Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1934, Blaðsíða 1

Fálkinn - 20.10.1934, Blaðsíða 1
42, Reykjavík, laugardaglnn 20. október 1934 VIL Frá Lapplandi. Landflæmin nyrst á Skandinavíu- skaga, sem einu nafni eru kölluð Lappland en hjetu á fornu máli Finn- mörk, eru um fjórum sinnum stærri en ísland. Var Finnmörk í upphafi norskt skattland, en síðar fóru Svíar og Rússar að gera út grávörukaup- menn þangað og heimta skatt. Með samningum þessara ríkja 1751 og 1826 var landinu skift milli þessara þriggja landa, og samningar eru einnig um, að hreindýraeigandi, sem býr t. d. inn- an landamæra Svíþjóðar megi beita í Noregi suma tima ársins, því að eins og kunnugt er flytja Lapparnir sig til með hjarðir sínar eftir árstíðunum. Landið er hrjóstugt og skóglaust og svipar að þvi leyti til íslenskra öræfa og hreindýrarækt er aðalatvinmweg- urinn. Málmar eru þar i jörðu, svo sem við Kiruna og Gellivare og hafa risið upp þorp og smábæir í sam- bandi við námurndr. Ilæsta fjallið í Lapplandi heitir Kebnekaise, sem er litlu lægra en Öræfajökull. — Sakir nádtúrufegurðar hefir ferðamannaað- sókn aukist mjög til Lapplands síð- ustu áratugi og má segjco að Lappland sje helsti keppinautur íslands, því að margt er líkt með báðum löndunum, þó þjóðir óg þjóðlíf sje gerólíkt. fíæði löndin eru strjálbygð fjallalönd og stendur Lappland betur að vígi um það, að eigi þarf að fara sjóferð til að komast þangað. — Hjer á efri myndinni sjest norski krónprinsinn og kona hans (í Lappabúningum) á gangi í Kautokeino en að neðan eru /;au í sleða. :;x:x;:x

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.