Fálkinn


Fálkinn - 16.09.1933, Qupperneq 4

Fálkinn - 16.09.1933, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Fyrirbæn. I. Mós. 18: 27—28. Abraham svaraði og sagði: JE, jeg hef dirfst að tala við Drottin, þótt jeg sje duft og aska. Vera má að fimm skorti á fimtíu rjettláta; munt J)ú eyða alla borgina vegna l)ess- ara fimm? Þá mælti haim: Eigi mun jeg eyða hana, finni jeg þar fjörutíu og fimm. Fyrirbæninn hefir 1 sjer fólg- inn undramátt. Ef einhver væri. sem þú elskaðir afar-heitt, eða þú værir honum óendanlega skuldbundinn, og vissir engan veg til að auðsýna honum ást þina, eða að endurgjalda hans miklu velgjörðir, — ó, jeg segi þjer það satt, að hversu for- ríkur sem þú værir, gætir þú aldrei gefið honum betri gjöf en þá, að biðja fyrir honum. — Hefir þú hugleitt það ræki- lega, livílika auðlegð Guð hefir gefið þjer í þvi, að geta beðið fyrir öðrum? Hverju mundir þú svara, ef einhver bæði þig að biðja fyrir sjer? Mundir þú gera það? En þó að þú máske hafir ekki verið beðin þess, er þá samt enginn sá, er þú ættir að biðja fyrir? Vertu ekki ótrúr í fyrirbæn þinni! Dragðu ekki af vinum þínum þá blessun, sem þú getur gefið þeim, — ef til vill einu gjöfina, en um leið liina bestu. Það var enskur trúboði lengst inni í Kínverjalandi, sem stund- um var svo þreytur og þjakað- ur, að hann gat ekki beðið ann- að en þessa bæn: „Guð minn góður! heyr þú þær bænir, sem vinir mínir heima á Englandi biðja fyrir mér!“ Hann vissi að þær hjeldu honum uppi, þegar honum sjálfum fjellust hendur. Ef til vill er þjer þess mest þörf, að biðja fyrir sjálfum þjer? Auðmýktu þig þá fyrir Guði, eins og Abraham. Segðu eins og hann: Æ, jeg dirfist að tala við þig, Drottinn, þótt jeg sje duft og aska! En Guð vill líka, að þjer auðnist að geta beðið fyrir öðrum. Olf. Rich. Á. Jóh. Ef þjer eruð í mjer og orð mín eru i yður, þá biðjið um hvað sem þjer vilj- ið, og það mun veitast yður. Jóh. 15: 7. Fyrst af öllu áminni jeg þá um, að fram fari ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörð fyrir öllum mönnum ......... Þetta er gott og þóknanlegt fyrir Guði, frelsara vorum, sem vill, að allir menn verði hólpnir og komist til þekking- ar á sannleikanum. — I. Tím. 2: 1—4. Biðjið hver fyrir öðrum .... Jak. 5: 16. Biðjið í trú, án þess að efast. Jak. 1: 6. Bræður, biðjið fyrir oss! Egils saga Skalla-Grímssonar. Fyrsta rit Fornritafélags íslands. Þegar bókelskir menn fara að líta í búðargluggana eftir sum- arannirnar til þess að svipast um eftir góðri hók til vetrar- ins, munu þeir staðnæmast við nýja útgáfu af gamalli bók, sem þeir hafa löngu lesið og iiklega eiga. En þeir kaupa liana samt. Þeir liafa haft spurnir af því, að þíssi bók sje liyrningar- steinn að nýju bókmentasafni, sem eigi að verða prýði i livers manns eigu, þeirra er unna ís- lenskum hókmentum og hafa skilning á því, að fornbókment- ir Islendinga eru fjársjóður, sem aldrei má komast undir mæliker, livernig svo sem tím- arnir breytast og smekkurinn, viðfangsefnin og hugsunarliátt- urinn. Og þeir skilja, að hjer er fyrsta framlagið í þann menningarsjóð, sem stofnast skal á lieimili hvers liugsandi og þjóðrækins manns milli fjöru og fjalls á íslandi. Bókin er Egils saga Skalla- Grímssonar, ættarsaga mesta vikingsins og mesta skáldsins i senn, þeirra sem borið liafa ís- lenskt nafn að fornu og nýju, gefin út af Sigurði Nordal pró- fessor og fyrsta bókin, sem Hið íslenska Fornritafjelag gefur út af fyrirhuguðu bókmenta- safni sínu. Um útgáfuna sjálfa skal eigi fjölyrt hjer, því til þess að leggja orð í belg um hana brest- ur þann sem þetta ritar þá þekkingu, sem til þarf að gera slíkt svo fengur væri að. En þess má geta, að þeir fróðir menn sem um liana liafa ritað, liafa lokið upp einum munni um, að hún sje ágætisverk og megi teljast viðliurður í íslensk- Biðiið án afláts. II. Þess. 5: 17, 25. Leiðrjetting. Biblíutexti síðustu mispreutaðist; átti að vera: ,,Ef Jijer etið kki hold Manns-sonarins og drekkið blóð hans, hafið þjer ekki líf í yður“. um hókmentum. Formáli sá er Sigurður Nordal ritar að bók- inni er um 100 hls. og her vott um mjög víðtæka þekkingu höf. á heimildum öllum að sögunni og því, sem um liana hefir ver- ið ritað og frábæra vandvirkni og samviskusemi; ályktanir þær sem liöfundurin gerir virðasl vera svo vel rökstuddar sein unt er, en jafnframt kemur hvar- vetna i ljós varfærni höf. í því, að slá því föstu, sem honum finnast veilur á. Að þessu leyti er það unun að lesa þennan inngang höfundarins, sem all- staðar virðist bera einkenni þess að hann sje ritaður með lotn- ingu vísindamannsins fyrir hjartfólgnu málefni. En ótalinn er annar fengur þess sem les, þó hann bresti dómgreind til að meta visinda- gildi þess sem skrifað stendur. Formálinn að Egils sögu bregð- ur upp fjölda skýrra mynda af ýmsum atriðum sögunnar, sem lesandinn hefir eigi sjeð nema í þoku áður, svo að þessi inn- gangur verður lesandanum eins og sifróður fylgdarmaður um söguna sjálfa. Lesandinn veit livað það er sem taka má trú- anlegt og livað liann á að efast um, veit að liann er ekki að villast. Hann hefir vaxið að fróðleik og honum hefir aukist skilningur, svo að liaun nýtur sögunnar betur en liugsanlegt liefði verið án vegarnestisins, sem útgefandinn lagði honum til í upphafi. Þessi formáli er í sjö köfl- um. Er sá fyrsti um vísur og kvæði í sögunni og getið þar álits lielslu visindamanna á sannleiksgildi vísna og kvæða. Annar kaflinn er um samband visnanna við söguna en í þriðja lcaflanum er rætt um frásagnir Eglu af líkum viðburðum og sagt er frá í öðrum heimildum. Þá kemur langur kafli um tíma- talið í Egils sögu, sem liöf breytir allmikið frá því, sem er í eldri útgáfum og færir skarp- leg rök fyrir breytingunni. Fimti kaflinn fjallar um hvar sagan sje rituð. og hvenær en sá sjötti um hver höfundur sögunar sje. Eru þetta þeir kaflarnir, sem flest- um mun hvað hugleiknast að lesa, eigi sísl fyrir þá sök live ljóst er með efnið farið og hve miklu efni höf. viðar að til ])ess að hyggja á ályktanir sínar um hver söguhöfundur sje. Og niðurstaða próf. Nordals er á þessa leið: „. .. . Þetta mál verð ur aldrei útkljáð lil fullrar hlít- ai' með þeim gögnum, sem vjer þekkjum nú. Eg er fús til þess að skiljast við það sem álitamál. En sjálfur lief eg sannfærzt um > f-.. ])að því meir, sem eg lief kynnzt Egilssögu betur, að hún sé verk Snorra, og eg mun framvegis ejkki hika við að telja söguna með ritum lians, nema ný rök komi fram, sem mér hefir sést yfir“. Loks fjallar 7. kafli inngangs- ins um liandrit þau, sem til eru af Egils sögu, einkum þau, sem lögð eru til grundvallar fyrir þessari útgáfu, svo og um eldri prentanir af sögunni, en liún er fyrst prentuð í Hrappsej' 1782, þá í Kaupmannahöfn 1809 og næst í Reykjavík 1856. Tvær útgáfur eru til af sögunni eftii Finn Jónsson, önnur prentuð i Kaupmannahöfn en liin í Halle, en útgáfa Valdimai’s Ásmunds- sonar, sú er flestir nútímamenn íslenskir hafa liaft handa á milli, kom út í safni Sigurðar Krist- jánssonar, 1892. Við þessa nýju útgáfu sögunnar er handriti Möðruvallarbókar fylgt í öllum aðalatriðum. Þegar kemur til sögunnar sjálfrar opinberast lesandanum fljótt liinir miklu kostir, sem þessi nýja útgáfa hefir að hjóða. Þar eru prentaðar neðanmáls skýringar á textanum, tekinn upp orðamunur sem máli skift- ir, vitnað til annara staða til frekari skýringar á mönnum eða stöðum, visur skýrðar jafn- óðum og torskilin orð og orða- sambönd. Alt þetta gerir lest- urinn stórum auðveldari en ella og veitir ótæmandi fróðleik þeim, sem lesa vilja með at- hygli og tileinka sjer efnið svo vel sem kostur er til. Eru skýr- ingar þessar mjög itarlegar. Er þessi fróðleikur einkum kær- kominn þeim, sem vilja hnýsast víðar, um frásagnir á niönnum og atburðum, sem sagan drep- ur á. Hvað ytra frágang bókar- innar snertir má með sannind- uin segja, að hann er svo vand aður, að eigi verður á betra kosið. Bókin er prentuð á ágæt- an pappír og texti allur og inn- gangur með stóru letri, en öll liafa letur þau, er á bókinni eru verið keypt sjerstaklega til þess- arar útgáfu. Verður því ekki sagt, að fyrirtæki það, sem að útgáfunni stendur liafi skorið fje við nögl sjer til þess að gera ritsafn þetta sem best úr garði. Sex myndir fylgja sögunni, úr Fjörðum i Noregi, af Borg á Mýrum, af fornum vopnum (spjóti, öxi, skildi og sverði), rúnaristur af níðkvæðum Egils, af skapkeri og loks af útsýni frá Borg. Þá fylgja og fjórii

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.