Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1936, Side 8

Fálkinn - 04.04.1936, Side 8
8 FÁLRINN YHG/fU U/eNbURHIR Brjefaíikt. Hjerna sjiáð þið fyrirmynd af brjefavikt, sem mjög auðvelt er að búa til. Þið fáið ykkur stútvíða flösku fuila af vatni. Stöngin er gerð úr hrifuskaftsbroti og krókur festur í annan endarin og ofurlítið blýlóð fest neðan í, svo að trékubburinn haldist lóðrjettur í vatninu, en ekki má lóðið vcra svo þungt, að það nemi við botn í vatninu. Skálin í voginni er pappaspjald, sem negll er á endann á trjekubbnum. Svo strykum við mælikvaða á kubbinn. Núllstrykið setjum við á hann i vatnsborðinu þegar enginn þungi hvílir á voginni en svo setjum við meira og meira af lóðum á vog- skálina og merkjum þyndina við vatnsborðið í hvert sinn, 10, 2Ó, 30 40 grömm o. s. frv. Það verður að fernisbera kubbinn mjög vel áður en hann er settur i vatnið, því að annars drekkur hann smám saman í sig svo‘ mikinn raka. að hann þyng- ist, en þá verður vogin vitlaus. Sjönhverfing. Búðu til hólk úr skrifpappir og settu hann fyrir annað augað, eins og sýnt er á myndinni. Ef þú kíkir nú gegnum hólkinn með hægra auga og heldur vinstra auganu opnu um leið, sýnist þjer vera hola í hend- inni, sem þú heldur um hólkinn. En þetta hverfur undir eins og þú lokar vinstra auganu, en meðan bæði augun eru opin sameinar heilinn á- hrifin frá báðum augunum i eitt, og þessvegna kemur þetta fyrirbrigði. Rjetti forfnginn. Fyrir mörgur árum stjórnaði Mehemed vitri Egyptalandi. Hann hafði kallað saman her, sem átti að fara til Arabiu og nú var ekki ann- að eftir en að velja herstjórann. En Mehemed var í vafa um hver af höfuðsmönnunum væri best til þess fallinn að verða herstjóri og tók því til bragðs að reyna þá. Hann kallaði duglegustu höfuðs- mennina á fund sinn og ljet þá koma inn i stóran sal. Á miðjum dúknum á gólfinu lá epli. — Lítið þið á, góðir hermenn mín- ir, sagði hann, — sá ykkar sem getur lekið upp eplið með hendinni án þess að stíga á dúkinn, hann skal verða æðsti inaður hersins. Höfuðsmennirnir litu liver á ann- an og fanst þetta hlægileg þraut; þeir gátu ekki sjeð að það væri nokkur leið að ná til eplisins án þess að stíga á dúkinn, jafnvel sá sem lengstur var gat það ekki því að dúkurinn var svo stór. Loks kom röðin að Ala Hassim, tengdasyni soídánsins. Hann var lítill og hnubb- ■ ralegur og höfuðsmennirnir hlóu þegar hann gekk fram að reyna sig. En þeir gleymdu brátt að hlæja og iirðu gramir í staðinn sjálfum sjer, fyrir hvað þeir hefðu verið heimskir, þegar Ala beygði sig og fór að vefja saman dúkinn, þangað til hann náði eplinu, sem hann tók upp og fjekk soldáninum. —Þú ert sá rjetti, sagði soldáninn. — Sá sem á að stjórna her, verður að geta hugsað. Og það reyndist svo íðar, að Ala Hassim var starfi sínu vaxinn. Hann vann sigur á öllum erfiðleikunum og á fjandmönnum sín- úm. Biskup sem var ákaflega utan við • ig, var i járnbraut og fann hvergi fcrseðilinn. Brautarþjónninn sagði að það gæti beðið. — Nei, jeg verð endilega að finna farseðilinn, svo að jeg sjái hvert jeg er að fara, svaraði biskupinn. Lousn á eldspftnagátunni i síðasta btaði. N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN KOSTAR 6 KR. ÁRG. FIÍEDDY SEM HJÓLREIÐAMAÐUR. 1. Freddy er að reyna hjólið sitt nýja. 2. Teddy klemmir á sjer tána, og æpii 3. en Freddy hleypur eftir hjálp. 4. Þarna kemur liann — en með hvað? ó. Pumpuna og pumpar eins og hann getur til að lina kvalirnar. 6. Og það dugði. Teddy brosir og alt er fyrirgefið. Að breyta rjetthyrning i ferhyrning. Þessi rjetthyrningur er kliptur þannig, eftir þremur beinum línum, að hægt sje að setja stykkin saman i nýjan jafnliliða ferhyrning, sem Samsetningaþrautin „Rombi“. Hjerna sjáið þið hvernig þið eigið að setja saman úlfaldann, sem mynd- in var af í síðasta blaði. Gamla konan á götunni (við dreng sem hún heyrir blóta hroðalega): — Hvað heldurðu að hún móðir þín mundi segja, ef hún heyrði þetta. — Hún mundi segja: Guði sje lof! — Eins og henni dytti það í hug, strákskömmin- þin. — Já, það er jeg viss um. Hún hefir nefnilega verið heyrnarlaus í tuttugu ár. Skotinn (við Ástralíumanninn): — Jeg heyri sagt, að það sje talsvert mikið af Skotum í Ástralíu. — Já, það er talsvert af þeim. En kanínurnar eru þó ennþá verri plága. gerður er úr 324 smáferhyrningum eins og þessi. Hvernig farið þið að því? Reynið þið! Og svo kemur hjerna ný þraut enn. Það er mynd af kertastjaka, sem þið eigið að búa til næst. Það er ekki erfið þraut, en ef þið getið ekki ráðið hana, þá skal jeg segja ykkur frá þvi í næsta blaði, hvernig á að fara að. Tóta frænka. RÁÐNIN MYNDAGÁTUNNAR í sið- asta blaði: 1) ítaha, 2) Washington forseti, 3) Vesúvíus, 4) Neyðarme2rki, SOS með inorseletri, 5) Sjóflugvjel, (i) Cliarlie Chaplin. Tóta frænka.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.