Fálkinn - 05.01.1935, Page 4
4
F Á L K I N N
Baráttan við hæsta tindinn.
I GREIN ÞESSARI SEGIR FRÁ SÍÐUSTU TILRAUNINNI, SEM GERÐ HEFIR
VERIÐ TIL ÞESS AÐ KOMAST UPP Á HÆSTA TIND VERALDAR, MOUNT
EVEREST. TILRAUNIN TÓKST EKKI, EN EINN LEIÐANGURSMANNA
KOMST UPP í 8550 METRA HÆÐ OG VARÐ ÞÁ AD SNÚA VIÐ — AÐEINS
332 METRA FRÁ TINDINUM.
Sumarið 1933 voru ýms
frægðarverk unnin, sein vöktu
aðdáun um allan heim, en
flest þeirra, sem mest bar á,
voru tengd flugvjelunum. 1
aprílmánuði um vorið unnu
enskir flugmenn það frægðar-
verk að fljúga yfir Mount Ever-
est, hæsta fjall heimsins. í júlí
flaug Balbo með flugsveit sinni
um ísland vestur yfir haf til
Chicago og til baka yfir sunn-
anvert Atlantshaf og er það
merkasta hópflug, sem fram-
kvæmt liefir verið í veröldinni.
Skömmu síðar sveimaði Lind-
berg fram og aftur meðfram
Grænlandsströndum og um ís-
land og Færeyjar og að þvi
loknu um ýms lönd Evrópu og
ljet sem hann væri að leika
sjer. Sama árið flaug Post hinn
eineygði kringum hnöttinn á
rúmri viku og Frakkarnir Cod-
os og Ross setlu nýtt met í lang-
flugi, frá New York og alla leið
austur á Sýrland. Allir minn-
ast alls þessa, en aðeins fáir af-
reks, sem unnið var sama sum-
arið og reyndi miklu meira á
mannlegt þol og hugrekki en
áðurnefnd flug. Það er Rutt-
ledgeförin til Mount Everest,
sem hjer er átt við.
För þessi náði að visu ekki
tilgangi sínum, en samt sem
áður táknar hún met i allri
fjallgöngusögu. Það var í þess-
ari för, að í fyrsta sinn var
slegið tjöldum i 7930 metra hæð
yfir sjó. Og þánn 30. maí vann
einn leiðangursmaðurinn það
þrekvirki að komast einn upp
F. S. Smythe, sem var næstur Rutt-
ledge aö völdum í förinni og komst
liærra en nokkur maður hefir kom-
ist gangandi — 8550 metra.
i 8550 metra hæð — en tindur-
inn er 8882 metrar.
Förin var stórdáð þó hún
mistækist. En fararstjórinn,
Hugh Ruttledge er elcki af baki
dottinn og hýr sig undir nýja
ferð, 1935. Fyr verður undir-
búningnum ekki lokið. --------
— — Baráttan við Mount
Everest liefir kostað mörg
mannslíf. Þegar flugvjelarnar
tvær, sem lafði Houston kost-
aði, sveimuðu kringum tindinn
3. april 1933 og flugmennirnir
Clydesdale lávarður og Mac
Intyre liðsforingi liorfðu niður
á liæsta fjall veraldar, var
Ruttledge-leiðingurinn ekki
kominn nema upp i Himalaya-
dali, á leið upp að rótum fjalls-
ins. Hvað munu þeir hafa hugs-
að göngumennirnir, er þeir litu
flugvjelarnar yfir fjallstindin-
um? Líklega hafa þeir liugsað
sem svo, að það væri ahnað
að ganga upp á fjallið en að
fjjúga yfir það, og að ekki gæti
fjallið talist sigrað, fyr en mað-
ur hefði stigið fæti sinuin á
tind þess......
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að sigra Hima-
laya. Allir aðrir tindar, sem
hafa lokkað mennina, eru sigr-
aðir fyrir löngu. Matterhorn,
tröllatindurinn, sem reyndist
erfiðastur viðfangs allra fjalla
í Evrópu, var yfirunnninn 1865.
Seinasti hámarkstindurinn, að
undanteknum Everest, Mount
Logan — hæsta fjall Norður-
Ameríku, varð að láta í litla
polcann 1915. Mount Everest,
sem menn áður rugluðu saman
við annan Himalayrisa, Gauri-
sankar, er enn ósigraður.
Snjóhlinda, fjallasýki, snjó-
flóð og kuldi, eru vopnin, sem
Mount Everest beitir. Þrettán
liugrakkir menn liafa beðið
bana í viðureigninni við fjallið.
Fjallasýkina, sem stafar af súr-
efnisleysi loftsins þegar í hæð-
irnar kemur, og kuldinn, sem
oft getur orðið alt að 55 stig,
þektu menn og gátu húið sig
undir. En verra er að mæta
skyndigestunum, f árviðrunum
og snjóflóðunum, sem jafnan
geta komið eins og þjófur á
nóttu, jafnvel á þeim tíma sem
bestur er, en það er seinni
hluta maí og fyrri liluta júní.
Þegar fárviðrin keyra fannirn-
ar ofan af tindunum megnar
enginn mannlegur máttur móti
að standa, en meira en þrjá
hægviðrisdaga í röð þekkja
menn ekki á Mount Everesl.
Þegar kemur fram í júní hyrja
monsúnvindarnir og ]iá er ekki
viðlit að liafast við í fjallinu.
Ilvað snjóflóðin snertir nægir
að minna á reynslu enska
höfuðsmannsins Bruce 1922.
Snjóskriða tók níu af mönnum
hans og aðeins tveir af þeim
náðust lifandi. Tveimur árum
siðar reyndi Bruce á nýjan
leik. I þeirri ferð tókst tveim-
ur af mönnum hans, Mallorj'
og Irvine, að komast í 8.400
metra hæð, en þá skall á þá
þoka, og fjelagar þeirra sáu þá
aldrei framar.
Það er ekki við lamhið að
leika sjer þar sem Mount Ever-
est er. Það vissi Ruttledge líka,
þegar hann var að undirbúa
för sína 1933. Hann liafði ver-
ið embættismaður Breta í Ind-
landi i mörg ár og farið mikið
um Himalayafjöll. Meðal ann-
ars liefir hann klifið tindinn
Nanda Devi. Næstráðandi hans,
R. S. Smythe, er líka reyndur
fjallgöngumaður og gerði út
árangurslausa för til Mount
Everest 1931. Nú sameinuðust
þessir tveir vikinigar um atlögu
gegn fjallinu.
Þeir reyndu að sjá við öllu,
gerðu nákvæma áætlun um
ferðina, bygða á eigin reynslu
og annara. Og formaður nefnd-
arinnar, sem starfaði að undir-
húningnum i Londoh, var eng-
inn annar en Bruce Himalaya-
fari.
Leiðangursmennirnir komu
saman í Darjeeling uppi undir
landamærum Nepals. Þar voru
leigðir þarlendir hurðarmenn
og var úr nógu að velja. Þar
var allur útbúnaður reyndur
og kannaður — áhöld, súrefnis-
liylki, úlvarpstæki, fatnaður og
vistir. — Þegar menn koma í
7000 metra, liæð missa þeir alla
lyst á kjöti og er þá einkum
nærst á brauði, mjólkurmat og
sætindum.
Hinn 7. mars var lagt upp
frá Darjeeling, um 1000 manns
alls og var sumt al' burðarfólk-
inu kvenfólk. Förunautar Rutt-
ledge af livítum mönnum voru
14 alls og má nefna af þeim
Smythe, Shipton, Longland,
Wyn Harris og Wager, alt
ungir íþróttagarpar og vanir
ýmist Himalayagöngum eða
heimskautaferðum. Leiðangurs-
menn urðu að taka á sig krók
upp á Tíbethálendið og komu
11. april í fjallaþorpið Kampa
Dzong, sem er 170 km frá Mount
Everest. Fimm dögum síðar
komust þeir í Rongbukdalinn
og hjeldu upp eftir jöklinum,
sem í lionum er. Hinn 17. apríl
voru þeir aðeins 20 kílómetra
frá markinu. Settu þeir 1.
hækistöð sína þar á jöklinum
í 5000 metra hæð yfir sjó, en
þaðan skyldu svo fluttar vistir
og útbúnaður á 5 stöðvar aðrar
uppi í fjallinu, samkvæmt á-
Þeir verða að vera vel klœddir, sem
ganga á Mount Everest, því að kuld-
inn verður stundum 55 stig, og
næðingurinn eftir því.
Iivað munu göngumennirnir hafa hugsað, er þeir súu flugvjelarnar
sveima kringum tindinn, sem þeir keptu að?