Fálkinn - 25.11.1933, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
Setjiðþið saman!
Þrenn verðlaun: kr. 5, 3 on 2.
í.
2.
3.
4.
5.
6.
/ .
8.
9.
10.
1. Færeykst mannsnafn.
2. Höfuðborg í Evrópu
3. Minsta herbergi á heimilinu.
4. Mannsnafn.
5. Kvenmannsnafn.
(5. Brotnar í gleri.
7. Ramíslenskur snagi.
8. Farartálmi Faraós.
9. Kvenmaður.
10. Sem gengur ójafnt.
11. Myndast er öldur rísa.
12. Feykir öllu lauslegu.
13. Isl. bæjarnafn.
14. Vex víða á íslandi.
15. þýsk iðnaðarborg.
11.
12.
13.
14.
15.
Samstöfurnar:
ar—as—a—birk—
en—en
ess—drós
—geisl—hús—í—i—i—i—ing—hav—
jó—lönd—náð—nes—ótt—o—of—osl
—rauð—rok—sak—skrykkj—sæ-unn
—ugl—u—trje—trje—viðr.
Samstöfurnar eru alls 35 og á að
setja þær saman i 15 orð i samræini
við það sem orðin eiga að tákna,
þannig að fremstu stafirnir í orðun-
um, taldir ofan frá og niður og öft-
ustu stafirnir, taldir að neðan og
upp, mynda nöfn tveggja fyrv. al-
þingisforseta. Strykið yfir hverja
samstöfun um leið og þjer notið
hana í orð og skrfið orðin á listann
til vinstri. Nota má ð sem d. og í
sem í, a sem á, og u sem ú.
Sendið „Fálkanum“, Bankastræti
3 lausnna fyrir 25. des. og skrifið
nöfnin i horn umslagsins.
* Allt með íslenskum skipum! *
VERNDARENGILL
HÖRUNDSFEGUR-
ÐARINNAR
„Ekkert veitir stúl-
kum eins mikið að-
dráttarafl og fagurt
hörvmd" segir hin
fagra Mary i'iokin.
„Jeg nota altai Lu.;
Handsápu, vegna
þess að hún veitir
hörundinu silkimý.,t
og heldur \ ið æsuu-
útliti. Hún er dá-
samleg."
★
Hin yndislega fegurð filmleik-kvenna í Holly-
wood, er að þakka hinni stöðugu notkunn
hvítu Lux Handsápunnar. Þær treysta á hið
mjúka löður hennar og láta það halda við
yndisþokka sínum og æskufegurð. Látið hörund
yðar njóta sömu gæða, og þjer munuð undrast
6RÆNAT0R6SN0BBIÐ.
SKÁLDSAGA
eftir
HERBERT ADAMS
laus, heldur liafði hann lifað á lánum frá
Jóa Leví — Fantinum sem fjefletti Randall
lávarð — sem við kölluðum Jock — og ves-
iings Jock framdi sjálfstnorð af því hann
gat ekki staðið í skilum. Rollo vissi mæta-
vel um þetta og samt fjekk hann lán hjá
Leví og eyddi svo því síðasta af peningun-
um í veðmál. Jeg er engin tepra, Bruce, en
jeg vil ekki eiga mann, sem hagar sjer
þannig — og hann liafði verið að gabba
mig allan þann tíma sem við vorum trú-
lofuð.
Röddin ldökknaði ofurlítið er liún sagði
þessi orð, en ekkert benti á það, að liún
ætlaði sjer að láta undan geðshræringu
sinni.
— Líttu nú á, Joan. Veistu hversvegna
Rollo hafði enga peninga?
— Hann erfði enga eftir föður sinn.
- Það er rjett. Cornelius gamli gerði þar
heljar axarskaft. Hann var rjett sæmilega
efnaður og meðan hann var lifandi, fjekk
Rollo þúsund pund á ári. Cornelius var erf-
. igi Nicholas bróður síns og auðvitað var
að ræða Brannock-eignirnar, svo Cornelius
gamli sagði altaf: — Rollo hlýtur að eignast
þær þegar jeg lirekk upp af, svo jeg þarf
ekki að sjá fyrir honum. Þessvegna er rjett
að dætur mínar fái alt, sem jeg á. Til allrar
óhamingju samdi karlfauskurinn sjálfur
erfðaskrá sína, því hefði hann farið til lög-
fræðings, hefði sá liinn sami bent honum á
tvo möguleika: í fyrsta lagi, að ef frú Bran-
nock dæi á undan manni sínum, kynni hann
að kvænast aftur og eignast erfingja, og þá
fengi hvorugur þeirra ncittt. 1 öðru lagi ef
Cornelius sjálfur dæi á undan hróður sín-
um yrði Rollo að lepja dauðann úr krákuskel
þangað til föðurhróður lians þóknaðist að
leggja sig til hinnar hinstu livíldar. Senni-
lega hefir nú Cornelius ætlað þessari erfða-
skrá að vera aðeins til bráðabirgða, og ætlað
að breyta henni ef svo bæri undir. En svo
fór það þannig, að hann dó snögglega tveim
árum síðar, og Rolló stóð eins og hann var
kominn: arfi hans ráðstafað burt og teldð
fyrir árstelcjur hans, sem hingað til höfðu
verið.
— En maður skyldi halda, að systur hans
ljeti hann ekki svelta?
Það má ekki gleyma þvi, að þær eru
giftar. Það kom til mála að færa þetta eitt-
hvað í lag, en Tempest og Bennikin settu
þá upp liundssvip. Þeir sögðu, að alt færi
hækkandi í verði, erfðagjaldið væri liátt og
erfðaskrá væri erfðaskrá. Rollo er sjálfstæð-
ur að upplagi og jafnframt upstökkur, og
hann gat ekki farið að beiðast beiningja af
þeim mágum sínum. Hann sagði, að ef þeir
vildu lána sjer sem svaraði sex mánaða tekj-
um sínum, skyldi hann á þeim tíma ná sjer
í einhverja atvinnu og greiða þeim lánið
aftur. Þessvegna liefir liann enga peninga.
— En hann fjekk sjer ekki neitt að gera,
sagði Joan.
— Það er ekki allskostar rjett. En Rollo
hefði átt að segja þjer hvernig í öllu lá. Það
er óendanlega leiðinlegt, að hann skyldi
ekki gera það, en hann hafði liinsvegar enn
ekki neina vissu og ætlaði að koma þjer að
óvörum. Jeg vissi af öllu saman, en enginn
annar. Hann var að vinna að uppfinningu,
ásamt náunga sem heitir Peterson — það
var sjálfvirkt tengsli i járnbrautarvagna.
Það er hlutur, sem lengi hefir vanhagað um
og hefði þeir gelað gert það almennilega,
var stórfje i boði. Hugsaðu þjer bara allar
þær þúsundir járnhrautarvagna, sem eru i
notkun í öllum heiminum. Alla vantar þá
svona tengsli og enginn hefir getað fundið
þau upp almennileg enn. Rollo og Peterson
þóttust hafa leyst þrautina, en það var djTt.
Því lijer er ekki aðeins um að ræða að teikna
hlutinn sjálfan og láta smíða hann, heldur
verður lika að leigja járnbrautai-vagna og
eimreiðar til að gera tilraunir með og þess-
ar tilraunir verður að gera i leyni. Þessvegna
varð hann að fá fje eð láni hjá Jóa Leví.
Þegar þeir höfðu unnið að þessu mánuðum
saman, þóttust þeir hafa fullkomnað það.