Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1934, Side 3

Fálkinn - 20.10.1934, Side 3
F Á L K I N N O t VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiSist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Endurfæðíng heimsins. Heimurinn þjáist ákaft. Mannkyniö æpir af kvölum, hærra en nokkru sinni fyr. Hver er tilgangurinn með þessari hræðilegu þjáningu. Hún táknar að lýðræðið er að starfa. Lýðræðið hefir flutt sig að hliði dauðans til þess að ala fóstur sitt. Og það heitir Bandaríki al- lieimsins! Lýðræðið, frjóvgað af heilögum anda framfaranna er að fæða erfingja allra komandi alda. Og láttu ekki hugfallast, blessaða lýðræði. Þó að kvalir þinar virðist óbærilegar, þá huggaðu þig við, að þær eru bráðum á enda. Gleðin mikla er á leiðinni og brátt eru kvalir þínar ekki til nema í endur- minningunni. Þegar sonur þinn hvílist við brjóst þjer, fallegur og Ijómandi og með svipkeim af sjálf- um guðs syni, þá gleymist þjer öll sorg. Af baráttu allra þjóða á öllum öldum mun það koma, sem ryður veginn að samvinnu allrar verald- arinnar. Þannig vex liljan einnig upp úr óhreinni jörð. Við erum byrjunin að því skipulagi, sem táknar var- anleik framfaranna. Þegar Banda- ríki veraldarinnar koma, inun okk- ur aldrei hraka til baka í sið- leysið. Við viljum aldrei stríð framar. Við sverjum það og trúum á það. Öll undirhyggja, heimska, sviksemi, svo og falskt stærilæti mannanna mun ekki geta hindrað hinn eilifa frið. Hermenskulöndunum skal fleygt niður til helvítis, þar sem fyrirlitn- ing alheimsins gnauðar á þeim. Ljómi sigurvinninganna og glit valdsins mun farast en mannkynið lirósa sigri. Bandaríki heimsins eiga að ná til allra þjóða, stórra og smárra, eins og úthafið nær til allra fljóta og vatna. Ljómi einvaldsherranna verður á hafsbotninum, hjá ryðg- uðum leifum af herskipum og fall- byssum. Og loks byrjar mannkynið að lifa og mannsorkan verður notuð til þess að byggja upp en ekki til að eyðileggja. Listir, visindi, versl- un, landbúnaðar og iðnaður og mentun eflist með risaskrefum. Vertu því hughraust og þrek- mikið, blessaða lýðræði. Dagur þinn er í nánd. Og áf syni þínum munu allar þjóðir heimsins blessun iiljóta. Þegar sonur þinn fæðist munu englarnir syngja enn á ný: „Dýrð sje guði í upphæðun, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum“. Málverkasýning Jóhanns Briem. Nýr maður í ís- leiiskum lista- mannahóp heldur sýningu á mál- verkum sínum í T emplarahúsinu um þessar mund- ir. Er það Jóhann Briem frá Stóra- Núpi. Jóhann hef- ir ekki haft hátt um sig og aldrei haldið sýningu áð- ur hjer, þó að sýn- ing þessi beri þess glögg merki, að hann mundi fyrir löngu hafa getað haldið sýningu, sjer til sóma. Svo sjerkennileg er þessi sýning hans og svo glögg að- alsmerki góðrar listar á henni. í vali verkefna fer Briem ýmsar leið- ir og munu sýn- ingargestir eink- um veita manna- myndum hans at- hygli. Myndir eins og „Tvær stúlkur“, Gullbrúðkaup úttu 2. þ. m. Gað- mundur Sigurðs- son bóksali og söðlasmiður d Iiöfn í Hornafirði og kona hans Sig- ríður Jónsdóttir. Brúðhjónin eru bæði um úttrætt. Siðastliðinn sunnudag var öld liðin frá fæðingu H. Th. A. Thom- sens kaupmanns. Var hann fæddur í Keflavik og sonur Ditlev Thom- sens, sem verslaði þar þá, en stofn- aði Thomsensverslun í Reykjavík árið 1837. Druknaði D. Thomsen 1857 og tók H. Th. þá við versl- uninni og rak liana til dauðadags 1899, eða 42 ár, og var hún um Og synir mannanna og dætur munu svara í sigurgleði sinni: „Hallelujah! Því að guð almáttugur stjórnar og hann mun stjórna um aldir alda“. Frank Crane. Magnús Ingibergsson rafvirki í Ilafnarfirði, varð hO úra iý. þ. m. langt skeið langstærsta verslun landsins. Sonur hans, Ditlev Thom- sen lconsúll tók þá við versluninni og færði mjög út kvíarnar, en skömmu fyrir stríð seldi hann all- ar eignir hennar og fluttist úr landi. — H. Th. A. Thomsen tók drjúg- an þátt í fjelagslífi Reykjavíkur og ljet margt gott af sjer leiða. Var hann með rjettu talinn einn nýtasli borgari bæjarins og fyrirmynd annara um alt sem laut að starf- semi hans sem kaupmanns. sem hjer birtist eftirmynd af — sem því miður nær alls ekki að gefa rjetta hugmynd um málverkið — „Þýskur verkamaður“, „Pólskur bóndi“ og „Blámenn" eru allar ný- ung á íslenskri málverkasýningu. Og yfir öllum myndunum hvílir einkennilegur, persónulegur blær sem gerir sýninguna efirtektarverð-i. Alls eru á sýningunni 21 oliu- mynd, jafnmargar vatnslitamyndir og tólf teikningar og eru þessar myndir nálega allar gerðar tvö síð- astliðin sumur og i fyrravetur. Eru nær allar landlagsmyndirnar inn- lendar, og mjög margar af Þing- völlum og grend. Jóhann Briem er aðeins 27 ára að aldri og tók stúdentspróf hjer vorið 1927 og var á háskólanum næstu vetur en fór þá til Dresden, haustið 1929. Gekk hann á einka- skóla þar fyrstu tvo veturna en. tók inntökupróf á listaháskólann i Dresden vorið 1931 og hefir num- ið þar síðan. Mun hann vera eini Islendingurinn, sem stundað hefir málverkalist á þessum fræga lista- skóla. Nú er hann sestur að hjer og hygst að starfa hjer fram vegis. Ljósmyndin eftir Kaldal. Sigurborg Jónsdóttir frú Arn- arbæli, varð 70 úra 15. þ. m., nú til heimilis i Hafnarfirði. Ekkjan Kristín Þorleifsdóttir, Reykjavíkurveg Hi, Hafnar- firði, verður 70 úra 22. þ. m. : Vasaljós. • • í miklu úrvali. Battarí og perur. ; Rafmagns-skuggamyndavjelar (í : sambandi við vasaljós). Vasa- • bíó, vasasmásjá, vasahnifar. j B R U U N, Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.