Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1934, Síða 2

Fálkinn - 10.03.1934, Síða 2
9 I' Á I. R 1 N N ------- GAMLA BÍÓ ---------- Bros gepnm tár. Gullfalleg og efnisrík talmynd i 12 þáttum eftir leikriti JANE COWL og JANE MUHFIN: ‘ „SMILING THROUGH". Aöaihlutverkin leika: NOIUIA SHEARER FREDRIC MARSII LESLIE HOWARD „Bros gegnum tár“ hiaut lieið- urspening í gulli sem besta mynd Bandaríkjanna 1933. Það er mynd sem hrífur hjörtu allra. EGILS PILSNER BJÓR MALTÖL HVÍTÖL. SIBIUS SÓDAVATN GOSDRYKKIIÍ, 9 tegundir. SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ j tryggja gæðin. 1 H.f. Ölgerðin | Egill Skallagrimsson Sími 1290. Reykjavík. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■H INSULITE- veggplötur. Efni þetta ryður sjer nú mjög til rúms hjer á Iandi, eins og annarsstaðar í heiminum. Það hefir verið notað í 100 hús á íslandi með mjög góðum árangri. I n s u I i t e einangrar betur en nokkurt annað byggingarefni. Það gerir húsin hljóðþjett, hlý og rakalaus. Notið það í ný og gömul hús. Hart Insulite er til margvíslegra nota betra en aðrar vegg- plötur. Athugið verð og gæði. INSULITE er mjög fallegt að lit, og vekur aðdáun allra byggingameistara og listamanna. EINKASALI Á ÍSLANDI: Timburverslunin Völundur h.f. Reykjavík. ----- nýjabío ------------- Bláa paradísin. Ljómandi skemtileg frönsk mynd, tekin undir stjórn Joe May i París og fegurstu skemti stöðum við Miðjarðarliaf. Aðalhlutverk: BRIGITTE HELM, ALBERT PREJEAN og JAQUELINE MADE. /Erslafull, fyndin og fögur mynd! SVAM-VITAMIN smjðrlíki Ier eina íslenska smjörlíkið, sem jafngildir sumar- smjöri að A-fjör- efnamagni. Best að aucjlýsa I Fálkanum. Hljóm- og RROS tiEGNUM TÁR. Þessi mynd, sem gerð er eftir leikritinu „Smiling Through“ eftir Cowl og Murfin og tekin af Metro Goldwyn Mayer undir sljórn Sid- ney Franklin, hlaut heiðurspening „Photopiay" sem besta mynd árs- ins 1933. Enda mun flestum er hana sjá bera saman um, að tæp- iega sje unt að hugsa sjer hugnæm- ari mynd og betur leikna. Sagan sem myndin segir er í stultu máii þessi: Sir John Cart- eret hefir á brúðkaupsdaginn sinn orðið fyrir hinum þungbærasta harmi. Brúður hans, sem hann unni af alhug, Moonyeu, var myrt fyrir altarinu, meðan verið var að gefa þau saman. Morðinginn var .leremy Wayne, keppinautur hans. I'essi sorg hefir eitrað alt líf hans og fylt það hatri til morðingjans. En það er eins og nokkuð fari að rofa til i sorg hans eftir að hann hefir lekið til fósturs Katleen syst- urdóttur Moonyen, sem varð mun- aðarlaus í bernsku. Ilún elst upp á heimili hans og er í öliu lifandi eftirmynd móðursystur sinnar. En svo ber það við, að hún verð- ur ástfangin af Kenneth, syni morð- ingjans, sem ekki hefir hugmynd um ódæði föður síns. Undir eins og sir John verður þessa vísari blossar hið gamla halur hans upp á ný og hann fortekur, að þau fái nokkurntíma að eigast. Kenneth er að fara i stríðið og hann og Kath- leen. hafa viljað giftast áður en hann færi á vígstöðvarnar en fá því ekki ráðið fyrir ofríki sir talmyndir. John, sem hótar Kathleen öllu illu ef hún giftist Kenneth. Svo fer hann í striðið og er burtu i fjögur ár. Að stríðslokum kemur hann heini aftur sem örkumla hermaður. Hún leitar hann uppi og fær að vita, að hann ætlar sjer til Ame- ríku. Hún grátbænir hann um að hafa sig með, því að ást hennar til hans er henni meira virði en alt annað. En hann neitar. En sögu- lokin verða þau, að hjarta sir John mildast og kærleikur hans til stúlkunnar verður yfirsterkari hatr- inu til sonar þess iqanns, er svift hafði hann því, sem honum var dýrmætast. Leikendurnir leysa hlutverk sin hver öðrum betur af hendi, enda er valinn maður í hverju hlutverki. Hinn aldraða sir John leikur Les- lie Howard. En stúlkuna fóstur- dóttur hans leikur Norma Shearer og Kenneth Wayne leikur Fredrich March, hinn ágæti leikari, sem m. a. hefir orðið frægur í hlutverkum sínum í „Tákn krossins“ og ,,Dr. Jekyil og mr. Hyde“. Ennfremur má nefna Ralph Forbes. — Þessi hrifandi mynd verður sýnd á GAMLA BIO á næstunni. RLÁA PARADÍSIN Þessi kvikmynd er tekin á frönsku og ber þess merki, að Frakkar gera sjer far um, að end- urbæta kvikmyndaiðnað sinn. Myndin er einkennileg um margt og yfir henni er sjerstakur blær, sem ekki er tíður á kvikmyndum, en gerir myndina heillandi. Aðalpersónurnar eru nýgift hjón, leikkonan Anita Paglioni (Brigitte Helm) og Henry Keller (leikinn af .einu mesta eftirlætisgoði Parísar- búa, Albert Préjean). Þau verða að fara með giftingu sína eins og mannsinorð, til þess að spiila ekki fyrir leikkonunni, þvi að allir vilja heldur sjá ógiftar leikkonur en giftar — og hafa ákveðið að ferð- ast eins og ógift væri suður lil Capri í brúðkaupsferð. En í sömu svifum býðst henni kvikmyndalilut- verk í París og hún kýs það frem- ur en ferðalagið. Maðurinn hennar verður reiður og einsetur sjer að fara samt og velur sjer að förunaut unga stúiku á ferðaskrifstofunni þar sem hann hefir keypt farmiðana. En til þess að hafa vaðið fyrir neð- an sig segist stúlkan eiga unnusta á Capri og tekst að hitta rakara þar, sem tekur að sjer að leika það hlut- verk. Henry og stúlkan fara svo lil Gapri og njóta lífsins, en þegar minst varir kemur konan hans þangað, þvi að henni hefir fekisl að fá leikstjórann til að taka úti- myndirnar þar syðra. Kemst Henri nú í bobba og skal það ekki rakið hjer hvernig greiðist úr þessari flækju. Það sem myndin hefir sjer til gildis, auk ágæts leiks, eru hinar undurfögru náttúrusýningar, sem myndin er mettuð af. Flestar þessar sýningar eru frá frægum skemti- ferðastöðum, sem flestir hafa heyrt getið. Sumt fer fram við Riviera, sumt á Capri og í tilbót ferðast á- horfandinn með leikendunum upp Vesuvíus, alla leið upp að eldgign- um. í myndinni eru ijómandi falleg ítölsk lög sungin. Það er hinn alkunni gamanleikja- stjóri Joe May, sem hefir annast leikstjórn þessarar myndar og tek- ist svo vel, að þessi mynd ber það nafn með rentu að heita ein skemti- legasta og unaðslegasta gamanmynd sem lengi hefir sjest. Stuðlar og þar að hinn ágæti leikur þeirra tveggja aðalpersóna sem nefndar voru en auk þeirra má nefna Jaquellne Made, Jim Gerald og Pierre Bras- seur, sem öll leika ágætlega. Enda hefir myndin fengið ágæta dóma hvar sem hún hefir verið sýnd hingað til. Hún kemur fram bráð- lega á Nýja Bíó. Engin þjóð hefir aukið útflutn- ingsverslun sína eins stórkostlega á síðustu árum og Japanar. Má segja að vörur þeirra, sem framleiddar eru með margfait ódýrari vinnu- krafti en i Evrópu og Ameríku ryðji sjer rúms um allan heim, þó að hvergi hafi þær náð eins mikl- um markaði og í Indlandi -— á kostnað Breta. Nýlega fóru Japanar að senda lifandi fisk yfir þvert Kyrrahafið til San Fransisko og var hann boðinn miklu lægra verði en heimaveiddur fiskur. En ltoose- velt var fljótur til og bannaði þeg- ar þessa verslun. ——x------ Metro-Goidwyn-Meyer er í sarnn- ingum við Franz Lehar um að kvik- mynda frægustu óperettu þessarar aldar, „Iíátu ekkjuna". Eiga Maur- ice Chevalier og Jeanette MacDon- ald að leika aðalhlutverkin, en leik- stjórinn verður Ernst Lubitz. Og Lehar á sjálfur að stjórna liljóm- sveitinni. Það verður mynd, sem horfandi er á.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.