Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1933, Page 11

Fálkinn - 06.05.1933, Page 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Hvað eigum við nú að gera? í dag œtla jeg að lýsa fyrir ykk- m- nokkrum leikjum, sem golt er að gripa lil, l)egar veðrið cr elcki svo gott, að hægt sje að leika sjer lili. Sá leikurinn, sem jeg ætla að lýsa i'yrst heitir borðkrokket. Nauðynlegustu áhöldin. Varla mun það heimili vera til, þar sem ekki fyrirfinst það sem maður þarf til þess að geta leikið þennan leik. Tappar, vírspottar og tvcir sivalir spitukubbar er alt og suml. Bogarnir eru gerðir úr stál- vir og standa á stórum korktöpp- um eða litlum spítnakubbum. Stólp- arnir eru gerðir úr hrífuskaftsbrol- um og látnir standa á klossafæti. Ef þið viljið getið þið málað þá með mismunandi litum ( og líka getið þið látið hverja kylfu vera með sínum lit). lvylfurnar er held- ur enginn galdur að búa lil; þið bafið mjóa sívala trjepinna í skaftið en hausinn er stór korktappi. Fyrir kúlur hafið þið svokallaða borð- tennisbolta eða þá glerkúlur með mismunandi litum. Til |>ess að kúlurnar verði ekki ol óstýrilátar hjá ykkur vil jeg ráð- leggja ykkur að hafa borð, sem plat- an er alveg lárjett á og svo er gott að hafa gamlan dúk eða ábreiðu á borðinu. Og svo er ekki annar vandinn en að byrja. Reglurnar eru alveg þær sömu og í venjulegu krokketi, svo að jeg þarf ekki að seg.ja frá þeim hjer. Ekki ósvipað krokketi. Ef ykkur þykir krokketið of leið- inlegl þegar til lengdar lætur getið þið án mikillar fyrirhafnar spilað annað spil með sömu tækjum. Litið þið á teikninguna hjer að ofan. Krokketbogunum er raðað með nýju móti, eins og myndin sýnir. Hver þátttakandinn um sig reynir nú að koma kúlu sinni geg'n- um bogana í sem fæstum kösturn, þvi að nú er kvlfan ekki notuð. A að fylgja punktalinunni, sem sýnd er á teikningunni, og á þann hátt fer hver spilari tvisvar gegnum hvern boga. - Maður kastar kúlunni á þann hátt að maður lætur frambandlegginn liggja á borðinu. Ef manni verður það á að kasta utan váð boga verð- ur maður, eins og í venjulegu krok- keti að leggja kúlunni aflur og •kasta á ný, þegar að manni kemur. Úr hráum kartöflum og enda gul- rófum líka má búa til 'allra fall- egustu dýr. Littu til dæmis á myndina (1). Kroppurinn er gerður úr stórri kartöflu, hausinn úr annari minni og svo rófan úr svolitlu kartöflu- beri. Með sex eldspitum er þetta orðið að lieilu dýri. Faxið er gert úr pappir og hann festur i rlfu, sem gerð er i hausinn. Þetta likist nú ekki neinu dýri sem þið þekkið, en nú skulum við búa til kálf (2) Ef þið eigið til gulrót, þá er liún nú hjer um bil á litinn eins og. rauður kálfur. Hausinn er gerður með mestu vandvirkni úr halanum á gulrótinni, og svo er afgangurinu notaður í skrokkinn. Það er alls ekki mikill vandi að láta dýrið verða líkl svolitlum kálfi. Og svo getið þið til dæmis búið ykkur til lítinn hund, eins og sjesl á myndinni, og jafnvel Líka sauð og liest. Og á þann hátt er kominn hjá ykkur heill dýragarður. Sýndu áhorfendunum langan segl- garnspotta og vefðu hann svo sam- an í lófanum en fáttu lykkju standa ú! úr. Farðu svo til einlivers sem viðsladdur er og segðu honum að skera út úr lykkjunni. Jeg býst við að áhorfendurnir verði meira cn lítið hissa þegar þú opna lófann á cftir og sýnir þeim að seglgarnið er hcilt ennþá. Krystalskærir gluggar Takið eftir hversu slettur og blettir eyðileggja útlit glugganna. Dreyfið Vim á deyga ríu og nuddið með því rúðurnar, sem samstundis verða krystalskærar. Vim er svo fíngert og mjúkt að það getur ekki rispað. Notið Vim við alla in» nanhús hreinsun. Allt verður hreint og fágað. HREINSAR ALLT OG FÁGAR T.EVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGI.AKD M-V 233-33 En galdurinn er sá, að þetta auga sem þú lætur skera út úr, er á of- ur stuttum spotta (sjá X) sem þú felur vandlega i lófanum bæði fyr- ir og cftir. Margir möglegleikar. Maður nokkur átt;i lieima í bæ, sem var eingöngu með rjettliyrn- um götum og náðu allar göturnar yfir bæinn þveran eða endilangan. i>að voru 19 götur á annan veginn en 13 á hinn. Maðurinn átti heima í einu ulasta horninu á bænum og á hverjum degi varð hann að fara leiðina á skrifstofuna og af henni fjórum sinnum. En skrifstofan var í þvi horni bæjarins sem lengst var frá horninu, sem hann álti heima á. Einn daginn datt honum i hug að hann skyldi nú altaf fara nýja götu í hvert sinn sem hann gengi milli heimil.is síns og skrifstofunn- ar, það cr að segja breyta i hvert sinn uin einhvern hluta leiðarinnar, án þess þó að lengja sjer leiðina. Hann byrjað svo á þessu, en dó áður en hann liafð notað allar þær leiðir, sem var að velja. Hann hefði nefnilega orðið að nota 347.993. 910 daga til þess að fara allar leið- irnar sem um var að ræða! — Þi'ð trúið þessu kannske ekki, en þá skuluð þið telja, og vita hvort það er ekki rjett. HVERNIG ROCKEFELLER VER DEGINUM. John D. Rockefeller, sem talinn er ríkasti maður heimsins er nú orðinn 93 ára gamall. Hann leikur ,,golf“ mikinn part úr deginnm og stundum 6 sinnum á dag. Fer á fætur kl. 714 borðar árbít og les blöðin og fer svo út á „golfbraut- ina“. A eftir kynnir hann sjer verð- skráningar kauphallanna, les skril'- uruni sinum l'yrir sendibrjef og gengur svo dálitinn spöl. l.’m há- degið borðar hann fisk, eða fugla- ket og að því loknu ekur hann i bifreið. llann gefur bilstjóranum altaf 25 cent í vikaskilding — 10 handa honum sjálfum, 10 handa kónunni og 5 handa krakkanum með þvi skil.vrði að hann leggi sjálfur til hliðar önnur 25 cent, svo að hann safni 50 centum eða hálfum dollar á dag. Rockefcller er sagður stálhraustur ennþá. Ef þið viljið skrifa honum þá á hann heima i „Örmond Beach‘“, Florida.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.