Fálkinn - 29.09.1934, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
Setjið þið saman! 34-
Þrenn verðlaun: hr. 5, 3 on 2.
2..........................
3 ........................
4 ........................
5 ........................
6 ........................
7 ..........................
8 ..........................
9............................
10.........................
11.........................
12.........................
Samstöfurnar:
a—a—arg—al—am—babb—borg—
borg—dens—e—e—e—dehl—ham
—har—i—i—(í—íz—ill—kam—le—o
o—Rom—rom—te—tal—u—ven
1. Einföld lyftivjel.
2. Stór verslunarborg.
3. Borg á Fjóni.
4. Fræg persóna hjá Shakespeare.
5........elos, grískur stjórnmála-
maður.
6. Þras og læti.
7. Frægt óperettutónskáld.
8. Borg á Indlandi.
9. Ileilsubótardrykkur.
10. ítölsk borg.
11. Útlent kvenheiti.
12......... kemur stundum í bát-
inn.
Samstöfurnar eru alls 30 og á að
setja þær saman í 12 orð í samræmi
við það sem orðin eiga að tákna,
þannig að fremstu stafirnir í orðun-
um, taldir ofan frá og niður og öft-
ustu stafirnir, taldir að neðan og
upp, myndi nöfn tveggja verkfræð-
inga. Strykið yfir hverja samstöfu
um leið og þjer notið hana í orð og
skrifið orðið á listann til vinstri.
Nota má ð sem d og i sem i, a sem
á, og u sem ú.
Sendið „Fálkanum“, Bankastræti
3 lausnina fyrir 1. nóv. og skrifið
nöfnin í horn umslagsins.
NÝTRÚLOFAÐUR PRINS. Sjást þau hjer á myndinni. Það er
Georg Englandsprins opinberaði Marina prinsessa, sem stendur
fyrir skömmu trúlofun sína og lengst til hægri.
Marinu prinsessu af Grikklandi.
Montague sást í dyrunum. „Herrar mínir
og frúr“, sagði hann, „Þetta er herra Ant-
hony Trent frá New York!“
Allir horfðu á Trent. Það var eins og allir
andvörpuðu og að þrá væri í hverju and-
varpi. Enginn af þessu fólki þekti Anthony
Trent, en eigi að síður átti það bágt með að
svála forvitni sinni. Þetta var þeim boðberi
frá týndri veröld og hver veit nema einmitt
hann væri til þeirra sendur til þess að opna
þeim braut til frelsis aftur. Aldrei hafði
fólkið sjeð nýkominn gest, sem virtist vera
jafn viljasterkur. Hann var jafn blátt áfram
þegar hann hneigði sig i kveðju skyni fyrir
fólkinu eins og hann væri að koma í venju-
legt samsæti.
Montague sneri sjer að Trent. „Jeg ætla
að biðja yður að fá yður sæti hjá Stanton
liershöfðingja og herra Branner, sem er
landi yðar. Þjer hafið máske heyrt nafn
hans áður, það var alkunnugt meðal fjár-
málamanna“.
James Branner! Trent mundi, að maður
með því nafni hafði lagt stórt kaupsýslu-
fyrirtæki i rústir, fjeflett fjölda manns og
svo að lokum framið sjálfsmorð. En hann
veitti Stanton hershöfðingja meiri athygli,
manninum sem hafði verið nær þvi kom-
inn að ná aftur frelsi sínu, en nokkur ann-
ar af gestum X kapteins.
Stanton var sterklega vaxinn og gildur,
með grátt hár og hvöss, blá augu.
„Jeg minnist þess að hafa sjeð yður við
Coblenz“, sagði hann við hershöfðingjann.
„Þjer verðið að afsaka, að jeg man ekki
til að hafa sjeð yður“, svaraði Stanton vin-
gjainlega.
„Við vorum sinn í hvoru umhverfinu“,
sagði Trent. „Jeg var óbreyttur hermaður“.
„Ef sumir hershöfðingjarnir hefðu verið
óbreyttir liðsmenn eins og þjer, mundi það
hafa sparað okkur mikla fyrirhöfn“, sagði
Stantoh.
James Branner tók ánægjulega í hönd
landsmanns síns. Hann var digur maður,
gráhærður og andlitið feitt og í fellingum.
„Jeg var einu sinni formaður í Eastern
Trust og Security Corporation of Chicago“,
sagði hann. „Nú er jeg sextíu og þriggja
ára, en skaut mig árið 1923 og var grafinn.
Jeg geri ekki ráð fyrir, að það hafi verið
margir, sem fylgdu mjer til grafar. Það var
varaformaðurinn í fjelaginu sem borgaði X
lcapteini fje til þess að láta mig hverfa.
Hann hafði svikið fjelagið og gat svo velt
sökinni á mig. Svona er nú sagan min“.
Hann þagnaði þegar einn af malajaþjón-
unum, klæddur í hvít föt, kom til að bjóða
þeim cocktail.
„Við tæmum skálina og óskum okkur sig-
urs yfir þorpurunum“, sagði James Brann-
er. „Með þorpurunum á jeg við bófana, sem
reka þennan stað. En okkar á milli sagt, er
staðurinn skrambi vel rekinn“.
„Þá skál vil jeg drekka með glöðu geði“,
sagði Trent. „Skál frelsisins“.
Trent tók eftir að Stanton hershöfðingi
varp öndinni. Líklega hefir hann verið að
hugsa til flóttans sem mistókst, tilraunar-
innar með að útvarpa fregninni um X kap-
tein og dularhöllina.
„Jeg hefi reynt að ná aftur frelsi mínu en
það varð árangurslaust“, sagði hann. „En
vitánlega getur þetta ástand ekki orðið
ævarandi. Hver veit nema hr. Trent verði
oklcar Móses“.
„Máske lifum við það ekki“, sagði Brann-
er. „Og i öðru lagi er jeg þegar dauður og
grafinn“.
„Jeg hefi lika framið sjálfsmorð“, sagði
hersliöfðinginn og brosti. „Þeir eru vanir að
halda því á lofti til þess að ekki sje farið
áð ran'nsaka hvörfin. Branner veit hvers-
vegna hann var sendur hingað, en jeg hefi
ekki nokkurn grun um ástæðuna til þess að
mjer var rænt. Montague mundi geta sagt
mjer það, en hann vill það ekki vegna þess
að jeg tók dálitið eftirminnilega í lurginn
á honum einu sinni“.
„Það er máske best að vila ekkert um
það“, sagðl Branner.
Trent skimaði kringum sig með mestu
áfergju. Honum var umhugað um, að fá
að liitta þessar tvær konur, sem voru orsök
þess, að hann var þarna staddur. Lafði
Joan var eina unga stúlkan, sem þarna var
niður komin. Það var ekki um að villast að
hún var forkunnar fögur. Hún talaði svo
eðlilega og látlaust við frú Arguello, alveg
eins og þær sætu saman á stóru gistiliúsi.
„Þetta er ljómandi falleg stúlka. Hún
heitir lafði Joan Cranleigh", sagði hershöfð-
inginn. „Jeg þekti föður hennar“.
„Collins læknir sagði mjer af henni“, sagði
Trent. „Hverja er hún að tala við?“
„Það er frú Arguello, kona frá Suður-
Ameríku. Hún var víst ákaflaga einmtma
þangað til lafði Joan kom. Þar hitti hún fyr-
ir vinkonu, sem talaði ágætlega spönsku.
Viljið þjer ekki reyna þetta hvitvin? Vinin
hjerna eru alveg ágæt“.
Hinir gestirnir voru allir að hugsa um
miðdegisverðinn. Það var hvorki hægt að
marka á orði eða augnaráði, að þetta fólk
væri numið á burt og sæti þarna i æfilöngu
fangelsi, fjarri frjálsu lifi. Trent veittist erf-
itt að átta sig á þessu.
Þarna var hann staddur á sjálfum Bret-
landseyjum, dæmdur til gleymsku og seldur
fyrir fjárupphæð, sem hann liafði sjálfur
lagt til. Þetta var alt svo fjarstætt, að flestir
mundu hafa neitað að trúa því. Jafnvel
menn, sem hafa augun opin fyrir lithverf-
ingum lífsins mundu, jafnvel þótt þeir gæti
játað að þetta væri hugsanlegt, liafa neitað
því, að það væri framkvæmanlegt. Þeir
mundu hafa hugsað sjer, að einhver þeirra,
sem hafði átt lilut að því að ryðja fólkinu
úr vegi, hefði iðrast gerða sinna eftir á og
reynt að ljetta samvisku sína með þvi að
meðganga glæp sinn. Þrátt fvrir alt liafði X