Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 06.05.1933, Blaðsíða 1
18, VI Reykjavík, laugardaginn 6. maí 1933 GLAÐIR ÁHORFENDUR Svona er umhorfs á götunum i London þegar Elísabet dóttir hertogans af York sýnir sig í opnum vagni. Þessi prinsessa, sem enn er barn að aldri er sannkallaður dýrlingur þjóðarinar og þá ekki sist barnanna. Því að Englendingar eru vana- fastir og hafa mikið dálæti á því, sem konungborið er. Eins og kunnugt er á ríkiserfinginn enski, prinsinn af Wales eng- in börn og allar líkur benda til að hann ætli sjer að verða piparsveinn, og þessvegna beinist meiri áthygli en ella að börnum bróður hans, hertogans af York og þá hvað mesl að Elísabetu litlu, því að hún er elst þeirra. Það er ekki smáræðis forvitni sem skín út úr andlitunum á litlu áhorfendunum á myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.