Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1933, Qupperneq 5

Fálkinn - 18.02.1933, Qupperneq 5
F Á L K I -N'N 5 sjeð — liljótið að hafa skilið — að jeg elska yður. Jeg get ekki farið úr borginni um óá- kveðinn tíma án þess að vita hver örlög' bíða mín. Jeg mundi verða í sífeldri kvöl, hverja einustu stund. Jeg elska yður meira en alt í lífinu. Viljið þjer verða konan mín, Lára, þegar jeg kem aftur — viljið þjer það? Hún sat þögul um stund — ein dýrmæta mínútan farin enn — og svo sagði hún: - Sam, hvernig dettur yður i hug að segja þetta við mig, giftur maðurinn? Andlitið á Hadiey varð alt að einum furðusvip. Lára? —eruð þjer geng- in af göflunum? Hver veit nema jeg sje sú sem vitið hefir meira, okkar tveggja, því að þjer eruð gift- ur, Sam, — og þjer vitið það ekki. — En, — heyrið þjer — góða • « « •' Þjer eruð giftur skrif- stofunni yðar, Sam, sagði hún og starði i augun á lionum, og lijónaband yðar er það heit- strengdasta og tryggasta sem jeg þekki. Ekkert annað band -hvorki maður nje kona — getur kept við það. Sumum mönnum getur þótt ákaflega vænt um konuna sína, en und- ir eins og skrifstofan hans kall- ar á hann þá fórnar hann fús lega öllu á altari hennar. Hadley svaraði, og það var auðheyrt að honum þótti: - Lára! Jég er viss um að þjer meinið þetta ekki. Þjer haldið þó ekki — i alvöru — að jeg mundi taka skrifstofuna mína fram fyrir yður eða láta yður liggja í láginni hennar vegna? Ástæðan til þess að jeg vií græða þessa miljón er að- eins sú, að mig langar til að gefa yður peningana. Það var eitthvað skrítið í brosinu á henni þegar hún svar- aði: Þetta er einstaklega fal- lega sagt og þjer haldið víst sjálfur að það sje satt. Karl- mönnunum er altaf svo ein- staklega lagið að finna þær röksemdir, sem þeir hafa þörf fyrir þá stundina — og segja þær með svoddan sannleiks- blæ. En í þetta skifti sjest of vel gegnum vefinn — jeg þekki yður of vel, kæri Sam. Jeg veit upp á hár til hvers þjer viljið græða þessa miljón. Ekki til þess að leggja hana fyrir fætur mjer sem konunglega gjöf alls ekki, þó að þjer haldið það kanske sjálfur. Raunverulega ástæðan til þess að þjer verðið að græða þessa miljón er sú, að kaupsýslugáfa yðar æsir yður L;pp í að græða sífelt meira og meira, þó að þjer eigið þegar miklu meira fje, en þjer þurfið nokkurntíma á að halda. Yður er varið eins og veiðimannin- um, sem heldur áfram að drepa dýrin meðan þau eru í færi, þó að liann hafi drepið miklu meira en hann getur gert sjer vou um að geta borið heim. í sama bili varð Hadley litið á klukkuna og það kom fát á hann. Hún var þegar- orðin 16 mínútur yfir tvö! — Augu þeirra mættust, og hann sá að liún var eggjandi og ertnisleg. Hann varð sár yfir þessu þvi að hann grunaði, að það væri ekki eins auðvelt að ráða við hana eins og verkefnin, sem hann að jafnaði hafði með höndum. Annars hafði það ávált ver- ið svo, að þegar hann ságði við einhvern: Jeg hefi eitt kor- tjer til að tala um þetta, þá varð það gert á þeim tíma. „Time is money“ stóð með stór- um stöfum yfir skrifborðiuu lians — og „Time is money“ stóð með enn stærri stöfum i heilanum á honum. Var það mögulegt að hann stæði í fyrsta skifti augliti til auglitis við manneskju, sem ekki bar virð- ingu fyrri mínútunum? — Æ, þjer hendið bara gam- an að mjer, sagði hann ráð- þrota. — Mergurinn málsins er víst sá, að jeg hefi komið of seint.... Hún lyfti augnabrúnunum og horfði undrandi á hann. Of seint? Mjer heyrðist þjer segja, að bifreiðin yðar. . Þjer vitið vel að það er ekki lestin, sem jeg er að tala um núna, sagði hann ó- þolinmóður. Jeg hefi komið df seint. Þjer elskið annan mann. Vitanlega. Jeg hefði átt að vita það fyrir. Jeg liefði átt að geta sjeð, að Kenyon gat vilt yður sýn, svo að þjer sáhð ekki aðra en hann. Við skulum ekki fara að blanda Kenyon í samtalið þessa stuttu stund sem eftir er þang- að til þjer verðið að fara. Lát- um okkur sjá, hvað er klukk- an? Þrjár mínútur eftir — þrjár mínútur. .. . — En elskið þjer þá ekki Kenyon? spurði hann ákafur. — Nei, jeg elska hann ekki, svaraði liún rólega, — að minsta kosti gæti mig ekki dreymt um að giftast honum.... Gæti þá hugsast að það gæti komið til mála að þjer vilduð giftast mjer? Hún brosti. — Þjer eruð giftur fyrir, Sam. Viðskiftin sitja í fyrirúmi fyrir öllu öðru hjá yður. Nei, það er ekki satt, and- æfði hann. Sannið þjer það, mælti hún eggjandi. — Það er einn vegur til. .,. . Segið mjer þá hver hann er, jeg á aðeins eina mínútu eftir, sagði hann og benti á klukkuna. —- Það er einmitt það, sagði hún alvarlega, — þessi eina mínúta svarar sppurningunni. Hann horfði spýrjandi á hana þangað til að það gekk alt í einu upp fyrir honum hvað hún átti við. Gott og vel, svaraði hann, við skulum láta mínútuna svara. Hann horfði spyrjandi á í vasann og hagræddi sjer í stólnum, en hún tók langt en lágt andvarp —- mitt á milli TORSTEN KREUGER, aftalkonsúll, bróöir Ivar Kreuger var dæmdur i 3% árs fangelsi nýlega fyrir sviksamlegt athæfi. Var hann stjórnandi fjelags eins, sem Högbro- fors Aktiebolag nefnist og var eitt af braskfjelögum Kreugers, Torsten Kreuger er sakfeldur fyrir sviksam- lega bókfærslu og fyrir að hafa liilmað yfir með bróður sínum. Af klókindum höfðu þeir bræðurnir altaf látið það í veðri vaka á yfir- borðinu, að þeim væri kalt hvorum til annars, tiJ þess að leiða af sjer allan grun um, að nokkuð svika- makk væri á milli þeirra. Hjelt al- menningur að þeir væru óvinir en þegar svik Kreugers komu upp kom það brátt i Ijós, að þeir voru sam- herjar í fjársvikunum. Meðal annars hafði Ivar flutt stórar fjárupphæðir á nafn Kreugers skömmu áður en liann fyrirfór sjer. Thorsten Kreuger var einn aí „stóru nöfnunum" í samkvæmislif- inu í Stokkliólmi og bar miklu meira r, honum þar en bróður hans, enda var Ivar meira langdvölum erlendis og hafði sig eigi míkið frammi á almanna færi. Torsten var ræðis- maður Pólverja í Slokkhólmi. Skipstjórinn á Brimaskipinu „Ev- ropa“ varð veikur af botnlanga- bólgu á leiðinni vestur til Ameríku i desember. Skipslæknirinn gerði á lionum skurð úti i rúmsjó, en þegar skipið kom þangað var skipstjórinn fluttur á spítala. Nú er hann dáinn þar — af brjósthimnubólgu, sem hann hafði fengið eftir uppskurðinn. í „Aquitania“ skipi Cunard Line er verið að setja upp leikhús. Mat- salnum á 2. farrými verður breytt í leikliús með sætum fyrir 250 manns gráturs og hláturs, vafði liandleggjunum um hálsinn á honum og kysti hann. Svo spratt hún upp og togaði í liann eins og liún gat. Komdu nú fljótt, það er ekki sekúndu að missa — en Sam,-jeg skal bíða eftir þjer þangað til þú keniur aftur. og ágætu leiksviði. 1 fyrstu er það tilætlunin að láta leikarahópa, sem ferðast milli Ameríku og Evrópu sýna leikrit á leiðinni og borga með því fargjöldin en þegar fram í sækir stdlar fjeagið að koma upp sjálf- stæðum leikaraflokki. Er fyrirhugað að koma upp svona leikhúsum i öðr- um skipum fjelagsins og eiga teik- araflokkarnir að skifta um skip í hverri ferð, svo að skipsmenn geti altaf sjeð eitthvað nýtt. Leikhúsið verður líka notað til þess að sýna þar kvikmyndir. ítalsi flugmaðurinn Agello hefir selt heimsmet í fiughraða, 720 kíló- metra á klukkustund. Metið hefir þó ekki verið staðfest enn. ----x—— í Nissa er verið að byggja nýtt spilavíti — casino — um þessar mundir og á það að heita „Sporting Glub“ enda mun það einkum ætlað enskumælandi mönnum. Ýmsar frúr, sun koma með mönnum sínum til Nissa, eru á móti því að þeir faii í spilavítin og sitja fyrir þeim á leiðinni, og því verða gerð jarðgöng að þessu nýja víti frá ýmsum gisti- liúsum í nágrenninu, svo að spila- fiftin geti taumast þangað þá leið- ina. í sambandi við „Sporting Club“ verður stóreflis veitingasalur, þar sem þeir hepnu geta eytt gróða sín- um og þeir óhepnu drekt sorgum sínum. ----x----- f Englandi er stofnun sem miðlar börnum milli þeirra, sem vilja taka þau að sjer og foreldra, sem ekki geta sjeð fyrir þeim. Þessa stofn- un vantar tilfinnanlega stúlkubörn en hefir hinsvegar nóg af sveinbörn- um á boðstólum. Flestir vilja frem- ur taka telpu en dreng fyrir kjör- barn og fore'drarnir vilja fremur sjá af drengjunum en telpunum. -----x---- Maður nokkur í New South Wales er orðinn 93 ára gamall en hefir aldrei á æfi sinni rakað sig. Hann var orðinn alskeggjaður þegar hann var 21 árs. ----x------ Lögreglan í Bryssel fann nýlega hjá skraddara einum þar í borginni koffort, sem hann sagði að tveir menn er hann ekki þekti, hefðu beð- ið sig að geyma. í koffortinu voru ýmsir dýrgripir, samtals 10 miljón franka virði. Hafði þeim verið stol- ið úr ýmsum kirkjum í Þýskalandi undanfarna mánuði. ----x----- Tcsliu-Tcshu-tin, fyrverandi vara- utanríkisráðherra dó nýlega í Kan- ton eftir að hann hafði setið veislu, sem haldin var til heiðurs yfirher- stjói'a Breta í Kina. Er sagt að liann hafi fengið höggormseitur í matn- um. Á aðalsímstöðinni í Berlín geta út- lendingar fengið að tala við mann, sem kann 23 tungumál, ef þeir eru i vandræðum með að skilja síma- stúlkurnar. ----x----- Söngleikhúsið Covent Gardens í I.ondon verður nú rifið til grunna en í stað þess reist stór og mikill söluskáli fyrir venjulegar markaðs- afurðir og á hann að verða fullger á næsta ári. Þegar Covent Jardens er úr sögunni er ekkert stórt óperu- 'eikhús eftir i heimsborginni London.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.