Fálkinn - 12.11.1932, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDÚM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sínii 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
BlaSið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverö er kr. 1.70 á mánuöi;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Augiýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Pað er dýr ósiður að ráðast i
])að starf, sem maður ekki kann.
l>ví að þegar það er gert inissisl
öll sú reynsla, sem fengin er áð-
ur, hinn kunnáttulausi hyrjar við
erfiðari ástæður en þörf er á og
hlýtur þvi að verða undir i sam-
kepninni við hina sem kunna.
En samt sem áður gera allra
greindustu menn þetta. Þau eru
ekki fá, atvinnuskipbrotin, sem
hlotist hafa af ónógri kunnáttu.
Algengasta grein vankunnáttunnar
er sú, menn fylgjast ekki með tím-
anum. Það sein fyrir mannsaldri
þótti kúnnátta er orðin vankunn-
átta i dag, vegna þess að reynsl-
an hefir sífell verið að leiða í Ijós
ný og ný sannindi á þessu tima-
hili. Bóndi, sem liefir alist upp á
l'yrirmyndar heimili föður síns, sem
var góður búmaður, stensl ekki í
baráttunni ef hann bætir engu við
sig af þekkingu. Þó að heimilið
hafi verið góður skóli þá reynisl
honum það ekki nægur skóli. Hin-
ir, sem liafa lært það nýja, fara
fram úr honum og hann fer aftur
úr öðrum þó hann hafi haldið l'iið-
urleifðinni i horfinu.
A siðlistu árum gera þjóðirn-
ar mikið að þyi að halda uppi til-
raunastöðvum til þess að teiða í
Ijós aðferðirnar til þess að fá það
besta fáanlega. Þessar stöðvar eru
I. d. hvað landbúnað snertir ekki
algildar, þvi að skilyrðin eru svo
margvísleg. Landbúnaðartilraunirn-
ar verða að gerast í því landi sem
á að njóta þeirra. Og þessar til-
raunastöðvar þykja borga sig marg-
faldtega. Hjer á íslandi hafa slíkar
tilraunir fyrir landbúnaðinn færst
i vöxt á síðustu árum og hópur
dugandi manna vinnur að því að
útbreiða þekkingu meðat þjóðar-
innar. En það eru svo margir sem
þykjast vita betur. Þeir’vilja ekki
trúa þvi sem þeim er sagl - ekki
reyna það.
Hvernig stendur I. d. á því, að
íslendingar framleiða fæstir kart-
öflur, sem eru sambærilegar við út-
lendar. Er það ekki vegna þess, að
þeir kunna ekki einu sinni að setja
þær niður eins og vera ber, hvað
þá að þeir hafi aflað sjer reynslu um
iivaða jarðvegur hæli best, hvaða
áburður — og þvi siður að þeir
liafi reynt mismunandi tegundir.
Þeir hafa haft þetta svona og svona
og ætla sjer að hafa það eins fram-
vegis. Hvaða vit hafa margir af
þeim sem hafa hænsni á að hirða
þau — svo að bent sje á smávægi-
legt atriði.
Leikfjelagið hefir nýlega tekið til
sýningar frægt leikrit eftir Bayard
Viller: Rjettvisin gegn Mary Dugan.
Gerist leikurinn altur fyrir rjetli
og sýnir rannsóknir morðmáls'eins
og cr árás á rjettarfarið í Banda-
ríkjunum, sem ýmsir telja liarla bág-
borið. Sýning leiksins hjer hefir að
allra dómi tekist ágætlega og leik-
urinn verið vel sóttur þrátt fyrir
kreppu og vandrœði. Enda er leik-
urinn mjög ,,spennandi“ og svip-
ar að sumu leyti til leynilögreglu-
sögu, þó að hann hafi jafnframt er-
indi til allra. Hlutverkin eru mörg,
/n. a. fjöldi málfœrslumanna. Konan
sem fyrir sökinni er höfð (um að
hafa myrt elskhuga sinn) — Mary
Dugan er leikin af Arndísi Björns-
dóitur, en dpinbera ákœrandann,
mr. Galwey, leikur Brynjólfur Jó-
hannesson. Eru stöku myndirnar af
þeim í þessum hlutverkum. Á sam-
seffu myndinni sjást að ofan (frá
vinstri) Valur Gislason, sem leikur
verjanda ákærðu stúlkunnar, Alfred
Andrjesson í klæðskerahlutverki og
frii Marta Kalman sem vinnukona,
en að neðan ungfrú Emilía Borg,
sem ekkja hins myrta. — Indriði
Waage annaðist leikstjórnina og
leikur jafnframt ungan lögfræð;ng.
Erling Ólafsson söngvari heldur
söngskemtun i Nýja Bió næstkom-
andi þriðjudag. Er hann kunnur
um alt land fyrir söng sinn, með
því að bæði hefir hann haldið söng-
skemtanir viðsvegar um land og
sungið margsinnis i útvarpi. Er
hann aðeins tvitugur. Á skemtun-
inni ætlar hann að syngja íslensk
lög og ýms vinsæl lög erlend.
Gísli Slefánsson, Hverfisgöln 37 Halldóra ÁmUndadóttir á Efra-
verður áttræður 16. nóv. Apavatni verður ádtræð Vt. nóv.
Árni Bjarnason fyr bóndi á Vogi á Mýrnm og Rannveig Sigr.
Helgadóttir eiga gullbrúðkaup 16. jj. m. Þuu eiga heima nú
á fírávaUargöiu S.