Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1935, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.07.1935, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Sænska ferðafjelagið. Norðmenn urðu fyrstir Norð- landaþjóðanna til þess að koma upp fjelagsskap, er jöfnum höndum skyldi örfa almenning til þess að kynnast sínu eigin landi og. greiða götu erlendra skemtiferðamanna til landsins. Norska ferðafjelagið var stofn- að 1868 og hefir unnið feikna mikið starf í þá átt að kynna almenningi fjöll og firnindi landsins, reisa sæluliús, koma upp ferjum á ár i óbygðum og varða leiðir. Það hefir að kalla einskorðað sig við óbygðirnar og gönguferðir um þær, en ann- að fjelag, sem heitir „Kjeiin Ditt Land“ og svo ferðafjelög einstakra bygða og bæjarfje- laga gangast fyrir skemtiferð- um um bygðir. Og fjelag sem heitir „Landslaget for Reiselivet i Norge“ annast ásamt ferða- skrifstofunum auglýsingastarf- semi erlendis, um Noreg sem ferðaland. Sænska ferðafjelagið var stofnað 1885, eða 16 árum sið- ar, eftir norsku fyrirmyndinni. Þetta fjelag hefir eklci einskorð- að sig við óbygðirnar eingöngu lieldur öll ferðalög, livar sem er um landið, og hvort heldur er fyrir innlenda menn eða út- lenda. Þessari víðtæku starf- semi á fjelagið fyrst og fremst að þakka viðgang sinn. Það er alt fyrir alla, sem vilja ferðast. Og utan um þá liugsjón hafa á undanförnum árum skipað sjer svo margir, að nú telur fjelagið innan vjebanda sinna yfir 127.000 meðlimi, flesta inn- lenda. Það svarar til þess, að ferðafjelagið hjerna hefði rúm- lega tvöfalt fleiri meðlimi en það liefir nú. Upphafið varð ekki háreist að sænska ferðafjelaginu. Það voru jarðfræðisstúdentar í Upp- sölum, sem áttu frumkvæðið. Þeir höfu farið til Sala í hóp, til að skoða silfurnámurnar þar og í þeirri ferð var ákveðið að stofna fjelagið. Og hinn 27. febr. 1885 var það stol'nað i Uppsölnm. Voru ekki nema 30 —40 manns á fundinum og í árslok voru fjelagar 74. Næsta ár gaf fjelagið út fyrsta ársrit sitt og var það lítill pjesi, 32 síður. Og fjelögunum fjölgaði ekki nema um 15. Næsta ár, 1887 flyst fjelagið svo til Stokk- hólxns og fjelögum fjölgar upp í 842 og það ár byggir það fyrsta sæluhús sitt, Varveksliydden við Sulitjelma, sem þá var tal- ið hæsta fjallið í Sviþjóð. Árið 1889 opnar það skrifstofu, sem það heldur opinni tvo tima á dag og 1890 varðar það fyrsta fjallveginn í Lapplandi. Þetta voru aðgerðir fjelagsins fyrstu fimm árin, og má sjá af því að ekki var riðið hart úr hlaði, enda voru fjelagarnir ekki nema rúm 3000. Árið 1892 byrjar fjelagið að setja upp leiðarmerki á vega- mótum og 1894 gefur það út fyrstu leiðarlýsingu fyrir ferða- menn og heldur fyrstu ljós- myndasýninguna. Tveimur ár- um síðar fær það 6000 króna ríkisstyrk til að gefa út leiðar- lýsingu á erlendum málum. Á tiu ára afmæli sínu veitír það fyrstu 100 krónurnar i styrk til ferða unglinga, hinna svonefndu skólaferða, sem siðar liafa orð- svo vinsælar. Eftir tíu ára starf eru fjelagarnir orðnir 12.000. Fyrstu þrettán árin varði fje- lagið 80.000 krónum til þess að efla skemtiferðir útlendinga til Svíþjóðar. Hafði það m. a. átt frumkvæðið að stofnun alþjóða ferðafjelagssambandsins, sem stofnað var í Luxemhurg 1888. En nú snýr fjelagið sjer aðal- lega að eflingu skemtiferða inn- lendra manna, undir slagorðinu „Þektu landið þitt!“ Og liefir jietta verkefni jafnan setið i fyrirrúmi siðan. Það byrjaði með að liækka ársstyrkinn til skólaferða upp í 2000 kr. og sænska hjólreiðamannafjelagið gengur í ferðamannafjelagið. Um aldamótin eru meðlimirnir orðnir 25.500 og störf skrifstof- unnar, sem hafði hyrjað' í einu herhergi eru nú orðin svo mikil að hún flytur í nýtt húsnæði ineð 8 herbergjum. Þegar fje- lagið lijelt 25 ára afmæli sitt voru meðlimirnir orðnir nær 52 þústind. Og 16. nóv. 1923 hjelt fjelagið hátíð í tilefni af því að jiá voru fjelagarnir orðnir 100.000. Gengu um 9.000 mánns í fjelagið það ár. Og síðan hafa 27.000 bæst við. — Sænskir ferðamenn leita i norður. Suður- og Mið-Svíþjóð hafa ekki sjerlega mikið að bjóða af því, sem skemtiferða- menn einknm girnast nú á tim- tíistihús Sœnska Ferðafjelagsins i Abisko, næststærsta gistihús fje- lagsins. um, síðan j)að varð tíska að leita til fjallanna. En í Jamta- landi, Herjalandi og. Lapplandi eiga Svíar gnótt af fjöllum og fjallasól og viðsýni. Ytri ástæð- an til þess að ferðafjelagið var stofnað var sú, að þá var ný- opnuð norðurhrautin um Jamta- land til Storlien. Og siðar kom brautin um Norrland og frá Boden til Narvik og þá opnað- ist Lappland. Járnbrautirnar urðu til þess að. ýta undir skemtiferðalög Svía, á sama sama hátt og hílarnir hafa gert skemtiferðir kleyfar hjer á landi. Það er lika í Nórður-Sviþjóð, sem fjelagið hefir starfað mest. Það hygði fyrsta ferðahælið (turiststation) í Sylarne í Jamta- landi 1897. Þar er ennþá stærsta ferðaliæli fjelagsins og hefir verið ankið hvað eftir annað og endurbygt, svo að nú geta gist þar 200 manns. Næst að stærð er ferðahælið i Abislto í Lapp- landi, sem er fyrir 126 gesti. Alls á fjelagið nú 12 slík ferða- hæli, sem í öllum greinum standa ekki að haki bestu sum- argistihúsum, með nær 600 rúm- um. Og eru flest þeirra í Norð- ur-Svíþjóð. Þá koma sæluhús- in. Þau eru alls 38, þar af 24 í Lapplandi og 14 í Jamtalandi og Herjadal. Þessi sæluhús eru llest með tveimur lierbergjum og eru 4—6 rúmstæði í livoru, sumpart með sængurfalnaði og sumpart með dýnum aðeins. Önnur stofan er áð jafnaði lok- uð og greiða meðlimir fjelags- ins 1 kr. fyrir næturgistingu þeim sem lyklavöldin hefir, en í opna herberginu er enginn á- kveðinn næturgreiðí, en gestir leggja þóknun fyrir gistinguna i sparibauk í stofunni. Þessi sæluhús eru ekki ætluð til veru, lxeldur aðeins til gistingar fyrir eina nótt í senn. Ferðaliælin eru hinsvegar ætluð til lengri dval- ar og kostar næturgreiði þar frá 1—4 kr. en gisting og matur frá 6 lil 8 kr. ef dvalið er viku samfelt. Síðustu árin liefir fjelagið lát- ið byggja 24 „borgir“, sem kall- aðar eru „kátor“, en svipar mjög til gömlu fjárborgannd hjer á landi, hygðar úr torfi og grjóti, hringmyndaðar og að sjer drengnar upp úr. Eru þær gex’ðar að lappnéski'i fyrirmynd. Borgirnar eru læstar og í sum- um þeirra er læst hirsla með rúmfatnaði, sem menn geta keypt aðgang að. Þessi híbýli eru öll að kalla í óbygðum, og ætluð þeiin sem leila til fjallanna. En síðustu tvö árin hefir fjelagið ráðist í að greiða fyrir þeim, sem ferð- ast almannavegu, gangandi eða hjólandi, með því að koma upp svonefnduitt „vandrarhem“ i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.