Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1932, Blaðsíða 1

Fálkinn - 12.11.1932, Blaðsíða 1
16 sfðnr 40 anra r HAUST I HYDE PARK. Hyde Park er frægasti skemtigarðurinn í London og um 160 hektarar að stœrð. Hann er skemtistaður borgarbúa og einn frægasti samkomustaðurinn, því að þar eru haldnir allskonar fundir undir berum himni, sem ekki rúmast í samkomusöl- um borgarinnar, ekki síst almennir stjórnmúlafundir og kröfusamlcomur. Þar halda líka gms sjertrúarfjelög samkomur sín- ar, að kalla má allan ársins hring. Garðurinn er allur sundurskorinn af akbrautum og gangstígum, þar eru samkomu og ueit- ingahús, hljómskálar og í miðjum garðinum vatn, sem gert var af manna höndum á árunum 1730—33 fgrir tilstilli Karolinu drotningar. Er þar nú baðstaður og bátar meðfram vatninu til skemtiróðra. Rotten Row heitir ,breiðasti vegurinn í garðin- um; er hann sandborinn og ætlaður hestaeigendum til þess að liðka þar gæðinga sína við og við, og líka eru þar hestar til leigu handa þeim, sem vilja iðka reiðlistina. Er oft margt um manninn á Rotten Row á sunnudagsmorgnum og ekki allir riddararnir jafn höfðinglegir í sessi. Mgndin hjer að ofan er tekin á Rotter Row nð haustlagi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.