Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1935, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.02.1935, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 arnar, því það er nauðsynlegt að starfsemi hennar vaxi hröð- um skrefum svo hún geli full- komlega fylt upp það hlutverk að vera iniðdepill allra berklavarna Reykjavíkur og aðalstoð þeirra, sem við þær eiga að fást. - En til þess að svo geti orðið þarf mikið aukið starfsfje. Nú er að vísu svo að ríkis- og bæj- arsjóður liafa ákveðið nokkuð ríflegri styrk en áður hefir ver- ið. Er þvi gert ráð fyrir að feng- ið verði stærra húsnæði. Þá er og einnig nokkur von um ^ð stöðin geti fengið röntgentæki á þessu ári. Þetta hvorttveggja mun áreiðanlega krefjast lengri starfstima og fleiri starfskrafta við berklavarnastöðina, ef þær umbætur eig'a að fullu gagni að koma. Má þvi telja nærri fíarn á vog á barnaverndarstööinni MæÖur meö börn á barnaverndarslöðinni. því víst að hinn aukni styrkur verði ekld fullnægjandi. Hér þurfa þvi einstaklingar að bregðast vel við og hlaupa und- ir bagga og þá fyrst og fremst með því að gerast meðlimir Hjúkrunarfjelagsins Líknar. 1 árslok 1933 voru meðlimir 258. Þessi tala þarf að margfaldast. Góðir Reykvikingar. Gangið sem fyrst í fjelagið og styðj- ið þannig eitl af allra þörfustu fjelögum bæjarins. Eflið þenn- an nauðsynlega þátt í berkla- vörnum og heilsuvernd. M. P. Gngbarnavernd Hjúkrunarf je- lagsins Líknar. Fjelagið rjeðist í að stofna hjer, árið 1927, verndarstöð fyrir börn á fyrsta og öðru ári og hefir sú stöð verið stai’frækt síðan. Tilgangur stöðvarinnar var, og er, eins og nafnið bend- ir til, ungbarnavernd, að vernda heilsu og heilbrigði barna, ein- mitt á því aldursskeiði, sem við- kvæmast er. Að því marki er stefnt með því að gefa verð- andi mæðrnm, góð ráð og bend- ingar um heilsuvernd með- göngútímans: „Ráðleggingar- stöð fyrir vanfærar konur“. Opin einu sinni i mánuði. En aðalstarf stöðvarinnar beinist að hirðingu barna, ef.tir fæð- inguna, á þann hátt að láta mæðrum og barnfóstrum í tje, ókeypis, leiðbeiningar um með- ferð harua, hjúkrun og nær- ingu. Börnin eru vegin og at- lmguð hvort þau sjeu heilbrigð og hafi eðlilega framför. Móð- irin fær skrifaða fyrirsögn um livaða næringu barnið eigi að fá, hve mikla og hve ofl. Ekki var í upphafi ætlast til að stöð- in sinti lækningum, öðrum en þeim, er snerta næringarsjúk- dórna eða veiklun í sambandi við næringuna. 1 framkvæmd- inni hefir þetta farið nokkuð á annan veg, því bæði er það, að fæst af fólki því er stöðina sækir, liefur neinn fastan heim- ilislæknir og svo hitt að megnið af sjúkdómum þeim, sem hörn á fyrsta eða öðru ári taka, standa að mjög miklu leyti, beint eða óbeint í samanburði við næringu þeirra og líkams- gerð (constitution) og þá hefir reyndin orðið sú að stöðin er livorttveggja í senn heilsuvernd- arstöð og lækningastöð. Við stöðina starfa einn læknir og tvær hjúkrunarkonur. Auk vinnu þeirrar sem unnin er á stöðinni sjálfri, heimsækja hj úkrunarkonur stöðvarinnar heimili barnanna öðru livoru og Iíta eftir því að hirðing barnsins sje i lagi og benda á það sem betur má fara. Sje efnahagur foreldranna mjög þröngur, reynir stöðin eftir megni að hjálpa um lýsi, mjólk, fatnað og fleira. Eins og jeg gat um áðan er öll veitt aðstoð, látin i tje ókeypis, enda er slöðin aðal- lega ætluð efnalitlu fólki, sem ekki liefir tölc ó að kaupa lækn- iseftirlit liauda börnum sínum. I framkvæmdinni hefir þetta hka farið nokkuð öðruvísi en upprunalega var til ætlað. Fólk úr öllum stjettum sækir stöð- ina og hver sem í hlut á, er öll lijálp, er stöðin lætur í tje endurgjaldslaus. Ætlast er þó til, að þeir, sem einhver efni hafa sýni viðurkenningu sína á starfinu með því að ganga í Hjúkrunarf jelagið Líkn og styrki starfsemina á þann hátt. En heldur liefir sú hugmynd átt erfitt uppdráttar, líklega fremur af sinnuleysi en vilja- skorti hjá fólki. Fyrstu árin 2, sem stöðin starfaði, var aðsókn ekki mikil, aðeins opið einu sinni í viku. Hjer var nýmæli á ferðinni, sem almenningur þurfti að venjast. Af þeim börnum, lijer í Reykjavík, sem aldursins vegna máttu sækja stöðina komu aðeins um 12—14%. Síðan hefir aðsókn aukist mik- ið og árin 1932 og 1933 eru innrituð á stöðina hjer um hil 40% af bæjarbörnum. Siðast- liðið ár, 1934, var aðsókn svo mikil (359 ný börn en 1616 endurteknar heimsóknir harna), að stöðin varð að vera opin 3 svar í viku. Afleiðing hinnar miklu aðsóknar er sú, að húsa- kynnin eru orðin alveg óvið- unandi og hika jeg ekki við að fullyrða að aðsókn yrði miklu rneiri ef hetra og stærra hús- næði væri; þvi skilningur for- eldranna á starfi og þýðingu stöðvarinnar fer sífelt vaxandi. Þýski landkönnuðurinn Vogelor er staddur í Rio de Janeiro að undirbúa rannsóknarferð yfir frura- skóga Brasilíu með loftskipinu „Graf Zepplin“ i sumar. Hefir hann boðið sænska könnuðinum Sven Hedin að verða með í ferðinni og hann tekið boðinu. Hedin er stadd- ur í Kína, og verður þessi Brasilíu- ferð síðasta ferð hans, því að nu ætlar hann loks að setjast í helgan slein. Brasilíuferðin á að standa fjórtán daga. Verður flogið fram og aftur yfir 30.000 ferkílómetra svæði, sem enn er ókannnað. Halda menn að dvergar hafist við þar í skóginum. ---x—— Tímaritið „Literary Digest“ hefir nýlega birt yfirlit yfir, hve mikiu fje stórveldin verji til vígbúnaðar og birtir til samanburðar tölurnar, sem áætlaðar voru til vígbúnaðar lyrir 1914. Eru tölurnar 1914 nefnd- ar á undan en tölurnar fyrir 1934 á eftir, og alstaðar talið i dollur- um. Tölurnar eru þessar: England 308.270.000 585.990.000, Fraltkland 117.455.000 720.149.500, Ítalía 78.871- 500, 385.483.000, Japan 57.770.100 282.324.750, Rússland 757.581.875 og 1.503.893.750, Þýskaland 771.- 745.980 og 355.394.820, Bandarikin 244.000.000 og 711.500.000. Alls hafa þessi ríki varið til hermála 2.390.224.515 dollurum 1914 en 4.010.735.830 dollurum fyrir 1934. Upphæðin hefir tvöfaldast — en samt fær lorseti friðarráðstefnunu- ar Nobelsverðlaun fyrir friðarstarf- semi sína! ---x——- Kona ein var nýlega dæmd tii dauða i London fyrir að hafa inyrl son sinn. Hann var fábjáni og hafði hún stundað hann í 30 ár, en ný- lega varð hún veik sjálf og lækn- arnir sögðu henni, að hún gæti ekki lifað lengur en misseri, nema hún ljeti gera á sjer holskurð. Hún ákvað þá að láta gera á sjer skurð- inn — en hver átti að hugsa uin son hennar á meðan? Hún tók þá það örþrifaráð að láta hann taka inn 100 aspirinskamta og setti síð- an gasslöngu i munninn á honum. — Það þykir sennilegt, að innanrík- isráðherrann náði hana. Katrin Thoroddsen. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■ Bjóðið kuldanum byrgin Besta vörnin gegn kuldanum er að klæðast hlýjum ullarfatnaði. Við höfum: Peysur, þykkar og þunnar, nærföt, sokka, vetl- inga, trefla o. fl. o. fl. Margar gerðir og stærðir. íslensk ull. íslensk vinna. Dllarverksmiðjan FRAMTÍBIN Frakkastíg 8. Sími 3061.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.