Fálkinn - 16.02.1935, Side 14
14
F.ÁL.KIN'N
„Dm ?ð oera
að vera foisjáir.
Sraásaaa eftir Dick Fonck.
— Það er maSur hjerna frammí,
sem langar að tala við yður, sag<5i
skrifstofustúlkan og rjetti forstjór-
anum nafnspjald.
Smith lypti gleraugunum upp á
ennið og sneri spjaldinu milli fingr-
anna. — William Stockton for-
stjöri, ias hann á spjaldinu.
- Þekki hann ekki, tautaði hann.
Mintist hann á erindið?
— Nei, ekki annað en að það
væri áríðandi.
— Auðvitað. Það segja þeir allir.
Látið þjer forstjórann koma inn.
Stór maður dökkklæddur og
hérðibreiður kom að vörmu spori
inn úr dyrunum. Smith stóð upp
og gesturinn kom á móti honum
með útrjetta hendina: — Er það
hr. Smith? sagði hann. —- Jeg er
Stockton forstjóri frá London.
— Gleður mig að kynnast yður,
sagði Smith og bauð gestinum 'stól.
Hva'ð get jeg gert fyrir yður?
Stóckton rendi augunum í flýti
kringum sig, til að sjá hvort þeir
vær.u einir. — Jeg hefi uppásturigu,
sem jeg hýst við að þjer hafið á-
huga fyrir. Nú skal jeg sýna yður
meðmæli mín, sem jeg býst við
að þjer gerið yður ánægðan með,
eri málið er þess eðlis, að jeg verð
að biðja yður um, að láta ekki
trufla okkur, meðan við erum að
ræða það.
Smith hnyklaði brúnirnar. Þetta
var óvenjulegur formáli, en þessir
Lundúnamenn höfðu sína siði.
— Skrifstofutíminn er úti eftir
fimm mínútur, sagði hann og leit á
úrið. Þessvegna verðum við lijer í al-
gerðu næði.
— Það er ágætt, svaraði Stock-
ton. — Viljið þjer nú gera svo vel
að lita á meðmælin? Og svo rjetli
hann Smith nokkur brjef. Hann
blaðaði í þeim. Alt virtist vera í
bestu reglu; brjefin voru öll frá
kunnum firmum i London.
Nú var barið á dyrnar og stúlk'i
kom í gættina.
— Þakka yður fyrir, sagði Smith,
nú er það ekki fleira í dag. Víð
Stockton forstjóri ætlum aðeins að
tala saman dálitla stund.
Smith tók sarrian brjefin og rjelti
Stockton þau. — Jæja, hvað þókn-
ast yður, spurði hann svo.
— Þá getum við tekið til ósiltra
málanna, sagði Stockton. — Yðu-'
hefir verið falið að útvega perlu-
festi handa — nú, já, nafnið þarf
maður ekki að nefna, en þjer skilj-
ið að jeg fylgist með. Leyfið mjer
að sýna yður hana, áður en við
höldum lengra áfram.
Hann hnepti frá sjer jakkanum og
tók fram fallegt leðurhylki. Smilh
gat ekki neitað því, að hann fór
að verða forvitinn. Framferði Stoc-
klons var í hæsta máta óvenjulegí,
svo að hann bjóst við einhverju
skrítnu. Og hann varð heldur ekki
fyrir vonbrigðum.
Stockton opnaði hylkið og dró
upp úr því gljáandi skammbyssu
og miðaði henni á þriðja vestis-
hnappinn á Smith. — Hún er hlað-
in, sagði hann og nú var horfin
kurtéisin serri verið hafði i rödd-
inni.
Smith starði á skammbyssuhlaup-
ið, Nokkrir svitaciropar höfðu kom-
ið fram á enriinu á honum, en ao
öðru léyti sýndi hann ekki af sjer
nein merki um ótta. — Jeg bý.st
við að. þjer sjeuð kominn hingað
til að rcéna mig, sagði hann eftir
drykklanga stund. Hvað viljið þjer
hafa? . " .' ; ’ "
Góði, þprr.a Smith, yður skjátl-
ast. Jeg er kominn hingað til að
sem náttúrufriðunarfjelagið danska mann. Inniheldur bók þessi ein-
FRÁ SUÐUR-SJÁLANDI. hefir gefið út í samvinnu við einn göngu myndir frá Sjálandi sunn-
Myndin hjer að ofan er úr nýút- af bestu áhugaljósmyndurum Dan- anverðu. Myndin sem hjer fylgir ef
komnu skrautprentuðu myndariti, merkur, Sigvart Werner stórkaup- af ströndinni við Bisserrup.
gera verslun við yður. Hreina og
beina verslun, sem jeg ætla mjer
vitanlega að hafa hagnað af. Hagn-
að vill maður hafa af allri verslun.
Jeg ætla að selja yður dálítið. En
það óvenjulega við verslunina er,
að jeg ræð sjálfur verðinu.
— Reynið ekki að vera fyndintj,
sagði Smith og reyndi að gera sjer
upp bros. Haldið þjer yður við
efnið. Hvað viljið þjer?
Gesturinn stóð upp og steig eitt
skref aftur á bak. — Sitjið graf-
kyr, sagði hann skipandi. Ef þjer
reynið að kalla á hjálp þá skyt
jeg. Jeg er ekki lamb að leika við,
og þjer skuluð eklci halda, að þetta
sje fyrsta verslunin af þessu tæi,
sem jeg geri. — Jeg hefi í vasan-
um öslcju með einmitt þeirri perlu-
festi, sem þjer eigið að útvega.
Verðið er mjög sanngjarnt Jeg vii
selja festina fyrir 2000 pund, með
því skilyrði, að verslunin sje gerð
strax og að þjer gefið mjer kvitt-
un fyrir viðtökunni.
Smilh tók við öskjunni sem gest-
urinn rjetti að honum. — Þetta er
ekki tíu punda virði, sagði hann er
hann hafði skoðað gripinn.
Gesturinn hló. — Því miður
verður þessu samtali nú að vera
lokið, sagði hann. Verðið er eins
og jeg sagði 2000 pund, en hækkar
upp í 3000 pund ef þjer ákveðið
yður ekki innan einnar mínútu.
Jeg veit að þjer hafið peningana.
Þjer ljetuð í dag borga yður 2000
pund fyrir tjekkávísun. Þjer sjáið
að jeg er öllum hnútum kunnugur
og að yður þýðir ekki að vera með
neinar vífilengjur. Nú jæja, það lík-
ar mjer!
Smith hafði staðið upp. Gestur-
inri fylgdi honum eftir og snart
hann í bakið með skammbyssu-
hlaupinu. — Verið þjer nú fljótur,
sagði hann.
Smith tók upp lyklakippu og
opnaði peningaskápinn. Hann taldi
20 hundrað punda seðla og rjeiti
gestinum þegjandi.
— Það er rjett. Og svo var það
móttökuskírteinið. Setjist þjer og
svo skal jeg lesa yður fyrir. Smith
skrifaði viðurkenninguna með settri
hendi og skrifaði nafn sitt undir.
— Sjáið þjer, þetta gekk alveg
þjáningarlaust. Jeg verð að biðja
yður um að fá yður sæti i stólnum
meðan jeg sker á símaþræðina.
Svona nú! Ja, því miður neyðisl
jeg til að binda yður í stólinn, en
jjjer fáið að hafa hendurnar laus-
ar, svo að þetta er ekkerl óþægi-
legt. Það kostar yður í liæsta lagi
hálftíma að losa yður aftur. En þá
skal jeg vera kominn langt í burt
í minni iðju er um að gera að vera
forsjáll. Alt verður að vera ger-
hugsað fyrirfram og hvergi má
bresta. Jæja, svo held jeg að það
liafi ekki verið annað. Verið þjer
sælir, herra Simth, og þakka yður
fyrir viðskiftin.
Um leið og lyklinum var sriúið
fyrir að utanverðu sneri Smith
stólnum að skrifborðinu sínu. Með
því að teygja sig gat liann opnaö
annan skápinn og tók fram síma-
áhald.
— Er ]jað lyftuvörðurinn? Þetla
er Smith forstjóri, á 6. hæð. Stöðv-
ið lyftuna á milli liæða, þegar hún
er á Ieiðinni niður. Ha, er liún að.
fara niður? Jæja, stöðvið þjer hana
uildir eins. Er það' búið? Ágætt,
hringið þjer svo á næslu lögreglu-
stöð og biðjið um að senda lög-
reglu hingað. Gott. Og svo sendið
þjer einhvern hingað upp til þess
að opna fyrir mjer. Já, jeg er lok-
aður inni. Nei, nei, engin hætta á
ferðum. Gætið þjer bara vel að lyff-
unni.
Horium tókst að ná í vindlavesk-
ið sitt. Þegar hann hafði kveikl
sjer í vindli horfði hann brosandi
á tóbaksreykinn og tautaði:
- í minni iðju er um að gera aö
vera forsjáll!
Best að auglýsa í Fálkanum.
MICHAEL HANSEN
danski flugmaðurinn, sem lók þátt
i Astraliufluginu sjest hjer a mynd-
inni. Er hún tekin meðan hann
slóð við í Bagdad.