar og skerpir heyrnina fyrir raust Frelsarans, og fagnandi tekur trúin á móti þvi, sem hún þráir. Á. Jóh. (Ur hugleiSingasafninu ,Tag oglæs'). Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti. Ef einliver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann, er hann á að ganga. Sjálfur mun hann húa við ham- ingju og niðjar hans eignast landið. Varðveit sál mína og frelsa mig, þvi að hjá þjer leila jeg hælis. Sálm. 25. Myndin hjer að ofan ber þess vitni, að hinar nýjustu og stærstu flugvjelar sjeu ekki nein smásmiði. Hún er tekin í vjelarúmi einnar flug- vjelarinnar og sýnir, að meðan á fluginu stendur er hægt að lita eftir vjelinni og laga það sem aflaga fer, þó vjelin sje í gangi, alveg eins og á vjelum í skipum. Er vitanlega mik- ið öryggi í þessu, því að i litlum flug- vjelum er næstum ómögulegt að gera við hreyfilinn þegar vjelin er á ferð, jafnvel þó að ekki sje nema um litla aðgerð að ræða. Þýskir brúðkaupssiðir. Þýskaland er mörg ríki og í hverju rik.i halda menn fast við forna siði, eins og til þess að mótmæla þvi, að allir þeir sem Þjóðverjar kallast, sjeu ein þjó.ð. Þetta kemur m. a. fram i brúðkaupssiðunum, sem eru Það er ekki óvenjulegt, að hjú- skaparmiðlarinn fái svona tilmæli: Mjer liggur á 500 mörkum. Getur þú útvegað mjer kdnu? Og fyr eða seinna tekst miðlaranum að útvega konuna, ef til vill vel stæða ekkju, mjög mismunandi, eftir því hvar maður er staddur innan endimarka þýska alríkisins, enda þótl að hjú- skaparlöggjöfin sje að kalla ein. Samkvæmt gömlum hugsunar- hætli er hjónabandið einskonar loka athöfn ástalifs, sem stundum er farsælt en stundum raunalegt. En þó má bæta því við, að hjónabandið er, ekki síst til sveita, en þann dagií dag talin kaupsýsla eigi siður en af- leiðing ásla milli karls og konu. Ef bóndinn vitl láta elsta son sinn taka við jörðinni, þegar hans nýtur ekki framar við, er það fyrst af öllu að hugsa um, að hann eignist dug- lega búkonu, sem helst á að vera talsvert loðin um lófana. Og slund- um eru það foreldrarnir sem sjá fyrir þessu, og velja konuna handa syninum. Kvenfólkið í ættinni vill líka hafa hönd í bagga um kvonfangið. Og úr þeirra hópi er oft kjörin fulltrúi til þess að velja piltinum stúlku og á honum hvílir að sjá um, að liún sje nægilega fjáð. en aldur, útlit eða lyndisfar hefir minna að segja. Fyrst er þá skoðuð jörðin, áhöfnin og mannvirki. Þyki þetta að óskum er farið að semja um heimanmundinn og er þá deilt og prúttað, eins og júðar ættust við. Náist samkomulag um þetta kemur þriðji þáttur undirbúningsins undir hjónabandið og nú fer brúðguminn sjálfur á stúfana og gerir sjer ferð heim til hinnar útvöldu og greiðir svokallaða „Dran-Geld“ en að því búnu ber brúðirin honum fram svo- nefndan „Já-verð“; egg, mjólk, mjöl og smjör. Nú kemur klerkurinn tit sögunnar og brýnir fyrir hjónaefnunum skyld- ur þær, sem fylgi hjónabandinu og næst fara fram lagalegir samningar um jörðina og samkvæmt þeim eru hjónaefnin bæði jafn rjettháir eig- endur jarðarinnar. — Nokkrum dög- um fyrir brúðkaupið flytur svo- nefndur „Kammervagn“ brúðina heim á hið nýja heimili sitt. Þessi vagn er stór og á honum stendur tjaldað rúm en i kring alt sem brúð- urin flytur með sjer i búið; þar á meðal bæði vagga og rokkur. Oftast nær ekur brúðurinn sjálf í vagni þessum, en stundum ekur brúðgum- inn hana með sjer i öðrum vagni. Oft er trjesmiðurinn i þorpinu lát- inn aka með, og er þetta talinn góðs viti. Og stundum eru brúðarmeyjar með i förinni og eru þá hestarnir fyrir vagninum skreyttir og vel kemdir. Þegar svona leiðangur ler um bygðina vekur hann mikla athygli. „Kammervagninn" þykir ómissandi i hverri brúðarför á Suður-Þýska- landi, þar sem þessir siðir eru rík- astir í alþýðu. Mikit alúð er lögð við að vanda sem best til útlits brúðurinnar morg- uninn, sem hún á að gifta sig. Syst- ui' hennar og vinkonur leggjast á eitt um að gera hana sem fallegasta. Og brúðarfötin eru henni eins og helgidómur, sem hún geymir til æfi- toka. Svo kemur förin til kirkjunnar. Brúðkaupsförin er gerð eins hátið- leg og unt er, og um frám alt má góðan hljóðl'æraslátt ekki vanta. Á myndinni, sem hjer fylgir, sjest „Kammervagninn" með hjónarúm- inu og tjaldhimni yfir, á leið til hins nýja heimilis brúðurinnar. Kristnr vort líf. Prjedikanir eftir dr. Jón biskup Helgason, með ofangreindu heiti, eru um það bil að koma á bóka- markaðinn. í bók þessari, sem er á sjöunda hundrað blaðsíður að stærð, eru prjedikanir fyrir alla sunnu- og helgidaga ársins, samtals 66. Aðeins sex þeirra hafa áður komið út á prenti (þó styttar nokkuð), en allar fluttar í kirkju áður, að undantek- inni skírdagsprjedikuninni, sem hef- ir verið frumsamin fyrir þessa bók. ltæðurnar hafa verð flutlar nálega allar í Dómkirkjunni i Reykjavík á þeim árum, sem biskupinn — er þá var kennari við prestaskólann hjer í Reykjavik —- hjelt uppi síðdegis- guðsþjónustum. Margir sakna þess mjög, hve sjaldgæft það er orðið að hlýða á þennan ágæta prjedikara af slól nú orðið, og verður þeim það eflaust kærkomið, að fá prentað prjedikanasafn hans frá fyrri árum. - Útgefandi bókarinnar er Bjarni .1. Jóhannesson, prentari. Hcfir hann sett bókina alla sjálfur og ber frá- gangur hennar vitni um, að hann hefir viljað vanda sem best til henn- ar, enda mun það hafa verið áhug- inn fyrir þvi, að koma út postillu eftir dr. Jón biskup, sem hefir knúð • hann til verksins fyrst og fremst. En sú mun verða reyndin, að þegar bókin er komin út, verði þeir margir, sem vilja geyma hjá sjer þá fjársjóðu góðrar og lifandi kristilegrar kenningar, sem hún hef- ir að geyma, og mun bókin verða kærkomin á heimili þeirra. í formála bókarinnar segir höf- undurinn: „Prjedikunársafni því, sem hjer kemur fyrir almennings- sjónir hefi jeg valið titilinn „Kristur er vort líf“ með hliðsjón á því, að jeg hefi viljað láta það vera megin- tilgang bókarinnar að benda á Jes- úm Iírist og samband vort við hann sem líl mannanna, hið sanna líf eina lifið. ..." Þarf ekki að efa það, að öllum þeim, sem þrá lifandi kristindóm verður bók þessi kærkominn gesl- ur. er viðlesnasta blaöifi er besta heimllisblaöiö O ‘^O o O ■Hh.' O ■'• í.- O •Hi... oo .«11... o •Hu- •■•%.■• i □ rekkiö Egils-öi j 0 •'la*.• •mO>- • • -V • •.«%. • «iuí' • •««* •

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.