Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 04.04.1936, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Rilstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdaslj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifslofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Síini 221(1. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(i. Sicrifstofa i Osln: A n I o n S c h j ö I h s g a d e 1 4. Blaðið kemur út liver'n laugardug. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraððaraþankar. Nú á tímum er það ekki handafl- ið, sem ræður unt afkomu einstakl- inga og þjóða. Náttúran leggur mánn- inum til orkuna, en hans er að nota hana. Náttúran leggur lil efnið, en mannsins er að vinna ur því, svo vel og ódýrl, að afurðirnar nái hylli og þyki hetri en annara, og seljist ltelsl nieð meira verði, en framleiðslan hefir kostað. Það er kunnáttan og verkhygnin, eigi siður en auðlind r þjóðarinnar úr skauti náttúrunnar. sem ríður baggamuninn um afkomu atvinnuveganna. Til skamms tíma hafa atvinnuveg- ir þjóðarinnar verið reknir með æfa gömlu sniði og kunnáttan lærst af þeirri reynslu, sem fengin hefir ver- ið mann frani af manni. Reynsla þjóðarinnar sjálfrar er vitanlega und- irstaða, en sú undirstaða táknar í mörgum tilfellum kyrstöðu. Til þess að geta staðist i timans straumi, þarf jafnframt að augðast af reynslu annara þjóða og hagnýta sjer upp- götvanir visindanna og hugvitsnmnn- anna í hverri grein, Jafnvel þær þjóðir, sem lengst eru komnar áleið- is, í verklegum éfnum, fyrirverða sig ekki að kynna sjer aðferðir og nýungar annara, því að þær skilia, að ef þessar hinar þjóðir hafa eitt- hvað betra en þær hafa sjálfar, þá er þeim liætta búin í samkepninni. Iðnstofnanir og verksmiðjur, sem eignast liagnýta uppfyndning, er öðr- um er ókunn, liggja á lienni eins og ormar á gulli, þvi að hún gefur þeini forrjetti'ndi fram yfir aðra: tækifæri lil að framleiða vöruna betri og ódýrari en aðrir. Þjóð sem telur sjer trú um, að hún þurfi ekkert af öðrum að læra, ér dauðadæmd. Og hún er heimsk, því að enginn maður nema heimsking- inn þorir að segja, að hann liati ekkert af öðrum að læra. íslending- ar hafa lengi staðið að baki öðrum þjóðum i verklegum efnum, og íiafa ósköpin öll að læra. Og hverjum þeim eyri, sem varið er til þess, að auka þekkingu þeirra á verklegri menningu er vel varið, því að hann kemur margfaldaður aftur. Þjóðin er farin að skilja, að bókvitið verður látið i askana og hefir meira nær- ingargildi fyrir þjóðina en hand- aflið. Og hún lærir smámsaman að skilja, að án bókvitsins, þ. e. vís- indalegrar undirstöðu atvinnuveg- anna, er alt unnið fyrir gíg, hand- aflið fer forgörðum eins og hjá Sysifos þeim sem steininum velti. Með aðstoð visindanna og réynsl- unnar — bæði heimafenginnar og aðfenginnar — er íslenskri framtíð borgið, efnalega. Því að ísland á Tvítugt söngfjelag. Það verður hvorki vegiö nje metið hve mikinn skerf Karlakór K. F. U. M. hefir lagt til hljómlistarlífs Reykja vikur á undanförnum árum. Söng- fjelög voru að vísu til fyrir þess daga, en að jafnaði entust þau illa, störfuðu af áhuga fyrsta kastið en hjöðnuðu svo eins og bóla. En Karlakór K. F. U. M. átti. því láni að fagna, að eignast leiðtoga, sem ekki mæddist eftir fyrsta sprettinn, heldur fór að öllu gætilega, rasaði ekki um ráð fram en endist vel. Því að það er svo, að þegar litið er yfir sögu Karlakórs K. F. U. M. sem nú á 20 ár að baki sjer, þá verður fyrst og fremst að þakka ]iað söngstjóra fjelagsins, Jóni Halldórs- syni, að fjelagið er enn i fullu fjöri og að þvi hefir orðið svo vel ágengl, sem raun ber vitni. Þó að Jón Hall- dórsson hafi öll þessi ár haft ærn- um störfum að sinna og ábyrgðar- miklum, og jafnan gegnt þeim með hinni mestu prýði, hefir honum jafn- ar. unnist tími til að sirina fjelagi sínu, og jafnan nent að fórna því frístundum sínum. Og livað árangur- inn af þessu starfi snertir þá sýna verkin merkin. Söngsljórn hans hefir jafnan borið vott um vandvirkni og smekkvísi, og söngfjelagið öðlast ein- læga vini og gert landinu stórfeldan sóma með framkomu sinni á erlend- uin vettvangi, þar sem hið allra besta ei til samanburðar. Og hjer á landi liefir Jóni Halldórssyni verið trúað fyrir því, sem mestu þótti skifla, t. d. aðalstjórn söngsins á Alþingisbá- tiðinni. — Honum á Karlakór K. F. U. M. fyrst og fremst að þakka það, sem á hefir unnist, þó að ýmsir aðr- ir hafi lagt nýta hönd að. Núna i vikunni hjelt kórið hljóm- leika í Gamla Bió lil minningar um afmælið. Voru þeir fjölsóttir eins og vænta mátti. „Fálkinn" óskar fje laginu til hamingju með ágætt starf og þykist viss um, að það eigi enn eftir að vera höfuðstaðnum það i marga mannsaldra, sem það hefir verið honum tvo undanfarna áratugi. Brautryðjandi í aldarfjórðung. Árið 1911 óraði fæsta íslendinga fyrir þvi, að á næstu árum mundi hefjast nýtt tímabil, með gjörbreyt- ingu á samgönguháttum fslendinga, á landi. Menn höfðu að visu heyrt tal- að uni „Thomsensbílinn“, en höfðu fyrir satt, að hann væri mjög svo óábyggilegt samgöngutæki, sem lielst þyrfti að hafa nálægt sjer riðandi mann með nokkra aktygjaða hesta lil þess að „draga“ þegar blíllinn ekki „drö“. Iín svo kom Vestur-íslending- ur hingað með Fordbil, og sýndi, að á þurrum vegi gat biílinn komist á- fram hestlaust. En samt hugðu þá nægar auðlindir. Þjóðin getur lifað kongalífi á þeim, ef hún lærir að nota þær rjett. .4 jaæ. flestir „vitrir menn“, að bílar ætlu ekki framtíð fyrir sjer hjer á l>essu landi, íslandi. Milli atburða þessara gerðist það, að Geir G. Zoega vegamálastjóri. rjeðst aðstoðarverkfræðingur hjá þá- verandi landsverkfræðingi, Jóni heitn um Þorlákssyni. Zoéga var þá nýkom- inn heim með ágætt próf frá Poly- teknisk Lære'anstalt i Kaúpmanna- höfn. En það var ekki aðeins góða prófið, sem liann kom með, heldur ineð lieilán fjársjóð af hugmyndum, sem hann hefir verið að koma í fram- kvæmd síðan. Og sá fjársjóður þrotn- ar aldrei, því að altaf bætast við ný viðfangsefni, sem koma þarf fram. Og ávalt er það vegamálastjórinn sjálfur, sem er fyrstur lil að finna þau. Þegar Jón Þorláksson sagði af sjer einbætti 1917 var Geir G. Zoéga skip- aður eftirmaður hans. Og þá var far- ið að sjást, að bilarnir áttu framtið hjer á landi og að þeir gátu skapað hina mestu breytingú á lima sem orðið hefir siðan á landnámsöld, að óbreyttu rúmi eða fjarlægðunum. Það varð verkefni núverandi vega- málastjóra, að reyna að fullnægja þeim kröfum, sem fram koniu með bifréiðunum, um aukna vegi, fleiri brýr. Þegar fólk fór að nota bjlana, fanst því, að það ætti lieimtingu á, að komast jafnlangt með þeiiri á 10 tímum eins og það áður hafði kom- ist á 10 tímum á hestbáki. Fjarlægð- irnar urðu minni, — í tíma — þó að þær væri nákvæmlega jafnlangar á leiðinni eins og áðnr. Svo vel hefir núverandi vegamála- stjóra tekist að ráða frani úr þessu nýju viðfangsefni, að ef nokkur mað- ur hefði spáð því þann 1. april 1911 að hægt væri að aka um þá staði, sem nú eru orðnir sporgötur bifreiða, mundi hann hafa verið talinn eilt- livað talsvert brenglaður á sönsunum. En staðreyndirnar þekkja allir: Fyr- ir fjórum árum hófust fastar hifreiða- samgöngur milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar, og nú er sámfeld hifreiða- leið úr höfuðstaðnum alla leið á Austfirði — Seyðisfjörð og Reyðar- fjörð. — Vestur á Snæfellsnes, sunn- an og norðan, norður á Hólmavik, austui' í Fljótshverfi og svo margt og inargt. Jafnvel inn að Hvítárvatni. þegar Sogsbrúin, sem fy.r var, verður opnuð almenningi lil fyrirgreiðslu í óbygðir íslands. Þau þrekvirki, ^eiu urinin hafa ver- ið af athafnamesta landsverkfræðingi og vegamálastjóra íslands, eru m. a. talandi lákn ]iess, að hann skilur þá líma sem hann lifir á. Það eru meslu breylingartímar, sem orðið hafa i samgöngum á landi lijer. Og má þakka það því, að Geir Zoéga þekkir ávalt sinn vitjunartíma. Hann er framsýrin maður og hygginn en hef- ir jafnframt til að bera þann eigin- leika sem þarf að sameinast þeim fyrnefndu: að vera stórhuga og á- ræðamikill. Þessir eiginleikar valda ]>ví, að verk hans eru orðin svo mikil, að enginn mundi mótmæla því, að segja — að þvi er vegamálin snertir: Hanu .......hrinti voriim hag á leifí með heillar aldar taki“. Geir G. Zoéga vegamálastjóri gerir sjer, að því sem oss er sagt af fólki. sem þekkir hann vel, alls ekki far um, að láta geta sin að nokkru. En nauðugur viljugur verður harin að gera það nú á aldarfjórðungsafmæli sínu, vegna þess, að verkin tala.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.