Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1933, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.11.1933, Blaðsíða 4
•t F Á L'ICINN Sunnudags hugleiðing. Austurríki fyr Myndin er tekin af Dollfuss kanslara meðan hann lá i rúminu eftir banatilrœðið í haust. Hjá honum situr erkibiskupinn i Wien. Insta þráin. I. Mós. 49:18. Þinni hjálp treysti jeg, Drottinn! Öldungurinn Jakob liggur fyr- ir dauðanum. Synir lians tólf eru hjá honum og hann er að blessa þá. Nú sjer liann gegnum rúm og tíma, langt fram á ófarna vegu, og jafnfram þvi er hann hlessar sonu sína, hvern um sig, dregur iiann upp spádóms-mynd- ir af ramtíð þeirra. En þegar liæst stendur þessi hugmynda- ríka og liugljúfa athöfn, hættir hann skvndilega og andvarpar: Þinni hjálp treysti jeg, Drott- inn! Hver maður á í fórum sínum eitthvað það, sem honum er ljúf- ast og hjartanu tamast, — eitt- hvað, er nefna mætti instu þrá lians. Oft er hún hulin og lætur ekki á sjer bæra. Þú þekkir oft ekki instu þrá þíns besta vinar, og hann eklci þína. Heimilið hans þekkirðu, herbergin, bækurnar og myndirnar hans, venjur hans, áliugamál og skoðanir, og hans veiku liliðar, — alt þetta hefir liann sýnt þjer og sagt; en instu jjránci — hana hefir hann aldrei opinherað þjer. Og þó skiftir einmitt allra mestu um liana, hver hún er, hvað huganum er ljúfast og hjartanu kærast, hvernig um- horfs er í instu fylgsnum hug- arins, — kjarna sálarinnar. Sje hann liolur og feyskinn, þá er alt annað einskis virði. Eins og fag- urrauða eplið, sem skorið er sundur í miðju — og reynist ormjetið. Eða heiðursmerkjum og nafnhótum hlaðinn ónytjung- ur. Hver er insia þráin þín? Iívað er hjarta þínu tamast? Það skift- ir þig mestu. Ef til vill er það andvarp, eins og þetta: Þinni hjálp treysli jeg, Drottinn! Sje svo, þá samgleðst jeg þjer! Olf. Ric. Á. Jóh. Mín insta þrá sje að lofa Drottin! Hann hefir eigi ljrejdt við oss eftir syndum vorum og eigi gold ið oss eftir misgjörðuná vorum, heldur svo liár sem himininn er yfir jörðinni, svo voldug er misk- unn hans við þá, er óttast hann. Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann í jarlægt afbrot vor frá oss. Eins og faðir sýnir miskunn börnum sinum, eins sýnir Drottinn misk- unn þeim, er óttast hann.------ Lofið Drottin, allar hersveiir hans, þjónar lians, er framkvæmið vilja hans, Lofið Drottin, öll verk hans, í hverjum sað í ríki hans. Lofið Drottin, allar hersveitir Sálm. 103. Undanfarnar vikur hafa ýms ríki verið að minnast 15 ára af- mælis endurfengins sjálfstæðis síns. Eru það lönd þau, sem molnuðu utan úr hinum gömlu ríkjum, er lægru hlut biðu í ó- friðinum, svo sem Finnland, Eystrasaltlöndin, Pólland og Tjekkóslóvakía. Eitt ríkið minn- ist 15 ára afmælis lýðveldisins, en er um sama leyti að hverfa undir eniræðisstjórn. Þetta er Austurríki, það landið sem geklc svo saman við friðarsamning- ana, að það er nú ekki nema svipur hjá sjón. Þessi litli skiki, sem eftir er af hinu forna Habs- borgaraveldi kringum W,ien er ekkert stórveldi framar. En samt stendur það á svo gömlum merg, að stórveldunum hefir verið fram tíð þess ærið áhyggjuefni og þótt mikið undir komið hversu hægt væri að sjá því borgið, þannig að eigi þyrfti að leiða nýjan ófrið af því í álfunni. Austurríki á sjer 2000 ára gamla sögu. Á tímum Ágústus- ar keisara náði Rómaveldi norð- ur að Dóná og Rín, en norð- an Dónár áttu hinir ágengu Rómverjar þrekmikinn andstæð- ing, þar sem voru Germanir. Ennþá sjást leifar af vegum þeim, sem Trajan keisari ljet gera um fjallahlíðar Dónár er liann var að senda herfylkingar sínar gegn Germönum. Vitan- lega þurftu herir þessir að liafa víggirta bælcistöð, og það er ein- mitt slík rómversk kastalaborg, sem varð hyrningarsteinninn að að hinni frægu Wienarborg á suðurbakka Dónár. Árið 15 e. Kr. reistu Rómverjar vígi undir Leopoldfjalli og nefndu það Vindobona, en Germanir skírðu upp staðinn löngu síðar og köll- uðu Wien. En það eru menn mjög í vafa um, hvort Wien hafi verið hygð þær aldir, er liðu milli þess, að Odoaker keis- ari sagði af sjer völdum 476 og fram á 9. öld eftir Krists burð, en þangað ná sannsögulegar heimildir. Þegar Odoaker lagði niður völd fluttust hinir suðrænu hermenn til Ítalíu, en eftir verða í landinu Germanir, sem vitan- Jega voru á miklu lægra menn- ingarstigi en hinir. En frá því að vestur-róm- verskaríkið líður undir lok 476 liða margar aldir, þangað til glögg rí cjaskipun kemst á norð- an Alpafjalla. Menn vita ekkert um landamæri Frakklands, Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu norðanverðrar á þeim tímum. Karl mikli var síðasti voldugi konungurinn norðan Alpafjalla eftir fall Rómaveldis. Sonum hans tókst ekki að halda ríki hans saman en með samningi, gerðum í Verdun 843 er reynt að ákveða landamerki milli Frakkland, Þýskalands og Ítalíu. Nafnið Austurríki er ekki nefnt þar, því að það er ekki til. Þýska ríkið skiftist í ótal smáríki og náði einnig yfir þau lönd, sem síðar voru kölluð Austurríki. En á tímum Napoleons grein- ist Austurríki og Ungverjaland frá Þýskalandi til fulls í sundur og keisaradæmið Austurríki verður til. Og hin forna hertoga- ætt, Ilahshorgararnir verða keis- arar í Austurríki. Rahenhergs- ættin svonefnda hafði ráðið mestu hinu forna Austurriki frá 976 til 1246, en 1273 komst Habsborgarættin til valda og rikti óslitið til 1918, að landið varð lýðveldi. Þessi aldur þjóð- höfðingjaættarinnar gefur nokkr ar skýxángar á því, hve þjóðin leit mjög upp til Ilahsborgar- anna og hver kynstur af allskon- ar dýrgripunx, höllum og jarð- eignum og Jxvilíku safnaðist i eigu þeirra. En löngu eftir 1273, þegar Rudolf, hinn fyrsti Habsborgari er nefndur var W,ien orðin myndarleg borg. Á 11. öld er talað um, hve hentug lega Wien- ar sje, sem miðstöð állrar versl- unar milli norður- og suðui’hluta álfunnar — og milli vesturhluta og nu. álfunnar og austurlanda. Á 12. öld var risinn npp einskonar al- þjóðlegur verslunarstaður fyrir utan horgarmúrana í Wien; þar hittu kaupmenn frá austurlönd- iim og Ítalíu stjettai’bræður sina frá Rayern, Böhmen, Póllandi og Pivsrasaltslöndum. Bahenhergfurstinn Leopold IV. fjekk því framgengt 1206 að W.ien var gerð biskupssetur, með þeim forsendum, að hún væri merkasta horgin innan þýska ríkisins. En annars voru Iiorfur horgarinnar skuggalegar í byrj- un þeirrar aldar. Gamla versl- unarleiðin um Wien var orðin mjög ótrygg sakir sivaxandi rána, en hinsvegar óx verslun Feneyja mjög, og menn fóru að taka upp nýjar þjóðleiðir yfir Alpafjöll. Varð þvi Wien úrleið- is um tíma en þó tókst að ná verslunarleiðinni þangað á ný, frá slavnesku löndunum. Og nú hefst nýtt tímabil. Rud- olf, hinn fyrsti Habsborgari hefst handa um að láta jafna við jörðu vígi þau, sem ýmsir ræn- ingjaforingjar höfðu reist sjer meðfram Dóná, þar sem besl var fallið til fyrirsáta. Og jafn- framt skygndist hann um eftir landauknum við það, sem hann átti fyrir, Steiermark, Kánten og Krain. Þetta varð byrjun þess ríkis, sem fór í mola, með frið- arsamningunum í Versailles. Á ríksistjórnarárum Sigis- mundar á 15. öld sameinist Ungverjaland Austurríki eða rjettara sagt þýska rikinu, við kvonfang. Á 15. öld lagði Maximilían keisari undir sig Niðurlönd, en þau brutust undan þýska rík- inu 1648. og fyrir erfiðir og fleira urðu Spánn, Neapel, Sikil- ey og Sardinía og allar nýlend- urnar í Ameríku lýðlönd Habs- horgarkeisarans, sem um eitt skeið var lang voldugasti þjóð- höfðingi álfunnar. Einnig fengu Ilahsborgararnir með erfðum völd yfir Tjekkóslóvakíu. Þó fjekk Böhmen að heita konungs- ríki áfram, en Habsborgarkeis- arinn varð konungur í Bölimen. Karl V. sonur Maximilians lá i sífeldum ófriði við Frans I. Frakkakonung, sem fór að jafn -ði halloka fyrir honum. Þá var ])að Frans gerði bandalag við Soliman Tyrkjasoldán og 1529 settust Tyrkir um W,ien. 154 ár- um siðar settust þeir um Wien í annað sinn, en þá var það, að iobieski Pólverjakonungur kom til hjálpar og hrakti þá á burt. 250 ára minning þeirrar umsát- ar var haldin hátíðleg í Austur- ríki í sumar. W,ien liafði nú um langan ald- ur verið höfuðborg þýska ríkis- 'ns og þar höfðu safnast fyrir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.