Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1936, Síða 15

Fálkinn - 04.01.1936, Síða 15
F A L K I N N 15 Leikhúsið: „í annað sinn“ Eftir BARRIE. Eiiska leikritiö, sein i.eikfjelag Réykjavíkur valdi til sýningar um jólin, er eftir eitt af frægustu skáld- um Breta, lárviðarskáldið Barrie. Efni leiksins og fyrirkomulag er með mjög óvenjulegum hætti, svo að telja má leikinn æfintýraleik i aðra röndina, þó að hann sje raun- verulegur í hina. Leitast höfundur- inn við að sýna, hvernig menu- irnir mundu nota sjer það, ef þeir i'engju kost á að gera hlutina upp aftur, og nota sjer reynslu, sem þeir hafa fengið í lífinu. Og lætur liöfúndurinn þetta ske á þann hátt, að persónurnar fara út í æfintýra- skóg einn á Jónsmessúnótt og kom- ast þar alveg í nýtt ástand. jiann hátt leikur hver leikandi í raun og veru tvö hlutverk, allir nema gjörningamaður Lob, sem er húsbóndi á heimilinu, þar sem leik- urinn gerist. Er hann leikinn af Indriða Waage. Önnur hlutverk í leiknum eru leikin af systrunum Emilíu og Þóru Borg, Mörthu Kal- man, Arndísi Björnsdóttur og Soffíu Guðlaugsdóttur, Ragnari Kvaran, Haraldi Björnssyni og Brynjólfi Jó- hannessyni og einnig leikur Dóra Haraldsdóttir litla telpu. Er með- ferð leikenda á hlutverkunum mjög góð og samleikur prýðilegur. Hefir Ragnar Kvaran stjórnað æfingum leiksins. Hjer birtast myndir af Indriða Waage, Haraldi Björnssyni Mörthu Kalman og Dóru Haralds- dóttur, og ennfremur af leiksviðinu’ i 2. þætti (töfraskóginum). Þrítugur bóndi í Liffré í Frakk- landi hengdi sig út af því, að það átti að kjósa hann í bæjarstjórn. Maðurinn lifði i farsælu hjónabandi og átti tvö efnileg börn, en hafði altaf haft mestu óbeit á að fást við opinber störf. Þegar honumt barsl lil eyrna, að hann hefði verið settur í örugt sæli á lista við komandi liæjarstjórnarkosningar, þá gerði hann sjer lítið fyrir og hengdi sig. ------------------x----- Hávaðinn er sú plága stórborg- anna, sem nú er einkum barist á móti. Svíar hafa bannað bifreiðuin að nota hornið i bæjum og hefir sú ráðstöfun verið gerð víðar. í New York er sagl *að hávaðinn sje svo mikill, að maður mundi ekki geta heyrt ljónsöskur í tnttugu skrefa fjarlægð. f þessu sambandi er verl að geta þess, hvaða skoð- anir ýmsir spekingar og mætir menn höfðu á hávaðanum, og var hann þó hverfandi á þeirra dögum móti því sem hann er nú. Ivant, Goethe og Mark Twain töldu há- vaðann skaðlegan heilbrigðinni og tefja fyrir andlegum þroska ungl- inga. Scopenhauer taldi hann kval- ræði fyrir greinda menn og verstu hugsanamorðingja. Var hann I. d. gramur smellunum, sem ökumenn- irnir gerðu með keyrum sinum. Það er til dæmis um álit það, sem Scopenhauer naut, að tveimur ár- um áður en hann dó, bannaði lög- reglan í Núrnberg — en þar bjó hann - að smella með keyrinu. Sá ætti bágt ef hann lifði núna! Bandarikjastjórn hefir nýlega samið frið eftir heillar aldar ófrið við Indíánaflokk einn í Florida. Indiánarnir i Florida hafa aldrei viðurkent yfirráð Bandarikjanna og þeir hafa heldur aldrei verið sigr- aðir að l'ullu. Eftir margra ára vopnaviðskifti við hermenn stjórn- arinnar, fluttust þeir inn í illfær mýrarfen fyrir 50 árum og hafa hafst þar við síðan og neitað að eiga nokkur mök við stjórnina eða hlýðnast henni og borga skatta. Loks nú hafa Indíánarnir fengist til að gera út sendinefnd til Was- hington, að semja frið. Hafa samn- ingar verið undirskrifaðir og Indí- ánar fengið ágæt lönd til afnota og auk þess vilyrði fyrir lánum úr ríkissjóði til þess að rækta landið og byggja sjer hús. Magnús Ketilsson útvegsbóndi, Bakka í Höfnum, varð rt0 í gær. Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol. varð 60 ára 1. jan. Gísli Jónsson dfgreiðslustjóri varð 65 ára 1. janúar. Finnbogi Finnbogason skip- stjóri verður 55 ára á morgun. „Niður með tómatsúpuna! Niður með nýja ávexti! Undir þessu kjör- orði gerðu 820 sjúklingar á spitala í PóIIandi verkfall og neituðu að jeta fjörefnaíæðuna, sem sjúkrahús- ið framreiddi þeim, en heimtuðu ket. Jafnvel dauðveikt fólk tók þátt í „verkfalliniú' og neitaði að bragða nokkurn mat, fyr en því væri boðið kjöt. Eftir 32 klukkustunda sultar- bið urðu læknarnir að fara til for- stjorans og biðjá hann um, að láta sjúklingána fá kjöt í stað „fjörefna- fæðunnar", því annars væri lifi þeirra hætta búin af sulti. Og for- stjórinn varð að láta undan. Sjúkl- ingarnir fengu ketið sitt.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.