Fálkinn


Fálkinn - 16.02.1935, Qupperneq 11

Fálkinn - 16.02.1935, Qupperneq 11
F Á L K 1 N N 11 YHfi/ftf l£<ENbUftHIR innanhússími og fleira. Þú getur búið þjer til innanhús- síma úr tveimur pergamentbikur- um og silkiþræði. Jeg lærði þetta af Sigga og Manga, sem eiga heini.a i sama húsinu og jeg, annar uppi á efsta lofti en hinn á neðstu hæð. Þeir töluðu altaf saman í síma, ef þeir nentu ekki að hlaupa stigana. Jeg heyrði þá oft blístra — það var hringingin — og sá þá báða stinga hausunum út um gluggann hjá sjer, annan með bikarinn fyrir munninum en hinn fyrir eyranu, og svo var nú skrafað. Mjer datt undir eins í hug, að þetta væri eitthvað fyrir ykkur. Fyrst höfðu þeir reynt að nota vindlakassa fyrir hljóðdósir og segl- garn í símann en þetta talsíma- áhald reyndist nú alls ekki vel. Og þá datt þeim í hug, að hljóðið bær- ist belur eftir fast undnum silki- þræði, og eins að pergamentsbik- arar, sem þeir höfðu fengið undan skyri í Björnsbakarii væri betri hljóðdós en vindlakassarnir. Ef þið reynið að húa ykkur til svona síma, þó munið eftir því, að þráðurinn verður að vera strengd- ur þegar maður talar, þvi annars ná ekki hljóðsveiflurnar milli hikar- arbotnanna. Og snúran má hvergi snerta húsið eða annað fast á leið- inni, því að þá hverfur hljóðið og leiðist burt. Það er ofur einfalt að húa símann til, þráðurinn er dreg- inn gegnum bikarbotninn með saumnál og hnútur hnýttur á end- ann, svo að hann dragist ekki úr. Um tiltæki tófunnar. Það eru til margar sögur um tóf- una og kænskubrögð hennar, svo að það er ekki að ófyrirsynju, aö sumir menn sem þykja viðsjóls- gripir, eru kalaðir refir. Hjerna er ein saga, sein mjer liefir verið sögð. Jeg get ekki ábyrgst að hún sje sönn, en það er best að jeg segi ykkur hana samt. Þegar refnum finsl hann hafa fengið of mikið af fló og óþrifum í fallega feldinn sinn og hann vill losna við sníkjudýrin, þá fær hann sjer bað. Hann rífur upp flygsu af grasi og heldur henni í kjaftinum og gengur svo ofurhægt aftur á bak út í vatn. Þegar flærnar vökna færa þær sig fram ó hausinn á rebba en það smá dýpkar á honum og loks er ekkert upp úr nema snjáldrið og grasflygsan. Þangað llýja allar flærnar að lokum. Þa sleppir tófan alt i einu grasflygs- unni og lætur hana sigla sinn sjo, en forðar sjer undan í land, alveg flóalaus. — — — Þið vitið vist að tófurnar eru ekki vel sjeðar af bændum, því að þær hafa það til að leggjast á sauð- fje og drepa það sjer til matar. Þessvegna eru tófurnar ofsóttar. Aður fyr var þeim einkum útrýmt með tvennu móti, ýmist var eitrað fyrir þær eða að skotmenn sótu um að drepa þær við grenin. Eitrið var ýmist sett í kindarskrokka eða að rjúpur voru skotnar og sóð eitri i þær. Svo fundu tófurnar þetta úti á víða vangi og átu og drápust af, með ægilegum kvölum. Það var enginn leikur að vera grenjaskytta. Skotmennirnir urðu oft að liggja dögum saman við grenin, til að sæta færi að ná í fullorðnu refina þegar þeir voru að koma heim að greninu, með brað handa ungunum sinum. Refirnir eru afar varir um sig, svo að skytt- urnar verða að fela sig vel og vera alveg hreyfingarlausir þegar ret- irnir nálgast. Þegar búið er að skjóta fullorðnu refina verður að híða eftir yrðlingunum, til að ná í þá. Þegar þá fer að lengja eftir foreldrum sínum og þeir l'ara að verða svangir, fara þeir að gægjast út úr grenjunum og þá eru þeir gripnir. Stundum er það ráð haft til að flæma tófurnar út úr grenj- unum, að kynda bál fyrir utan grenið og látið reykinn leggja inn. Fyllist þá alt af kafi inni í gren- inu, svo að súrna fer í augum og þó verða kvikindis greyin, sem inni eru að reyna að forða sjer út, en fó þó ómildar viðtökur hjá þeim sem híða úti fyrir. — Yrðlingarnir eru teknir lifandi og ahlir upp á refabúum, þangað til þeir eru orðnir svo stórir, að skinnin af þeim eru orðin góð verslunarvara. Þá eru þeir drepnir, eða aldir upp áfi'am, ef Jaeir eru sjerstaklega efni- legir, og látnir eignast yrðlinga. Tófuskinn og æðardúnn eru dýr- asta útflutningsvaran, sem fram- leidd er á íslandi. — Tófurnar voru líka veiddar i dýrahoga. Það er tvöfaldur bogi úr stáli, sem spentur er upp eins og gin, en sterkar fjaðrir loka honum. Ef tófa stígur á milli boganna, Jaeg- ar þeir eru glentir upp, smella laeir saman utan um fótinn og nú er tófan í gildrunni og kemst ekki lraðan. Sagan segir, að stundum vinni tófurnar það sjer lil frelsis, að naga af sjer löppina, sem orðið hefir föst i boganum, en ekki veil jeg hvort Jaað er satt. Hitt veit jeg, að Jiessi saga er ósönn: „Einu sinni festist tófa í dýra- hoga. Hann small utan um hálsinn á henni. „Nú eru góð róð dýr". sagði tófan. Og hvað haldið þið að hún hafi gert? — Hún beit af sjer hausinn!“ Nauðsynlegt að vita það. Þið heyrið oft talað um, að bilar og mótorbátar hafi svo og svo margra hestafla vjel, en vitið þið hvað er átt við með Jjví? Ekki eru allir hestar jafnsterkir og íslenskir hestar eru til dæmis miklu minni en hestarnir sumstaðar i úllöndum. Hestaflið í vjelfræðinni er talið jafngilda 75 sekúndumeterkíló- grömmum. Þið Jjykist nú vist vera jafnnær eftir J)á skýringu. En sek- úndumeterkílógramm er Jaað afl, er Jjarf til að lyfta einu kílógrammi einn meter á einni sekúndu. 75 sekúndukílógrammmetrar eru því jafngildir því afli, sem þarf til að lyfta 75 kg. einn meter, eða einu kg. 75 metra á einni sekúndu. Þetta afl er kallað hestafl. Tilraunirnar með hestaflið voru gerðar á stórum og sterkum hestum, og nú er talið að raunverulegt afl hests sje elcki nema sem svarar hálfu vjelahest- afli. Þið hafið kanske gaman af að vita um leið, að mannsaflið er tal- ið svara til 2/25 úr hestafli, eða að það þurfi 12V2 mann til að vinna á móti einum hesti. Þið getið tekið einfalt dæmi tit að reikna út, hvað þið notið mikið afl við suma vinnu. Segjum t. d. að þið sjeuð að sækja vatn í brutm, og nú viljið þið vita hvað þið notið mikla orku til þess að vinda upp pontuna. Segjum að brunnur- inn sje 10 metrar á dýpt og pontan 30 kg., þegar hún kemur upp full af vatni. Og hugsum okkur að þið sjeuð 20 sekúndur að vinda upp Svolítil þraut. llvað ertu fljótur að hugsa og hvað viss ertu? Hjerna er svolítil ntynd, sem þú getur spreytt Jjig á. Þú sjerð bókstafaröðina að ofan með tilheyrandi tölum og af hent.i sjerðu hvaða tölu hver stafur tákn- ar, C = 3, J.= 5 o. s. frv. Lærðu tölu- gildi bókstafanna utan að og úí- pontuna. Erfiðið, sem Jaið leysið af hendi á þessum 20 sekúndum er 10x30 = 300 kílógram-metrar. Til þess að finna orkuframleiðsluna á sekúndu deilið þið með sekúndu- fjöldanum, 20 og þá verður útkom- an 15, eða sem svarar einum fimta úr hestafli. Það er því til of mik- ils ætlast, að maður vindi pontuna upp á 20 sekúndum, en 45 sekúnd- ur eru nærri lagi. Gáfnapróf. Nú ætla jeg rjett einu sinni að prófa hvað þú ert eftirtökusamur. Jeg ætla að segja þjer sögu, en þjer er rjettast að trúa henni ekki í blindni, því að jeg hefi lagt svo- litla gildru fyrir þig i sögunni. Get- urðu fundið hana? „Sjómaður einn hafði róið einn á báti til fiskjar og svo kom á hann ofsa rok. Hann rjeri lifróð- ur til lands. Og þegar hann var kominn yfir þriðja boðann hvíldi hann sig og fór að hugsa um, hvað liann hefði verið heppinn að bjarg- ast. En l)á kom alt í einu alda og hyolfdi bátnum og sjómaðurinn druknaði“. Ef l)ú hefir fylf’st vel með þá hefirðu líka eflaust fundið vitleys- una í sögunni, en ef ekki, þá verð- urðu að lesa hana aftur. Ráðning: Maðurinn druknaði, svo að enginn veit hvað hann var að hugsa um á leiðinni í land. 0-^-0-ni...*-«tf.-0''itH-0-nu-0-,'i.-0-■».••• o -iih-o nt- o s Drekkiö Egils-öl oO-•Up' O "tu-• -*•- O -'O- • -nu- -^-O ••%»-• -*•-••-••. • -Hi-0-«wO fyltu svo listann með þeim tölu- stöfum, sem svara á til bókstafanna framan við, eins og gert hefir verið ,á tveimur fyrstu liðunum. Það á að vera hægt að gera þetta á 5 miuútum og ef þú getur verið fljótari þá er það gott. Láttu kunn- ingja þrna reyna sig og sjáðu hver fljótastur er.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.