Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1933, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.05.1933, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÓ Emma. (iulli'alleg og efnisrík talmýnd í 8 þáltuni. AfSallilutverkið leikur: Marie Dressler af framúrskarandi snilld. Sýnd bráðlega. GGILS PILSNER BJÓIi MALTÖL HVÍTÖL. Vorræstingar standa yfir. Léttið erfiðið með því að eignast PROTOS ryksugu. Mikið sogmagn. Sterkbygð. Kostar nti kr. 180.00. Fæst hjá raftækja- sölum. SIRIUS GOSDRYKKIR, 9 tegundir. SÓDAVATN SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ tryggja gæðin. H.f. Ölgerðín Egill Skallagrimsson Sími 1290. Reykjavík. *fi Alll með islenskiiin skrpmn1 Höfum fengið fjölbreytt úrval af strigaskóm til sumarsins, t. d. Kvenstrigaskór með hæl- um, ýmsa liti, verð frá 4.75—5.75. Strigaskó með hrá- gúmmíbotnum hentugir við alla vinnu. Verð: nr 5—8 2.00, nr. 8'/2—ll'/z 2.25, nr. 12—2 2.75, nr.2'/2—6 3.00 og Karlmanna nr. 6'/2—11 '/2 4.00. LARUS 6. LÚÐVÍGSSON, skóverslun # ----- NÝJABÍO ------------ Kokain. Stórfenglég mynd áf líl'i rúss- neskra dansara i Amerílai og Eyrópu, tekin af Warner Bros. nndr stjórn Micliael Curtis. Að- allilutverkið leikur hinn heims- frægi leikari JOHN BARRYMORE, en auk lians MARIAN MARSH, DONALD COOK og LUIS ALBERNI. Sýnd bráðlega. morgun, kvöld og miðjan dag. Bragðbest og drýgst. Best að auglýsa í Fálkanum. Hljóm- og talmyndir. KOKAIN. Mynd liessi er tekin af -----r— Warnes Bros. með hin- uni ágæta leikara John Barrymore í aðalhlutverkinu, sem Tsarakoff Jcikhússtjóra. Hann er af frægum rússneskum dansaraaéttum en liefir fæðst með klumbufót, seni gerir honuin ómögulent að verða |>að sem hann þráði mest: frægur dansari. Hn svo hittir hann fyrir drenginn I’edor, og gerir úr honum héims- frægan dansara og ferðast svo ura með fiokk dansenda og verður stór- ríkur á. En dansstjóri flokksins, Serge Bankieff er á vahli Tsara- koffs, vegna þess að hann er for- fnllinn kókainisti og Tsarakoff út- vegar honimi eitrið. Fedor verður ástfanginn í stúlk- iinni sem hann dansar á rrióti (Mari- an Marsh) en Tsarakoff viíl afstýra því, vegna þess að hann heldur, áð I’edor leggi listina á hilluna ef hann fari að hugsa um kvenfólk. Hann notar dansstjórann til þess að gera stúlkuna ræka úr flokknum, en Fedor kemst að öllu saman og strýkur líka og fer með stúlkunni, — Nana heitir hún — til París. Þeim vegnar vel í fyrstu, en Tsara- koff gerir alt til að spilla fyrir hon- um og tekst það. — En Tsarakoff leitar síðan Nana uppi og sýnir henni fram á, að hún standi lista- mensku Fedors fyrir þrifum og fær hana til að strjúka frá honum og hún flýr á náðir gamals kunningja, Renaud greifa, em hefir verið ást- fanginn í henni áður. En Fedor sameinast aftur gamla flokknum. ■— Svo ber það við að dansflokkur Tsarakoffs kemur til Beriín og þar liittir Fedor aftur Nönu. Serge dansstjóri er emi með flokknum en er nú orðinn algerður aumingi af kókainnautninni. Hann iðrast þess nú að hafa lijálpað til að stíja þeim Fedor og Nönu í sundur og hatrið fil Tsarakoffs, sem jafnan hefir neytt hann til alls, með því að hóta að neila honum uin kókain, blossar upp og hann drepur liann á leik- sviðinu. Mynd þes'si’ er ógleymanleg, eink- um fyrir hinn snildarle'ía leik John Barrymore. Þá er kókainistinn (I.uis Alberni) ágætlega leikinn og söniu- leiðis Nana og Fedor (Donald Cook) Og að íburði til stendur mynd jiessi ekki að baki því besta sem Ameríku- menn gera; einkum kveður mikið að leiksyiðunum í sumum danssýn- iiigunum og þá ekki síst i þeirri síðustu. „Kókain" verður sýnd bráðléga á NÝJA BÍÓ. EMMA. Aðalhlutverkið, sem mynd- in heitir eftir, er leikið af hinni ágætu leikkonu Marie Dressler, sem síðastliðið ár fjekk yerðlaun fyrir besta leikfrainstöðu jiess árs í kvikmyndum. Hún er ráðskona á heimili liugvitsmaniisins Smith (leikinn af Dananum Jean Hersholt), seni mist hefir konuna þegar liún ól seinasta barnið af fjórum, drenginn Ronnie, sem verð- ur augasteinn Emmu ráðskonu. Árin líða. Smith verður ríkur maður og börnin verða fullvaxta, önnur dóttirin giftist greifa og hin annáluð fyrir fegurð; eldri sonur- inn giffist einnig en Ronnie fer á liákólann og iðkar flug í tómstund- um sinum. Fn gamla Smitli líkar ekki flug-áhugi Ronnies, því að liann telur flugið hættulegt og ætl- ar að banna Ronnie það, en Fnima gamla miðlar málum. Emma hefir uldrei ljett sjer upp frá skyldustörfununi og mi langar hana til að taka sjer fri og fara til Niagara. En Smith er orðinn hjart- veikur og getur illa án lijúkrunar verið, svo að |iegar Emma gamla ætlar að fara biður liann hennar og þau giftast og fara bæði i brúð- kaupsferðina. Börnin, sent eru orð- in stór upp á sig verða hamslaus yfir ])ví, að faðir þeirra skuli hafa tekið svo niður fyrir sig að giftast ráðskonu, öll nema Ronnie. En mi vili svo til, að faðir þeirra deyr í ferðirini og jiegar arfleiðsluskrá hans er opmið kemur i ljós, að harin hefir ánafnað Emnm aleigu sína og þá verða börnin enri æstari út í hana. Þau ákæra hana fyrir að hafa haft áhrif á gamla manninn við erfðaskrárgjörðina og reiðisl hún þeim áhurði svo mjög, að hún rekur þau út. Hefjast þau svo handa um að láta ógilda arfleiðslu- skrána og fá óprútfinn málafærslu- niann fyrir sig. Eru svo leiddar lik- ur að þyí, að Emma kunni að hafa gefið Sniith of ntikið af niorfíni og er hiin svo ákærð fyrir glæp. Bonnie er í flugferð norður í Kanada þegar Emma kenmr fyrir rétt og hraðar sjer heim, en hrapar á Jeiðinni lil bana. Rjettur sýknar Iininni og börnin iðrast gjörða sinna. En Emma ánafnar liein arf- inn og dregur sigí hlje og lifir ró- legl æfikvöld eftir hinar margvís- iegu rauniY, sem hún liefir orðið að líða. Tekst Marie Dressler af- burða vel í þessu hlutverki. Myndin verður sýnd í Gamla Bíó á næstunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.