Fálkinn - 12.11.1932, Blaðsíða 2
F Á L K I N N
9
------ GAMLA BÍÓ ---------
Spámaðnrinn
Kvikmyndagamanleikur og tal-
mynd í 8 þáttum leikin af 1.
flokks þýskum leikurum.
Aðalhlutverk leika:
JOHANNES RIEMANN
ERNST VEREBES
TRUDE BERLINER
PAUL HÖRBIGER.
Myndin verður sýnd bráðlega.
EfilLS
PILSNER
BJÓR
MALTÖL
HVÍTÖL.
SIRIUS
GOSDRYKKIR,
9 tegundir.
SÓDAVATN
SAFT
LÍKÖRAR, 5 teg.
Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘
tryggja gæðin.
H.I. Ölgerðin
Egill Skallagrímsson
Sími 390 og 1303.
Reykjavík.
Hvað vantar yður?
Hvar fæst það ?
Sannarlega i Haraldarbúð, því þarer nokkuð margt
til núna. Fallegar og ódýrar vörur í öilum deildum.
SPILABORÐ
odýrust og vönduðust.
Húsgagnaverslun
Kristjáns Siggeirssonar
Laugaveg 18.
mmmmmmmmi
------ NÝJABÍÓ -------------
„Jeg verð hjá hjer“-
Stórskemtilegur söngleikur tek-
inn af þýskum leikurum, en
með dönskum tal og söngtexta,
teknum af Nordisk Tonfilm.
Aðalhlutverkin leika:
JENNY JUGO og
HERMAN THIEMIG.
Þessi afbragðsmynd verður
sýnd um helgina.
■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■*■■■■■■■■■>■•■■■■■■■
! Vetrarfrakkar,
i
■
■
■
9
■
! Herra-hanskar
■
■
■ . .
fallegt og gott úrval í
s
s
■
■
■
■
■
■
jSOFFfUBÚÐ
Hljóm- og talmyndir.
Magnús Helgason fyrv. skóla-
stjóri verður 75 ára í dag.
„JEG VERÍ) Þetta er þýsk tal-
HJÁ ÞJER —“ og söngmynd með
------------:— ýmsum vinsælustu
óperettuleikurum Þjóðverja, til dæm
si Jenny Jugo og Herman Thiemig,
sem ýmsir muna úr einni skemtiieg-
ustu þýsku kvikmyndinni, sem lijer
hefir verið sýnd. En þá nýbreytni
hefir þessi mynd að færa, að við
eintökin, sem áttu að sýnast á norð-
urlöndum voru gerðir taltextar á
dönsku og er sú myndin, sem Nýja
Bíó hefir fengið og sýnir á næst-
unni, með einum þessara texta.
Efnið í þessari mynd er ekki
þungmell i'rekar en í flestum þýsk-
um óperettum, en þeim mun betur
með það farið. Segir það frá ungri
stúlku, sern á að giftast amerikönsk-
um auðmanni til þess að bjarga
föður sínum frá fjárhruni. Hún flýr
lil Berlín og hittir í brautarlestinni
ungan marin, sem Herman Thimig
leikur. í lestinni er handtösku
hennar stolið frá henni og hún grun
ar Thimig um þjófnáðinn, eigi sist
er hún sjer, að taska — mjög á-
þekk hennar er falin bak við hann
i sætinu hans i klefanum; ætlar hún
að reyna að ná henni en mistekst
það. Maðurinn vaknar, þetta er
taskan hans og hann grunar hana
um að hafa ætlað að stela henni og
ætlar að ofurselja hana lögreglunni.
Og ekki batnar þegar til Berlín
kemur, því að faðir hennar hefir
falið iögreglunni að taka hana hvar
sem liún finnist og skila henni heim.
Stúlkan Vlll ekki finnast fyrir hvern
mun, til þess að þurfa ekki að gift-
ast Ameríkumanninum, sem er á
förum heim, og loks lofar Thiem-
ig henni, að framselja hana ekki
fyr en skipið sje farið, sem Amer-
íkumaðurin l'er með. Hann hefir
hana með sjer heim til sín — sem
fanga — en sú fangelsisvist verður
með ýmsum ótrúlegum atburðum,
sem ekki er vert að rekja hjer. En
ekki vantar að þeir veki hlátur
þeirra sem hlusta og horfa á mynd-
ina.
SPÁMAÐURINN. Þessi skemtilega
-----——------- söngmynd er tek-
in af Aafa Film undir stjórn Eugén
Thiele en söngurinn er eftir Leo
Leux. Aðalpersónurnar eru Hans
Agerty málfærslumaður (Hans Rie-
man), Anton Hederlein fulltrúi
hans, Gerda dóttir Heberlein og
vinkona hennar (Trude Berliner).
Lögfræðingurinn hefir ekkert að
gera og liggur við gjaldþrofi. Þá
vill svo til, að Iieberlein fulltrúi
finnur í gömlum málskjölum sem
hann hefir keypt til þess að „punta
upp“ hillurnar á skrifstofunni, svo
að þær sjeu ekki alveg tómar, vörn
fyrir mann, sem hafði þótst geta
sagl fyrir óorðna hluti. Og nú tek-
ur hann til bragðs að setja sig nið-
ur sem spáiuann og nefnist „pró-
fessor Calvari, spámaður og stjörnu-
spekingur" og auglýsir sig í einu
stórblaðinu. Safnast brátt að honum
fólk, sem vill vita fyrir framtið
sína og hann spáir þvi öllu gulli
og grænum skógum, ef það snúi
sjer til Agerty málfærslumanns og
fái ráð hjá honum. Og nú verður
nóg að gera á málfærslu skrifstof-
unni/ Agerty rakar saman fje.
En vitanlega er ekki alt fengið
með penihgunum. Og þessvegna
koma ástamálin líka til sögunnar
— hvernig ætti annað að vera í
svona mynd? Þau verða hjón Ager-
ty og Gerda dóttir „spámannsins‘“
og alt endar i gleði og gæfu.
Auk þeirra sem nefndir hafa ver-
ið leika þarna- ýmsir góðkunnir
þýskir leikendur, sem íslenskir kvik-
myndavinir hafa mikið dálæti á.
Má þar nefna Ernst Verebes, sem
leikur frænda Gerdu og Paul Kör-
biger.
Mynd þessi verður sýnd í Gamla
Bíó irinan skamms.
Skrifið til
Gieraugnabúðarinnar
Laugaveg 2, Reykjavík,
hún sendir um alt lund gegn póstkröfu:
Metalfix-lfinið kr. 2.10 stk. Globusmen-
rakblöð 3.50. 1. ílokks slípivjel 10.50.
Egta gulllindarpenna aðeins 7.50