Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1935, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.10.1935, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Hjer er mynd uf ööru kvennaþingi, sem haldiö var í Khöfn skömmu áöur en „Open Door International" hjelt sitt þing, nfl. þingi nœrrœnna hjúkrunarkvenna. í hópnum sjest Ingrid krónprinsessa, sem var vernd- ari þessa móts. Opnar dyr fyrir konumar. Sunnudags hugleiðing. Eftir Pjetur Sigurðsson. Leyndardómur guðshyggjunnar. „Mikill er leyndardómur guð- hræðslunnar — Guð opinberað- ur í holdi“. Það sem samstarf hinna máttugu afla lífsins hefir framleitt, hefir oft verið mönn- um mikill leyndardómur. Öll þróun lifsins er dásamleg, cn mikill leyndardómur, þeim sem ekki hafa rannsakað og gjör- þekt. Menn hafa felt sig illa við kenninguna um „guðhræðslu“. Það er heldur ekki víst, að hug- takið, sem stendur að baki sjálfu orðinu, hafi hlotið þar sinn heppilegasta búning. Enska þýð- ingin, til dæmis, notar orðið „Godliness“. Þetta orð þýðir alls ekki „guðhræðsla“. Það þýðir: guðlegur, og i þessu sambandi hlýtur það að merkja það, að vera guðlega sinnaður. Jeg leyfi mér því að nota liér orðið: guðshgggja, og þá verður út- koman þessi: að leyndardómur, eða kraftur guðshyggjunnar er mikill, því hún megnar að opin- bera Guð í mannlegu holdi. Það er fullreynt, að alt sem menn ástunda af alhug verður samgróið lífi þeirra og hluti af þeim sjálfum. Þegar menn hafa sterka hneigð til að liyggja á hljómlist, þá ástunda þeir hana, ef þeir eiga þess kost, og það endar með því, að sú dásamlega list opinberast í þeim. Ef menn hyggja stöðugt á glæpi, þá kem- ur þar í ljós glæpamaður. Ef menn hyggja stöðugt á dygðir, þá opinberast þar dygðugir menn. Ef menn hugsa mikið um Guð, þá ástunda þeir það, sem Guðs er, og það hefir þær af- leiðingar, að Guð opinberast i lífi þeirra. Er nokkuð til betra? Er til nokkur tegund af mönn- um eftirsóknarverðari, en menn, sem hægt væri að segja um með sanni, að þeir séu guðsmenn -— likist Guði? Geti menn með á- stundun orðið þektir íþrótta- menn, listamenn, eða afburða- menn á einhverjum sérstökum sviðum, þá kjósa þeir þann kost gjarnan. Ef menn geta, með guðshyggjunni — með því að hugsa inikið um Guð, orðið guð- legir menn, ættu menn ekki að sækjast eftir því? Það er há- markið á allri mannlegri full- komnun, og það er fullreynt að þetta er hægt. Það er mikill leyndardómur, en augljós orð- inn. Ófullkomið tal manna um Guð, ætti ekki að fæla hyggna menn frá því að keppa að þessu marki, að verða Guði líkir, og þetta gerist með því að hugsa mikið um Guð. Efnishyggjan hefir gert menn eígingjama og kaldlynda. Guðshyggjan mun gera menn fórnfúsa og kær- leiksríka. Guðshyggjan þarf að Á styrjaldarárunum breyttist aðstaða kvenna meira í bili, en orðið hefir áður á jafnskömm- um tíma. Karlmennirnir voru kvaddir í herinn lijá öllum ófrið- arþjóðum, en kvenfólkið annað- Chrgstal Macmillan, forseti „Open Door International". ist störfin heima fyrir, það yrkti jörðina og það tók í drjúgum mæli við störfum karlmannanna og að heita mátti i öllum grein- um. Þegar svo stríðinu lauk og hermennirnir komu heim aftur ætluðust ráðamenn hernaðar- leysa efnishyggjuna af hólmi, þá „munu morgunstjörnurnar syngja gleðisöng allar saman“ aftur yfir nýrri sköpun — nýj- um heimi. Þá mun stríðsvöll- ur þjóðanna breytast í heim- kynni friðarins. — Fyrst guðs- hyggjan getur opinberað Guð í holdi — Guð í manninum, þá þarf guðshyggjan að verða hið ríkjandi andrúmsloft í hugsana- lífi mannkynsins. þjóðanna til þess að kvenfólkið drægi sig í lilje á nýjan leik og víða gerðist þetta liljóðlaust. En kvenfólkið hafði fengið reynslu fyrir því sjálft hvers það var megnugt og að það átti kröfu á því, að teljast jafnokar karl- manna í svo ótal mörgum grein- um, sem það hafði verið látið sitja á hakanum í áður. Það vann karlmanns starf og átti þvi skilið karlmannskaup, gamla fyrirkomulagið var ranglátt og átti að breytast. Hugsunarhátt- ur konunnar var orðinn annar en áður. Frömuðir kvenrjettind- anna fyrir stríð liöfðu einkum beitt orku sinni að því, að vinna stjórnarfarslegt jafnrjetti og þá fyrst og fremst kosningarrjett, kvenfólkinu til handa. En það reyndist svo, að þó að ýms rjett- indi væri fengin á pappírnum þá skorti inikið á, að fult jafn- rjetti væri fengið. Konan var skör lægra sett í ýmsum efnum. Til þess að vinna hið raun- verulega jafnrjetti var stofnaður fjelagsskapur kvenna í ýmsum löndum árið 1928 og nefnist hann „Open Door International". Aðal bækistöð hans er í London og forseti hans er kunn kona, málaflutningsmaður i London, sem heitir Clirystal Macmillan. Hefir hún verið mikill kvenrjett- indafrömuður árum saman. „Open Door Internationál“ hefir það markmið að ávinna konum frelsi, starfsrjettindi, mentun og laun, á sama grund- velli og karlmenn fá það. Hefir fjelagið nú deildir í ým'sum löndum, undir sjálfstæðri stjórn og erindreka eða fulltrúa hefir það hjá alþjóðasambandinu í Genf, er fylgist með störfum sambandsins i öllu því er veit að stefnuskrá fjelagsins. Fjejagið er alls ekki á sama grundvelli og hin eldri kvenrjettindafjelög, að þvi er forsetinn segir. Telur hún að gömlu fjelögin hafi tekið sjer of víðtækar stefnuskrár, sem erf- itt verði að fá framgengt vegna þess live þær sjeu víðtækar. En „Open Door“ miðar starfsemi sína einkum að efnalegu sjálf- stæði kvenna, þó að það hafi samvinnu við mörg kvenrjett- indafjelög um heim, er styðja það í þeim málum, sem þeim eru sameiginleg. Síðan 1928 hefir meðlimatala sambandsins aukist jafnt og þjett. Síðasta þing þess var hald- Frá „Open Door“ fundinum í Kaupmannahöfn. Chrystal Macmillan aÖ tala viö einn fulltrúann á fundinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.