Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1935, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.06.1935, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ QAMLA BÍÓ --------- Næturðrotníngin. Talmynd eftir skáldsögu með sama nefni eftir Grace Perkins. Aðalhlutverkin leika: GLAUDETTA CÖLBERT, RICARDO CORTEZ. Myndin sýnd bráðlega. Fyrir aðeins kr. 1.50 á mánuði Getur bú veitt Wer og helm- III þinu bestu ánægju tvo daga vikunnar, laugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtilegra og fróðlegra en Þýskur SA-liermaður varð fyrir slysi á götu og var fluttur á nœsta s'pítala. Þar reyndist nauðsynlegt að dæla blóði í manninn, því að haun hafði orðið fyrir miklum blóðmissi. Gyðingur einn bauðst iil þess að láta taka úr sjer blóð og var það þegið. En nú er rætt um það, hvort maðurinn geti verið á- frám i SA-liðinu, eftir að liann hefir fengið Gyðingablóð i æðarnar. PROTOS Siemens heimsþektu raftæki. Ryksugur. Bónvjelar. Kæliskápar. Eldavjelar. Hárþurkur. Hitapúðar. Fæst hjá raftækjasölum. Kven- Sumarskórnir j eru komnir. r * • lArds g. LtÐVIGSSON, Skóverslun. ------ NÝJABÍO -------------- Gnll. Stórfengleg þýsk mynd um gull- gerðarmenn nútímans tekin af ÚFA undir stjórn Karl Hartl. Aðalhlutverkin leika: HANS ALBERS og BRIGITTE HELM. Með eftirtektarverðustu mynd- um, sem teknar hafa verið. Sýnd bráðlega. Björnstjerne Björnsson, norska skáldið, er farinn að venja komur sínar á andafundi hjá spiritistum í Suður-Jótlandi. Miðill þeirra héitir frú Christensen og er frá Álaborg. Björnsson les þárna upp kvæði eftir sjálfan sig á hverju kvöldi og held- ur þrumandi ræður, svo að aðrir komast ekki að. ----x---- Tyrkneska stjórnin hefir ákveðió. að allir Tyrkir, hvort heldur eru karlar eða konur, börn eða full- orðnir, skuii eignast gásgrímu. Ilafa verið settar á stofn verksmiðjur til þess að búa til gasgrímur á alla þjóðina, og hver sá, sem vanrækir að útvega sjer grimu, verður látinn sæta þungri refsingu. ----x—— Sjómenn á Korsika lentu fyrir nokkru í ofviðri og urðu að hleypa undan veðrinu til Monte Christo, eyjunnar sem er svo fræg orðin af sögu Alexanders Dumas, uln Greif- ann frá Monte Christo. Lögðust þeir þar á vik einni og konni í land og Ijetu fyrir berast í helli einum. Og þarna fundu þeir talsvert af göml- um gullpeningum. í sögu Dumas er sagt frá fjársjóði sem fólginn sje á Monte Ghristo og eftir gullpen- ingafundinn eru sjómennirnir orðn- ir svo trúaðir á söguna, að þeir ætla að gera út leiðangur og leita að fjársjóðnum. Hljóm- og talmyndir. NÆTURDROTNINGIN. Sagan sem þessi mynd byggist á er víðlesin og vinsæl bók eftir Grace Perkins og fjallar um ein- stæðingsstúlku, sem hefir verið svik- in í trygðum og stendur ein uppi með nýfætt barn sitt. Hún getur ekki sjeð því farborða og verður því að skilja það eftir á fæðingarstofn- uninni og biðja um að koma þvi fyrir sem kjörbarni. En stúlkan, Sally Trent heitir hún og er leikin af Claudette Colbert, kemst eftir mikla hrakninga að sem söngkona á nælurskemtistað, undir nafniuu Mimi Trent og fer hróður liennar sí- vaxandi. Er hún kölluð næturdrotn- ingin og eignast nú góða daga. En telpan, sem iiún hefir skilið við sig og heitir Sally eins og móðirin, finst hvergi. Stofnunin sem við henni tók hefir ekki fylgst með hvert hún var látin. — Fyrir tilviljun kemst Sally Trent jafnframt að útvarpinu og segir þar barnasögur og fer mik- ið orð af hve vel henni farist það úr hendi. En enginn má vita, að þessi „útvarpsfrænka“ sje sama manneskjan og Næturdrotningin. Nú reynir lnin að nota útvarpið til að hafa uppi á dóttur sinni. Líða nu fimm ár, en þá kemur Michael Gardner, maðurinn sem forðum sveik Sally í trygðum heim aftur og vill ná sættum við hina gömlu unnustu sína. En hún tekur því fá- lega. Svo fer þó að lokum, að þau sættast — hann hefir sem sje fund- ið dóttur þeirra og nú sameinast þau öll þrjú á ný. Veigamesta hlutverkið er það sem Claudette Colbert hefir með hönd- um og er það prýðilega af hendi leyst. Næsta hlutverkið er leikið af Richardo Cortes, er það útvarps- stjórinn við stöðina sem Sally starf- ar við. En hinn svikuli elskhugi Sally er leikinn af David Manners. Myndin er tekin af Paramount und- ir stjórn Alexaxnder Hall. Myndin verður s>'nd bráðlega i Gamla Bió. GULL. Hjer er gamla sagan um gullgerðar- menn sögð í nýrrf mynd og um hverfið er bygt upp með hinni al- kunnu tækni Þjóðverja. Efnafræðing- urinn Achenbach prófessor hefir fundið aðferð til þess að búa til gull úr blýi, en þegar gera skai endanlegu tilraunina springur rann- sóknarstofan í loft upp. Aðstoðarmað- ur hans Becker hefir verið leigðui- af am'erikönskum keppinaut til þess að láta sprengiefni í tilraunavjel- arnar í stað blýsins og Achenbach bíður bana, en fjelagi hans, Werner Holk kemst lífs af. Hann einsetur sjer að ná hefndum fyrir illvirkið og ræðst í þjónustu Ameriumanns- ins, sem hefir gullgerðarstofu á hafsbotni uppi við Skotland og þeg- ar hann kemur þangað sjcr hann að þessi keppinautur hefir stolið öll- um aðferðum Achenbachs. Þessi ó- heiðarlegi keppinautur heitir Wills og á forkunnar fagra dóttur, sem leikin er af Birgitte Helm. Heillasl Holk svo mjög af henni, að hann hvarflar um stund frá áformi sínu og er i þann veginn að gleyina unnustu sinni vegna þessarar töfr- andi heimskonu. Þó fara svo leikar, að hefndarhugurinn verður rikari hjá honum. Hann framkvæmir á- form sín, en sýnir Wills þó fyrst, að hann kunni að gera gull. En að þvi búnu sprengir hann verksmiðj- una í loft upp en kemst þó sjálfur lífs af. En leyndamál silt um að- ferðina til gullgerðarinnar geymír hann til æfiloka, því að honum er það ljóst, að það mundi verða heim- inum til bölvunar ef draumurinu um gullgerðina rættist. Hans Albers, einn hinn ágætastí leikari Þjóðverja, leikur Holk verk- fræðing og er það stærsta hlut- verkið í myndinni. En Lien Dyers Ieikur unnustu hans. Leiksviðsum- búnaður myndarinnar er svo stór- fenglegur að hann á tæplega sinn líka og í þessari grein mynda standa engir Þjóðverjum á sporði. Myndin verður sýnd á næstunni í Nýja Bíó.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.