Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1935, Síða 6

Fálkinn - 06.07.1935, Síða 6
6 FÁLRINN Fjelagarnir. ÞáS haí'íSi verið hlý þoku- molla ura lcvöldið og þessvegna ekki lagt nema lítið á eldinn i hóhastofunni. Nú var lítið eftir nema kulnuð emiyrjan. Tray- lon Burleigli stóð upp úr hæg- indastólnum og var enn heitur i kmnunum, hann slökli á einu gasljósinu, tók sjer vindil úr kassa á borðinu og settist aftur. Stofan, sem var á þriðju liæð hússins og sneri frá götunni var alt í senn, bókastofa, vinnustofa og reykingaskáli og var mikill þyrnir i augum ráðskonunnar gömlu, sem liugsaði um heimil- ið ásamt vinnukonu sinni. Þetta var þiparsveinaíbúð, sem þeir Trayton Burleigh og James J'letclier höfðu tekið á leigu. Treyton Burleigh hallaði sjer aftur í stólnum og horfði á reykinn úr vindlinum sínum með háiflokuðum augum. Stund- um opnaði hann augun alveg og rendi þeim um vistlega stof- úna, eða hann starði þeíni full- itm liaturs á Fleteher, sem mókti og tottaði pípuna sína. Þetta var vistleg stofa og verðmætt liús og helmingur þess var eign Trayton Burleigh; en samt átti liann að yfirgefa það á morgun og leggja sem umrenningur út i veröldina. James Fletcher liafði sagt það. Jamcs Fletcher, sem sat þarna með stuttpípuna milli tannanna og talaði um annað munnvikið, liafði dæmt hann. „Þjer hefir kansJíe ekki liugs- ast, að jeg hafnaði skilmálum þínum?“ sagði Burleigh upp úr eins manns hijóði- „Nei“, sagði Fleteher. Burleigli fylti munninn með reyk og bljes lionum liægt út úr sjer. „Jeg á með öðrum orðum að hypja mig á burt og Jála þig verða eftir“, lijelt hann áfram. „Þú verður Iijer sem einkaeig- andi hússins og þú verður á skrifstofunni sem einkaeigandi verslunarinnar? Þú kant að skifta, James FIetcher!“ „Jeg er heiðarlegur maður“, sagði Fletcher, „og þú veist vel að jeg fjenast ekki neitt á að útvega peninga til þess að hilma yfir falsanir þinar“. „Það er engin þörf á að fá neitt fje að láni“, sagði Burleigh ákafur. „Við getum hæglega borgað renturnar og kipt þessu öllu í lag með tímanum, án þess að nokkur lifandi sál kom- ist að misfellunum“. „Það hefir þú sagt fyr“, sagði Fletcher,, „og mitt svar er það sama og áður. Jeg vil ekki eiga óheiðarlega samvinnu við nokk- urn mann. Jeg skal útvega hvern eyri, hvað sem það kostar og bjarga nafni verslunarinnar —- og heiðri þínum um leið en jeg vil hvorki sjá þig á skrif- stofunni eða hjer á heimilinu eftir þennan dag“. „Þú vilt ekki?“ öskraði Bur- leigh og spratt upp, hvítur af vonsku. „Nei, jeg vil ekki“, sagði Flet- cher. „Þú getur valið um: Æru- missi og hegningarvinnu, eða Iiilt. En stattu eklci með reidd- an hnefann yfir mjer, þjer er óhætt að trúa, að þú getur ekki hrætt mig“. „Þú hefir verið svo umhugs- unarsamur um margt“, sagði Burleigh og settist. „Hefirðu líka hugsað fyrir því, hverju jeg. á að lifa af?“ „Þú liefir sterkar liendur og góða heilsu“, svaraði Fletclier. „Jeg skal láta þig hafa þessi tvö hundruð pund sem jeg mint- ist á, og svo verðurðu að sjá fyrir þjer sjálfur. Þú getur fengið þau strax“. Hann tók veskið sitl upp úr vasanum og taldi fram seðlana. Burleigh horfði rólega á hann, rjetti fram liendina og tók seðl- ana á borðinu. En þá fjekk hann ákaft æðiskast, böglaði seðlana saman í lófanum og þeytti þeim út í horn. Fletcher hjelt áfram að reykja. „Er frú Marl úti?“ spurði Burleigh. Fletcher kinkaði kolli. „Hún verður að heiman í nótt“, sagði hann liægt, „og Jane líka. Þær l'óru eitthvað saman báðai1, en verða komnar aftur fyrir klukk- an hálfníu í fyrramálið“. „Svo að þú ætlar þó að lofa mjer að borða morgunverð einu sinni enn á gamla heimilinu mínu“, sagði Burleigh. „Hálf níu, hálf níu------—“ Hann stóð upp aftur. Nú tók hletcher út úr sjer pípuna og veitti lionum nánar gætur. Bur- leigh beygði sig, tók upp seðl- ana og stakk þeim í vasann. „Eigi að sparka mjer út, þá skal jeg sjá um, að þú verðir ekki hjer heldur", sagði hann. Röddin var liás. Hann stikaði yfir þvert gólf- ið og aflæsti hurðinni. Þegar liann sneri sjer við aflur stóð Fletcher upp og slaðnæmdist heint fyrir framan hann. Bur- leigh tevgði hendina út að veggnum og náði grönnu jap- önsku sverði úr slíðrum, þar sem það hjekk og færði sig hægt að honum. „Jeg ætla að gefa þjer færi, Fletcher“, sagði liann nístings- lega. „Þú ert maður sem held- ur orð þín. Hættu við þetta og láttu alt vera eins og áður var!“ „Sleptu sverðinu“, sagði Flet- cher höstugur. „Mjer er alvara“, öskraði hinn. Saga eftir W. W. JACOBS. Ilann svipaðist á síðustu stundu um eftir vo]ini, en svo vatt hann sjer undan, með á- kafri sársaukakend og sá að kreptur lmefi Bulileiglis var rjetl við brjóstið á honum. Höndin fjarlægðist aftur og það var eitthvað í henni. Ilún hvarf smámsaman eins og i þoku. Trayton Burleigli var kominn langt undan og það var orðið svo skuggsýnt í stofunni. Það varð niðamyrkur. Fletcher leýndi að lyfta höndunum, en ljet þær í staðinn siga niður með síðunum og linje niður á gólfið. Ilann var svo kyr, að Bur- leigh fór að lialda, að all væri um gölur gert þó liaiin ætti hágt með að trúa þvi. Þó liinkr- aði hanii við og beið þess að liann reyndi að standa upp aft- ur. Svo tók hann upp vasaklút- inn sinn og ætlaði að fara að þurka af sverðinu, en liugsaði sig um, stakk klútnum aftur í vasann og fleygði sverðinu á gólfið. Fletcher lá þar sem liann hafði dottið og gasljósið slcein á nábleikt andlitið. Meðan hanrí lil'ði hafði andlitið verið svo hústið, að maður ekki segi þrút- ið, en nú . ... Burleigh varð óglatt og hann færði sig út að dyrunum, þar sem hann gat ekki sjeð lík Flet- cliers. Þegar hann var orðinn laus við þá liræðilegu sjón veitt- isl honum liægra að liugsa. Hann grannskoðaði íot sín og skó. Svo gekk liann yfir þvert gólfið aftur og slökti á gas- ljósinu. Það var eins og' eitl- hann kæfði niðri í sjer hræðslu- óp. Nei, það var klukkan. Hún sló tólf. Hann stóð við stigann og reyndi að harka af sjer, reyndi að liugsa. Gasljósið niðri í gang- inuni, stiginn og húsgögnin, þetta var alt svo líkt því sem vant var, að hann gat varla skilið, hvað við hafði borið. Diminan á efstu hæð liússins var nú svo svört, að skelfing greip hann og hann hljóp i of- hoði niður stigann, greip hann hattinn sinn i anddyrinu og fór út að götudyrunum. í nágrannahúsuhum sást að- eins ljós i einum glugga en götuljósin lýstu manntómt stræt ið. Það var rigning og fult af polluin á blautri götunni. llann staðnæmdist í dyrunum og reyndi að manna sig upp og fara inn i liúsið aftur. Svo kom hann auga á mann, sem kom hægt upp göturía og læddist meðfram limgirðingunum. Honum var fyllilega ljósft lívað hann liafði gert, þegar hann sneri við til þess að kom- asl undan lögregluþjóninúm. Það gljáði á vota kápuna i birt- unni frá ljóskerunum og það fór hrollur um liann er hann sá þetta liæga, reglubundna fóta- tak. Hugsum okkur að maður- inn þarna uppi væri nú ekki alveg dauður og færi að lirópa á hjálp? Hugsum okkur að lögregluþjóninum þætti grun- samlegt að sjá liann þarna og færi með honum inn? Hann kom sjer þarna fyrir i sem eðli- legustum stellingum og þegar lögregluþjónninn fór fram lijá honum bauð liann golt kvöld, og mintist eitllivað á veðrið. Áður en fótatak lögreglu- þjónsins var dáið úl sneri hann við og fór aftur inn i liúsið. Ljósið frá forstofunni varpaði glætu á neðstu stigaþrepin, og hann geklc hægt upp. Hann opnaði gluggann, sellist á rúm- stokkinn og reyndi að hugsa. Hann liafði átta tíma. Álta tíma og 200 pund i smáseðlum. Hann opnaði penhigakassann og tók alt sem í lionum var, svo tindi liann saman það helsta verðmætt, sem var í her- berginu, og stakk þvi i vasana. Fyrsla liræðslan var nú um það bil afstaðin — en nú sett- ist að lionum ný kvíðandi ang- ist. Hann settist aftur og reyndi að liugsa fyrstu leikina i því tafli, sem líf hans valt á. Hann liafði oft lesið um lólk, sem tókst lengi vel að umflýja lög- regluna, en gekk svo í greipar lienni fyrir einbera flónsku og athugaleysi. Hann hafði heýrl lögreglumenn segja, að glæpa- .menn gerí að jafnaði einhverja flónslega slcissu, eða láti eftir sig vegsummerki, sem ríði þeim að fullu. Hann tók skammbyss- una upp úr skúffunni og at- lnigaði hvort hún væri lilaðin. Ef hið versta ætti að ske þá vildi lrann deyja fljótlega. ’ Átta tíma upp á að hlaupa og 200 pund. Fyrst ællaði hann að setjasl að í þjettbýli og lála skeggið vaxa. Þegar leitinni að honum væri lokið ætlaði liaiíu að komast lil útlanda og' byrja nýtt líf. Hann ætlaði að laum- asl út á nóttinni og senda bréf lil sjálfs sin — eða öllu lieldur hrjefspjöld, sem liúsmóðir liaús læsi. Brjefspjöld frá góðkúön- ingjum, frá systur og bróður. Á daginn ætlaði liann aðallega að lialda sjer inni og skrifa, líkt og þeir gera, sem kalla sig rit- höfunda. Eða kanske ælli hann að halda sig við sjóinn? Hverjum niundi detta í liug að leita lians á baðstöðunum, þar sem liann væri ýmist að róa eða synda innan um liina gestina? Hann sal og íhugaði þetta. Eitt gal jiýtt lífið, annað dauðann. En hvort? Hann loghitaði í andlitið er haflfíí -húgsaði um hve áríðandi valið væri. Það var svo margt fólk, sem sótti baðstaðina á þessum líma árs, að enginn

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.