Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1935, Side 5

Fálkinn - 06.07.1935, Side 5
F Á L K 1 N N 5 sænskum bygSarlögum, einkum með því markmiði að gera ung- lingum úr skólum landsins ó- dýrara að ferðast um og kymi- ast landinu. Á þessum gisti- heimilum eru stórir svefnskál- ar með dýnum og værðarvoð- um og greiði seldur þeim þeim sem hafa vilja. Heíir fjelagið mestpart leigt húsnæði til þess- ara gistiheimila og voru þau orðin 93 síðastliðið liaust, um alt landið sunnanvert. Auk þess hefir fjelagið komið sjer upp sumarheimilum til langdvalar fyrir unglinga. Yfirleitt beinist starfsemin hin síðari ár mjög að því, að auka kynnisferðir unglinganna og veitti fjelagið25.- 000 krónur síðastliðið ár til jiess að stjækja þessar ferðir. Á af- mæli sínu í vetur stofnaði það sjóð til styrktar unglingaferða- laga, og gaf ríkisstjórnin fje- laginu í afmælisgjöf 100.000 krónur í þennan sjóð, um leið og hún vottaði fjelaginu þakkir sínar fyrir vel unnið starf á undanförnum 50 árum. Á fjallvötnunum í Norður- Svíþjóð á fjelagið ennfremur 8 stóra vjelbáta lil skemti- ferðalaga og auk þess hefir það komið sjer upp 70 ferjubátum við ár í óbygðum. Og um 1300 kilómetra af óbygðaleiðum hef- ir það rutt og varðað. Árbók sænska ferðal'jelagsins, sem byrjaði sem lílið kver er nú orðin prýðileg bók og hver árgangur mörg hundruð blað- síður að slærð með fjölda góðra mynda. Framan af voru í ár- bókinni, ferðalýsingar og upp- lýsingar á víð og dreif, en síð- ustu tuttugu árin hefir hver ár- gangur verið lielgaður ákveðnu hjeraði. Með þessari breytingu varð starfið skipulegra en áður og eignast þjóðin smátt og smátt ítarlega lýsingu á land- inu, eigi aðeins náttúru þess heldur einnig fornmenjum, gömlum byggingum og nýjum verklegum fyrirlækjum, þjóð- siðum, búningum og fleiru. Auk árbókarinnar gefur fjelagið út minna rit sem heitir „Svensk Turistkalender“ með ýmsum upplýsingum, sem ferðafólki mega að haldi koma og enn- fremur mánaðarrit nú hin síð- ustu árin. Og öðru hverju fylg'ja svo ársritinu stórar bækur, með lýsingu á borgum og bæjum, t. d. Bókin um Stokkhólm. Alt þetta fá fjelagsmehn fyrir ein- ar fimm krónur á ári, svo ódýr verður útgáfan vegna þess hve upplögin eru stór. Skrifstofa fjelagsins er nú orðið svo mikið bákn, að þar starfa um 50 manns, auk starfs- fólksins á skrifstofunum í Gautaborg og Málmey. Fram- kvæmdarstjóri fjelagsins nú, eða ritari sem bahn er kallað- lir, er ungur doktor í landfræði og lieitir Carl-Julius Anrick og á fjelagið honum viðgang slnn hin síðari árin meir að þakka en nokkrum öðrum manni. Hann tók við starfinu fyrir 15 árum og skömmu síðar fjölgaði fjelögum meira á einu ári, en nokkurntíma liafði orðið áður í sögu fjelagsins. Næstur hon- um kernur fjehirðir fjelagsins. Eru þessir báðir meðlimir í framkvæmdastjórninni, en liún er skipuð 14 mönnum og for- maður hennar hin síðustu árin er Arthur Lindhagen justitsráð, eu varaform. Hilding Kjellman prófessor. í ritstjórn fjelagsins sitja fjórir, ein stúlka gerir ekk- ert annað en hafa reglu á myndasafni fjelagsins, sem tel- ur 65.000 myndir og einn mað- ur sjer um bókasafn fjelagsins. Ferðaskrifstofa fjelagsins þarf 12 manns að staðaldri og meira um skemtiferðatimann. Gegnir hún öllum venjulegum ferða- skrifstofustörfum og annast auk þess hópferðir og undiríbýr skólaferðirnar. Siðustu 15 árin hefir fjelagið gert úl 363 hóp- ferðir með samtals 18.086 þátt- takendum. Ferðaleiðbeiningarnar eru mikið starf. Fjelagið hefir lek- ið þar upp aðferð, sem margir hafa síðan tekið ujip eftir því. Það lætur prenta stuttar leiðar- lýsingar af ákveðnum stöðum og komi svo einhver að fá upp- lýsingar um ákveðnar leiðir, eru settir sainan handa honum i hefti miðar * með lýsingum á þeim stöðum sem hann ætlar til, svo að hann hefir lýsingu á allri leiðinni, vegalengdum, gististöðum og því sem mark- verl er að sjá. Þessar ferðalýs- ingar hafa orðið mjög vinsælar. Eftirlitið með sæluhúsunum og umsjón með ferðaáhöldum þeim, sem fjelagið leigir út er mikið og vandasamt starf, og umsjónarmaðurinn, Nils Fröling veiðimeistari ferðast meira en nokkur annar af starfsmönnum ferðafjelagsins. Á hverju sumri gengur hann yfir 700 km. á íjöllum og á hverjum vetri yfir 500 km. á skíðum, en það sem hann fer í járnbrautum og bif- reiðum verður ekki með tölum lalið. Hann gerir tillögur um hvar reisa skuli ný sæluhús og lítur eftir byggingu þeirra og hefir tvo aðstoðarmenn. Iljá gjaldkeranum vinna 6 aðstoð- armenn og að útsendingu 5, en brjefritararnir eru 4 og 6 manns starfa að þvi að liafa meðlimaskrána jafnan í lagi. Loks eru þrjár stúlkur i sölu- deild skrifstofunnar og ein ljómandi falleg stúlka hefir á hendi söfnun auglýsinga í rit þau, sem fjelagið gefur út. En hjer er eigi talið starfs- fólk fjelagsins. Víðsvegar um alla Sviþjóð og í nágrannalönd- unum hefir fjelagið umboðs- menn, sem safna nýjum með- limum og veita upplýsingar um slarfsemi þess og leiðbeiningar um ferðalög. — -------- Ilin almenna upplýsinga- og fræðslustarfsemi fjelagsins er vitanlega mesl fólgin i bókaút- gáfu þess. Hefir fjelagið frá öndverðu gefið út 586 bækur og ritlinga um ferðalög, í samtals 9.076.325 eintökum. Auk árbók- anna bafa verið gefnar út yfir 20 ítarlegar ferðabækur um ein- stök bjeruð og landsvæði, mik- ið af uppdráttum og mýnda- bækur. Þá liefir fjelagið gefið út yfir 1200 brjefspjöld með myndum frá Svíþjóð og fjöld- an allan af skuggamyndum, sem eru flokkaðar eftir stöðum, um 50 myndir í hverjum flokki. Þessir myndaflokkar eru lán- aðir fyrirlesurum og fjelögum, bæði innanlands og erlendis. — Þetta brafl af upplýsingum, sein hjer hefir verið gefið, ætli að nægja til þess að sýna, að Sænska ferðafjelagið er mikið og margþætt fyrirtæki. Það er efasaint livort nokkuð ferða- fjelag í heimi, hefir unnið til- tölulega jafn mikið starf fyrir land sitt og þjóð og það er haf- ið yfir allan vafa, að fjelagið á meiri itök í þjóð sinni, en títt er um ferðafjelög annarsstaðar. Það hefir opnað landið fyrir í- búum þess, kent fólkinu að ferðast og meta fegurð þess sem fyrir augað ber úti í guðsgrænni náttúrunni og með- al blánandi fjalla. Ferðahreyf- ingin i Svíþjóð er orðin að á- Irúnaði. Þar þykir engin skemt- un betri en ganga á fjöll, eng- inn matur smakka eins vel og bitinn úr malnum, ekkert rúm jafnast á við harða dýnu í sælu- húsi. Allir, bæði ríkir og fátæk- ir, leggja kapp á, að komast á burt úr þjettbýlinu, bæjar- mollunni og vegarykinu, upp i óbygð fjöll og til afskektra dala og verða þar að nýjum og betri mönnum í faðmi náttúrunnar og fá tækifæri til „að tala við sjálfan sig i næði“. —------- Það kom berlega í ljós á 50 ára afmæli fjelagsins í febrúar síðastliðnum, hve afar miklum vinsældum fjelagið á að fagna meðal þjóðarinnar. Svíar liika ekki við að telja þennan fje- lagsskap, sem stofnaður var al' uokkrum jarðfræðistúdentum fyrir 50 árum, þjóðþrifafyrir- tæki, sem nauðsynlegt sje að lilúa að og sem aldrei verði gert of mikið fyrir. Og vinsæld- ir fjelagsins eru alstaðar jafnt, meðal allra stjetta. Afmælisdagurinn liófst með því, að fulltrúar ýmsra fjelaga og stofnana fluttu fjelaginu kveðjur, ávörp og gjafir á skrif- stofum þess á Stureplan 6. Var stjórn fjelagsins þar öll viðstödd en formaðurinn Lindhagen just- itsráð og ritarinn, dr. Anrick lóku á móti kveðjum fvrir hönd Ijelagsins. Þar báru fram kveðj- ur fulltrúar flestra ferðafjelaga í Evrópu, því að alþjóðaþing terðafjelaganna var háð í Stokkhólmi um þessar mundir og sátu það um 80 erlendir full- trúar. Þar komu 15 af lands- höfðingjum Svíþjóðar til þess að færa fjelaginu óskir og þakk- ir, visindafjelög, fulltrúar há- skólanna, og ótal margir aðrir," sem lijer yrði of langt að telja. Salurinn fyltist von bráðar al' blómum og fagrar gjafir og skrautbundin ávörp fyltu borð- in. Peningagjafir bárust fjelag- inu einnig, einkum frá ýmsum stofnunum, sem hafa atvinnu af skemtiferðalögum og renna þær í styrktarsjóðinn til ferða- laga unglinga. Ein gjöf var þess eðlis, að varla verður komist hjá að nefna hana. Það var olíu- fjelag eitt i Stokkhólmi séni gaf — alt starfsfólk sitt, 722 manns — sem meðlimi í fjelag- inu og borgaði tillag fvrir þá i eitt ár. Klukkan 4 síðdegis var svo baldið til Uppsala, en þar var Frh. á bls. l't. Myiiílin er tekin á skrifstufum Suenska Turistföreningen árdegis á af- mælisdaginn, þegar fulltrúar og nefndir komu þangað, að bera stjóru- innni kveðjur sínar. Frá vinstri sjást justitsráð Arthnr Lindhagen for- seti fjelagsins og dr. Carl.-Julins Anrick aðalrilari þess, taka á móti kveðju lappneska hreppstjórans Kráik og konu hans.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.