Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1935, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.11.1935, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Miklir matgoggar. Frakkar eru mestir sælkerar Vest- urlandaþjóðanna. Hafa þeir lagt sig frain um, að setja saman ljúffenga rjetti, sem svo hafa breiðst þaðan út um heiminn. Að Frakkar ráði matartiskunni má m. a. marka af þvi, að matseðlar gistihúsa uin allan héim eru að miklu leyti á frönsku. Af konungum Frakka var Lúðvík 14. frægasti sælkerinn. Hann át ekki mikið en liafði fjölda rjetta. Einkum þótti honum gott að fá grænmeti i allskonar myndum og svo nýja á- vexti. Stjórnmálamaðurinn Talleyrand var feikna matmaður, og ólíkur að því leýti Napoleon husbónda sín- um, sem át sjer „til gagns en ekki skemtunar". Napoleon var fljótur að eta og ót á mjög óreglulegum tíma, en drakk 20—25 bolla af kaffi ó dag. En þó Talleyrand væri oft önnum kafinn, gaf hann sjer jafnan góðan tíma til að jeta. Honum dugðu ekki minna en margir rjettir og hann át hægt og smjattaði. Hann innleiddi þann sið í Frakklandi, að drekka ósætt madeira eftir mat. og einn rjett, sem enn er frægur bjó hann til sjólfur: kjötstöppu með parmesan- osti. Eins og flestir sælkerar hjelt Talleyrand mikið upp á fiskrjetti, en fiskur var dýr og sjaldsjeður í París vegna örðugra samgagna. — Dumas segir frá því um fiskinn í hinni frægu veislu sem greifinn af Monte Christo hjelt að liann hafi verið fluttur í þangi, til að haldast óskemdur. Einu silini keypti Talleyrand tvo fallega „pigvarra" í búð í París. Það var eftir orustuna við Waterloo og hann vildi ekki gorta að þessum dýra mat. En hins vegar vildi hann gjarn- an að gestirnir vissu að liann ætti tvö stykki af þessum dýrmæta fiski. Talleyrand hugsaði málið og setti svo þjónunum reglurnar. Þeir komu inn með stórt fat á milli sín og á þvi lá annar fiskurinn. Gestirnir ráku upp undrunaróp en í sama bili misti annar þjónninn af fatinu og fiskur- inn datt á gólfið. Allir urðu hljóðir yfir þessu sorglega óhappi, en Tall- eyrand skipaði: „Komið inn með hinn!“ Á tímum Talleyrands áttu duglegu kokkarnir góða daga. Þeir fengu rík- mannleg laun og voru í hávegurn hafðir. Frægastur þeirra var Brillat- Sayarin, sem var lögfræðingur en gerðist kokkur og skrifaði fræga bók um matinn og sálarlífið. Þar var einn kaflinn um áhrif kalkúnanna á peningamarkaðinn, annar um dul- fræði méltingarinnar og þriðji um kaffi. Alexander Dumas eldri var ekki aðeins frægur sem rithöfundur held- ur einnig sem kokkur og mathákur. Það var sagt um hann, að hann elsk- aði lifið eins og unga stúlka, en að maturinn væri veigamesti þáttuf lífs- ins hjá honum. Hann hafði sem svar- ar 160.00 króna árstekjur en notaði hvern eyri i mat og veisluhöld. Rossini, höfundur „Rakarans i Se- villa“ var frægur fyrir spaghetti. sem enginn gat matreitt nema hann. Dumas vildi fá uppskriftina en fjekk ekki og varð sundrung út úr þessu og sá orðrómur komst á loft, að Dumas væri ónýtur kokkur. Þá bauð Dumas ýmsum heldri mönnum að horða hjó sjer og liorfa á sig búa til matinn. Og eftir það datt engum í hug að synja fyrir, að Alexarider Dumas kynni að búa til mat. Hann var eflaust með bestu kokkum, sem uppi hafa verið, enda mjög kokks- lega vaxinn — rjeri i spikinu. Á síðasta óri voru bygð 130 ný kvikmyndahús í Bretlandi, með 180,000 sætum. WINSTON CHURCHILL liinn alkunni enski stjórnmálamaðui leggur gjörfa hönd á margt. Hjer sjest hann vera að mála í sumar- fríinu. TURKMENAHÖFÐINGI. álaðurinn lijer að ofan er Turk- meni, einn af íbúum steppanna i Turan í Mið-Asíu. Menn þessir eru miklir reiðmenn og bardagamenn og bera skothylkin í breiðum leðuról- um um axlirnar. EFTIR HRAÐAMETIÐ. Svona leit einn hringurinn á kapp- akstursvagni sir Malcolm Campbell' út, eftir að hann setti lieimsmet sitt í Utah. Allur sundurtættur og rifinn. ,,Ilvernig ferðn að gera lökin þín svona hrein? Míu ern altaf orðin svo óbraggleg eft- ir nokkra þvotta“ .,Þú ættir að þvo þau úr Rinso. Það þvælir burt öll óhreinindin og sparar þjer pen- inga, þvi ekki þarf að nttdda þvottinrí'. Notendur Rinso aá ttessum tíndrandi hvita blæ. Það er svo auðvelt að þvo úr Rinso. Hið freyðandi sápulöður gerir alt. Látið Rinso í heitt vatn og hrærið í uns löður myndast. Sjóðið þvottinn ef yður finst þörf á eða lálið hann liggja i sópu- vatninu nokkra klukkutíma eða yfir nóttina. Rinso gerir það sem á vantar. Engin þörf á að nudda þvottinn eða núa, þvi að það slitur honum svo fljótt. Hin óhrifamiklu efni í Rinso ná ólireinind- unum sjálfkrafa. Þessvegna er svo mikill vinnu- sparnaður að Rinso. Auk þess sem Rinso gerir hvítan þvott mjall - hvítan gerir það alla liti miklu hreinni. Látið Rinso gera þvottinn yðar verulega lireinan. R. S. HUDSON LTD.. LlVERPOOl.. ENGLAND CHARLES LAUGHTON BROSANDI KVEÐJA HER- MENNIRNIR konur sínar og börn, er þeir fara í striðið til Abbessiníu. Og þó mun eflaust sú hugsun hvarfla að sum- um þeirra, hvort þeir muni nokk- urntima sjá ástvinina aftur. Hinsveg- ar eru þeir svo haldnir af liernaðar- anda og vigahug, að sú tilfinning verður ofan á, og þeir þykjaast stoltir af að fá að fara í herförina til þess að „auka hróður" ítalíu, með því að drepa niður að ósekju varn- arlitla þjóð. er tvimælalaust einn frægasti kvik- myndaleikari Breta nú sem stendur. Hefir hann leikið aðalhlntverk i ýms- um stórmyndum, en einna frægastur mun þó leikur hans i hlutverki Ilinriks áttunda í stórmyndinni „Einkalíf Hinriks áttunda“. Laughton er ættaður frá Scarborougli og var þar nýlega í heimsókn lijá móður sinni. Sjást þau hjer saman á mynd- inni. Best að auglýsa i Fálkanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.