Fálkinn


Fálkinn - 14.10.1933, Page 12

Fálkinn - 14.10.1933, Page 12
12 F Á L K I'fí N' STJÓRNARBYLTINGIN Á CÚBA. í 36. tölublaði Fálkans var sagt fra stjórnarbyltingunni á Cuba og frá Machado forseta, sem steypt var af stóli þar, eftir að hann hafði ríkt þar sem einvaldur harðstjóri í nokkur síðustu ár. Svo virðist sem Machado hafi haft margt ljótt á samviskunni og að allir hafi orðið fegnir að losna við hann, en hins- vegar má draga í efa, hvort þeim sem tekið liafa við stjórnartaum- unum muni takast að friða landið og koma á þingræðisstjórn. — Myndin hjer að ofan er frá Hav- ana, höfuðborginni á Cuba og sýn- ir fagnaðarlæti almennings, er það frjettist að Machado væri oltinn úr sessi. SVNDKONAN SEM DÓ AF OFREYNSLV . .Myndirnar lijer að ofan eru af 19 ára gamalli sundkonu, sem hjet Ruth Lipzig og setti nýlega met i því, að vera lengi í sjó. Var hún samtals 79 líma á sundi. Það er sagt, að móðir hennar hafi lagt svo fast að henni að setja þetta inet, að stúlkan hafi ekki þorað annað, enda hafði kerla verið upp með sjer yfir þvi, þegar hún kom með dóttur sína nær dauða en tífi á sjúkrahúsið, að hún ætti duglegustu sundkonu heimsins fyrir dóttur. En þessi langa dvöl í sjónum hafði orð- ið stúlkunni ofraun og dó hún tveim dögum eftir að hún kom á sjúkrahúsið, án þess að hafa feng- ið meðvitundina. UPPGJAFAKEISARINN LIFIR í VONINNI Kunnur enskur blaðamaður, Gle- velyn Thomas hefir heimsótt Vil- hjálm keisara í Doorn og segir hann að hann hafi ekki enn gefið upp vonina um að verða á ný keisari i Þýskalandi. Hann er reiðbúinn að hverfa heim „undir eins og kallað er á hann“. Ekki vildi keisarinn tala neitt um Hitler við biaðamanninn, en gat þess að þeir væri ekki persónu- lega kunnugir. Hinsvegar virtist keisarinn vel kunnugur stjórnar- stefnu Hitlers. En Hermína prins- essa, sem hefir kynst Hitler á ferð- um sinum til Þýskalands dáist mjög að honum. Hún sagði að hann væri mikilmenni og sá maður, sem Þýskaland þyrfti á að halda nú. Þegar blaðamaðurinn drap á, að Englendingar álitu að keisarinn væri ósamþykkur Gyðingaofsóknum Hitlers, neitaði hann ákveðið að gefa nokkuð út á það. En Hermine sagði, að keisarinn liefði ekki ver- ið óvinveittur Gyðingum fyrir strið. Hann hafði meira að segja haft Gyðinga í stjórninni, en þeir hefðu hagað sjer svo illa, að keisarinn hefði fengið andúð á þeim. FJÁRSJÓÐIR „LVSITANIV". í árslok 1931 fór enski kapteinn- inn H. H. Railey að vinna að því áformi að láta kafa niður að ‘OSKAÐLEGT’ ULLARFLÍKUM Halda peisur ykkar og sport ullar- föt mýkindum og lit ef þau eru þvegin ? AuSvitað gjöra þau það ef Lux er notað. Luxlöðrið skilar öllum ullarfötum eins ferskum og skærum eins og þau væru ný. Enginn þráður hleypur þegar Lux er notað og flíkin er altaf jafn þægileg og heldur lögunsinni. Eina örugga aðferðin við þvott á uilarfötum—er að nota freyðandi Lux. STÆRRl PAKKAR og FÍNGERÐARI SPÆNIR Hinir nýju Lux spænir, sem eru smærri og fíngerðari, eii þeir áður voru, leysast svo fljótlega upp að löðrið sprettur upp á ein- ni sekúndu. Skýnandi og þykkt skúm, fljótari þvottur og stserri pakki, en verðið helzt óbreytt. LUX LEVER BROTHERS LIMITED PORT SUNI.IGHT, ENGLAND M-l_X 397-047A IC RISAFL V VJEL Flugsamgöngur milli Kaup- mannahafnar og Berlínar hafa auk- ist svo mjög, í sumar, að ákveðið hefir verið, að setja eina af stærstu landvjelum Evrópu i fastar ferðir á þessari leið. Heitir vjel þessi „G 38“. Iijer á myndinni sjest fram- hlutinn á þessari vjel. „G 38“ er 44 metra breið milli vængjabrodda. og er 23 metra löng, en knúð á- fram með fjórum Junker-hreyflum, og er hver þeirra 800 hestöfl. Þessi vjel ber fjörutía farþega auk póst- flutnings og farangurs. „Lusitaniu“, skipinu mikla, sem Þjóðverjar kafskutu i ófriðnum, skamt frá írlandsströnd. Kapteinninn hefir nú fullgerl köflunaráhöid sín og ætlar að gera tilraun á næstunni. Var hann ný- lega í Southampton. Hann segir að það sjeu öfgar að mikið af gulli sje í skipinu, en hinsvegar sje í geymsluklefa skipsins mikið af dýr- gripum og peningum. Einn farþeg- inn hafði t. d. afhent um 200.000 kr. til geymslu. Er Jiað tilætlunin að komast i klefann og ná Jiví sem þar er. En kapteinninn segir, að þó sje sjer það meira áhugamál að reyna hvernig nýju köfunartækin gefist. María Theresía Austurrikisdrotn- ing átti 16 börn. Af þeim urðu 2 keisarar en 3 drotningar. «’

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.