Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1936, Page 4

Fálkinn - 04.04.1936, Page 4
4 F Á L K I N N Að ofan. Til v.: Yfirlitsmynd. Til hægri: Straum- I í n us træ tisvagn. Að neðan. T. v.: Vörubifreið mcð viðargasvjel. Til hægri: Nútíma sjúkrabifreið. Samgöngur með nútímahraðaí Þýskalandi Carraeciola og Stuck þátt í leiknum. Meðal munanna sem sýndir voru í „revyunni" var líkan aí fýrstu eimreiðinni, sem fyrir 100 árum var á ferð milli Nurnberg og Fiirth í Suður-Þýskalandi. Myndina af lienni, sem lijer er birt, má bera saman við mynd af nýjustu hraðlest Þjóðverja, sem á að vera í ferðum niilli Berlínar og. Bréslau. Lest þessi. sem samanstendur af 3 vögnum, náði 205 km. hraða á klukku- stund, og er allólík fyrirrenn- ara sínuan f'rá ]avi á árinu 1835. ^ Hin nýja hraðlest er knúð á- fram af tveim dieselvjelum með um 600 hestöflum liver; dieselvjelarnar knýja rafmagns vjelar sem vinna á ganghjól lestarinnar. Fyrsta lest af þess- ari gerð var hinn sokallaði „Fliegende Hamburger“. Hafa lestir þessar síðan verið bættar, þangað til hraðinn er nú orð- inn svo mikill, að varla getur hugsast að liann verði nokkurn- tíma meiri. Staðrevndir hafa sýnt, að greið- ar samgöngur efla mjög at- vinnulíf þjóðanna. Samgöngu- bætur veita afarmörgum mönn- um aukna atvinnu, beint eða ó- beint. Þessvegna hafa á síðari árum flestar þjóðir unnið sem inest að því að greiða fyrir samgöngum, með því að bæta vegakerfi og farartæki. í þess- ari grein hafa Þjóðverjar síst staðið að baki öðrum þjóðum. „Fálkinn“ birti ekki alls fyrir löngu .grein um hið nýja kerfi hinna svokölluðu „rikisbifreiða- brauta“, og er óliætt að kalla þetta kerfi hinar stórfeldustu samgöngubætur, sem nokkurn- tíma hafa verið framkvæmdar þar í landi. Hið nýja vegakerfi hefir í för með sjer stórkostlega fram- þróun bilaiðnaðarins. Fram- leiðsla þessarar iðngreinar hefir aukist að miklum mun og verkamönnum, sem liafa feng- ið atvinnu fjölgað að sama skapi. Til þess að gera almenningi kleift að fylgjast vel með öllum nýjungum bifreiðariðnaðarins, er árlega lialdin mikil bifreiða- sýning í Berlin. Síðasta sýning var opnuð þ. 15. febr. og var þar til sýnis alt liið nýjasta, sem verksmiðjurnar liöfðu framleitt og hafa á boðstólum fyrir vor- ið, bæði bílar, bifreiðahlutir, öryggistæki og annar útbúnað- ur. Sjerstaka athygli sýningar- gesta, sem voru upp undir 150,000 á dag, vakti hin nýja fólksbifreið með dieselvjel, sem Mercedes-Benz verksmiðjurnar höfðu sent á sýninguna. Sein kunnugt er nota Þjóðverjar, eins og reyndar margar aðrar þjóðir, nú einungis dieselvjelar í vörubifreiðar og strætisvagna. En það þótti mikil nýung, að vjelar þessar eru nú taldar svo fullkomnar og liprar í notkun, að þær eru álitnar hæfar í fólksbíla. 1 þessu sambandi skal þess getið, að Þjóðverjar reyna nú að nota sem mest innlend hrá- efni í bifreiðar sinar. Hráolían, sem er notuð í dieselvjelum, er að miklu leyti leyti fengin úr innlendum borliolum, eða unn- in úr öðrum hráefnum. Þar að auki liafa verið gerðar mjög merkilegar tilraunir í þá átt að knýja bifreiðar með gufuvjel- um, sem brenna við eða lakari kolategundum. Ennfremur eru til bifreiðar, sem ganga íyrir gasi, sem annaðhvort er flutt með í þar til gerðum geymir- um eða jafnvel framleitt í sjálf- um bílnum. Ein slílt bifreið, sem er knúin af viðargasi, sem framleitt er í henni sjálfri, sjest hjer á mynd. Einnig hafa verið gerðar til- raunir til að vinna gúmmí, nokkurskonar gervigúmmí úr innlendum hráefnum. Þessar lil- raunir eru sjerstaklega fram- kvæmdar af ríkishernum, sem notar lijólbarða úr þessu nýja efni á bifreiðar sínar. Til minningar um það, að nú eru 50 ár liðin, síðan hinir þýsku hugvitsmenn Daimler og Benz, smíðuðu fyrstu bifreið heimsins, var á meðan á sýn- ingunni stóð sýnd „revy“ sem nefndist „100,000 hestöfl". 1 þeirri sýningu var rakin saga samgangnanna í Þýskalandi, frá dögum liestvagnsins til vorra daga, og tóku m. a. frægir kappakstursmenn eins og t. d. Af þessu mætti nú draga þá ályktun að hinar gömlu gufu- knúðu lestir væru alveg að hverfa. En svo er ekki. Gufu- knúnum lestum hefir einnig farið fram, þær nýjustu ná nú 175—195 km. hraða á klukku- stund og hafa ennþá þann kost fram yfir diesellestirnar, að þær gela haft fleiri og þyngri vagna. Að lokum skal þess getið, að öryggisútbúnaður járnbrautanna þýsku hefir verið bættur stór- um. Hraðlestirnar eru allar búu ar út með sjálfvirkum heml- um, sem talca til starfa þegar lestarstjóranum hefir sjest yfir varnar eða stöðvunarmerki. Margir myndu geta haldið að aukin bifreiðanolkun gæti ekki orðið samfara slórfenglegum endurbótum járnbrautarinnar, eða þó a. m. k. að aukin notk- un bifreiða mvndi leiða af sjer Úr „revyunni“ ,100,000 hestöfV. Að ofan. Til v.: Póstvagn stöðv- aður til tolleftir- lits við landamœri fylkis í Þýska- landi fyrir 1871. T. h.: Niirnberger eimreiðin 1835. Að neðan t. v.: liarl fíenz i fyrstu bifreið sinni á tali við Bosch, stofnanda fíosch A. G. — Til h.: fíarnavagn frá 1890, án vjelar eins og enn í dag.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.