Fálkinn - 28.10.1933, Side 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
rianKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
)pin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
lllaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
.4uglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Hvað hefir gildi fyrir mannkyn-
ið-? Hvaða þróun hefir gildi og
hvað styður þá þróun? Næstum öll
svör við þessum spurningum eru
hlutdræg.
Talsmenn kristninnar segja, með
miklum rétti, að það sje kirkjan,
sem sje hinn berandi máttur sið-
menningarinnar. I>eir hafa margar
staðreyndir máli sínu til sönnunar
og þeir hafa góð rök. — En þau
eru of góð. Ef ályktanir þeirra væri
rjettar, ættu þau lönd, sem kristn-
in kallast að vera miklu líkari hug-
sjónalandinu en þau eru. Stríð og
byltingaumbrot rneðal kristinna
þjóða sýna, að þó kirkjan hafi gert
mikið til að vernda þjóðir gegn
siðleysi, þá er trúartilfinningin ein
þó ekki nægileg.
Aðrir trúa ú vísindin, sem mátt-
arstoðina. Allskonar þekkingu,
mentun og vitsmunaþroskun yfir-
leitt. Við erum sammála þessu en
þó með þeim fyrirvara, að spurn-
ingunni er ekki svarað til fullnustu.
Svo eru enn aðrir, sem segja,
að það sjeu listirnar, sem inest
þroski mannsandann. En þetta svar
er líka ófullnægjandi. Þvi sú er
staðreyndin að alt þetta þrent er
mönnunum nauðsynlegt.
Ef við kryfjum málið til mergj-
ar munum vjer skilja, að það er
þetta sem er undirstaða siðmenn-
ingarinnar; Alt sem veit að því, mið
ar að því að beina lurr mannsins
t'rá síngirni og nautnum til mann-
áslar og andle'trar ununar. Það er
menningarmáttur. Við megum ekki
láta neitt ónotað af því, sem get-
ur miðað að þessu.
Menningarstoðirnar eru þrjár:
siðgæðisvitundin (sem eflist við
trúarmeðvitundina), þroskun anda
og skynsemi og fegurðartilfinningin.
Þegar eitthvað af þessu þrennu
vantar keinur þverbrestur í sið-
menninguna.
Galli miðalda- og púritanastefn
unnar var sá, að þær lögðu of rika
áherslu á trúaraatriðið. Grikkir
lögðu hinsvegar alla áherslu á feg-
urðina. Og á vorum dögum virð-
ist alt snúast um aukna þekkingu.
En sje hvert þessara atriða tekið
eitt fyrir sig, þá er það merki öfga,
veikleilca og ranglætis. Hverl at-
riði fyrir sig getur komist aft-
ur í menningarleysið. Fátækrahverf-
in í London og Chicago eru jafn
menningarlaus á sinn hátt og þræla-
haldið í Grikklandi og trúarofsókn-
ir miðaldanna.
líomandi kynslóð verður trú-
hneigð, visindagefin og listhneigð.
Leikfjelag Reykja
víkur hóf starf-
senii sína á þess-
um vetri með þvi
að sýna Galdra-
Loft Jóhanns Sig-
urjónssonar. Þetta
áhrifamikla leik-
rit liefir ekki ver-
ið sýnt hjer í
mörg ár, síðan
þau Stefanía Guð
mundsdóttir og
Jens B. W,aage
ljeku þar aðal-
hlutverkin og er
sú sýning minnis-
stæð þeim sem
sáu. Nú eru þessi
hlutverk leikin af
Indriða Waage og
Soffíu Guðlaugs-
dóttur og þykir
leikur þeirra
heggja ágætur og
veigamikill. Önn-
ur hlutverk voru
leikin af Arndísi
Björnsdóttur,
Gesti Pássyni og Brynjólfi Jó-
hannessyni, en Haraldur Björns-
son hefir búið leikinn undir sýn-
ingu. Til ytra umhverfis leiks-
ins hefir verið vandað vel, ný
leiktjöld máluð og nýir búningar
gerðir. Myndirnar sýna I. Waage
sem Galdra-Loft, Soffíu Guð-
laugsdóttur sem Steinunni og
Arndísi Björnsdóttur sem Dísu
ennfremur er sýnd mynd að
einu leiksviðinu, Hólakirkju.
Þykir leiksýningin hafa margt
til sýns ágætis og var tekið eð
fögnuði af áhorfendum frum-
sýningarinnar.
Frú Hildur Margrjet Pjetursdóttir og Magnús Guðmundsson
kaupm. á Sauðárkróki áttu Ú0 ára hjúskaparafmæli 26. þ. m.
Hún mun þjálfa þessa þrjá krafta,
sem hefja manninn yfir holdlegar
nnutnir.
Allir þrír eru þeir nauðsynlegir
til sjálfsþroskunar. En einn eða
tveir af þessum þremur hafa í för
með sjer gallaða siðmenningu, má-
ske mikla; en blandaða barbarisma
og úrkynjun.
Minst c
20*1 gleraugna* búðin, :o
LAUGAVEG2. C
ódýrari en annarstaðar eru ‘o
Jóhann Jóhannsson, Uðinsg. 22,
uerður 60 ára í dag.
Hjörtur Hansson bóndi, Grjót-
eyri, Borgarfjarðarsýslu, varð
7Öra PJ. þ. m.