Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1936, Side 9

Fálkinn - 04.04.1936, Side 9
F Á L K I N N 9 GEORGES SIMENON: Líkið á krossgötunum. um leið og hann gleypti sardínu, sem þeir fengu i staðinn fyrir „hors d’oeuvre“. „Herra Oscar“. „Hefir hann átt hjer heima lengi?“ „Líklega í ein átta ár, eða ef til vill tíu. En jeg á hest og vagn, svo að . . . .“ Og maðurinn hjelt áfram að sinna þörfum þeirra, en var all hægfara. Hann var ekki orðmargur og augnaráðið lymskulegt. Lað var eins og hann tryði engum. „Og lierra Michonnet?“ „líann er vátygginga-umboðsmaður“. Þetta var alt og sumt. „Hvort viljið þið heldur rauðvín eða hvít- vín?“ Hann var lengi að bauka við að ná kork- ögn upp úr flöskustútnum, en loks helti hann vininu í glösin. „Og fólkið í húsi ekknanna þriggja?“ „Jeg get varla sagt, að jeg liafi sjeð það . . að minsta kosti ekki frökenina .... þar kvað vera fröken .... Þjóðvegurinn liggur ekki um Avraiville“. „Var maturinn sæmilegur?" spurði konan, frammi i eldhúsi. Þeir Maigret og Lucas hættu loks að spyrja, en sátu liljóðir og hugsaði hvor sitt. Og þeg- ar þeim fór að leiðast hugsanaþvargið, fóru þeir út á götuna aftur, — gengu fyrst fram og aftur, stundarkorn, en hjeldu svo aftur að krossgötunum. „Hún kemur ekki“. „Mjer er talsverð forvitni á að vita, livaða erindi Golberg hefir átt á þessum slóðum . .. Kampavín og saltaðar möndlur .... Fundust nokkrir gimsteinar i fórum hans ?“ „Nei. — Ekkert annað en tvö þúsund og nokkrir frankar, i veski“. Enn var ljós í bifreiðaskýlinu. Maigret tók iiú eftir því, að íbúðarhús herra Oscars lá ekki að veginum, heldur var það á bak við viðgerðarskálann, svo að ekki sáust glugg- arnir á liúsinu af veginum. Vjelamaðurinn sat á aurhlíf, á einni hif- reiðinni, í vinnufötum sínum, og var að horða Og skyndilega birtist skála-eigandinn, ein- hversstaðar utan úr myrkrinu. „Gott kvöld, herrar mínir“. „Gott kvöld“, muldraði Maigret. „Indælt veður í kvöld. Haldi hann svona á- fram, fáum við gott veður á páskunum“. „Heyrið þjer, maður minn“, sagði Maigi’et all hranalega, „er þessi hola opin alla nótt- ina?“ „Opin Nei. En hjer er altaf maður á verði, og sefur liann hjer í bedda. Hliðið er lokað . . . . En þeir, sem kunnugir eru lijer, Jiringja þegar þeir þarfnast einhvers . . . . “ „Er mikil bifreiðaumferð hjer á nóttunni?“ „Mikil? Nei. Þó fara hjer framhjá einstöku Infreiðar .... flutningabifreiðar, sem eru á leið til torgsins. Fyrsta grænmetið kemur hjeðan .... Það kemur fyrir að þá vantar bensín .... eða eitthvað smávegis þarf að gera við. Viljið þjer ekki koma inn og þiggja litið glas?“ „Nei, þakka yður fyrir“. „Það er óviturlegt. En jeg vil ekki vera að neyða yður. Þjer eruð ekki enn búinn að komast að neinni niðurstöðu í þessu morð- máli, vænti jeg Jeg er viss um að þjer skilj- ið það, að ekkert er líklegra, en að herra Michonnet verði að kryplingi af gremju . . . einkum ef hann fær nú ekki slrax nýja sex- sivalninga bifreið“. Bifreiðarljós sáusl álengdar og urðu skjótlega skýrari. Hvinur. Skuggi þaut fram hjá. „Læknirinn frá Etampes“, tautaði skýlis- eigandinn. „Hann hefir sennilega verið sótt- ur til Arpajon. Hann kemur seint frá mið- degisverðinum hjá starfsbróður sínum“. „Þekkir þjer allar bifreiðar, sem fara lijer framhjá?“ „Margar .... sjáið þjer lugtirnar tvær, þarna .... það er bleikjurtar-lilass, sem verið er að aka til torgsins .... þeir nenna aldrei að kveikja á kastljósunum, þeir kumpánar .... og þeir aka altaf á miðjum veginum .... Gott kvöld, Jules . . . .“ Undir var tekið, einhverstaðar uppi á flutnings-bifreiðinni, um leið og hún fór fram hjá, og síðan sást ekki annað en litla, rauða aftur-ljósið, sem hvarf brátt i myrkr- ið. Langt i burtu sást til járnbrautarlestar, sem var til að sjá eins og glóandi ormur, sem sniglaðist áfram, í gegnum óendanlegt myrkrið. „Hraðlestin 9.32 .... Jæja? .... Þjer viljið enga hressingu þiggja? .... Heyrðu, Jojo, — þegar þú ert búinn að borða, verð- ur þú að athuga þriðju dæluna, þarna. Hún er orðin þur“. Enn sáust skær bifreiðarljós. En bifreiðin ók framhjá. Það var ekki frú Goldberg. Maigret reykti jafnt og þjett. Hann skyldi við lierra Oscar fyrir framan bifreiðaskýlið, en fór sjálfur að rölta fram og aftur, í nánd við það, og Lucas með honum, en hann var að tala við sjálfan sig í hálfum hljóðum. Ekkert ljós í húsi ekknanna þriggja. Tíu sinnum gengu lögreglumennirnir fram hjá hliðinu.Tíu sinnum varð Maigret ósjálfrátt litið upp í gluggana, þar sem liann vissi að lierbergi Elsu var. Þá var íbúðarhús Michonnets, spánýtt með gljáborinni eikarhurðinni og skoplega litlum garðinum. Og þá bifreiðaskýlið, — vjelamaðurinn var að athuga bensíndæluna og herra Oscar stóð hjá lionum, með hendurnar i buxna- vösunum og sagði fvrir verkum. Flutningabifreið, sem kom frá Etampes og var á leið til Parísar, nam staðar lil þess að taka bensín. Ofan á grænmetis- hlassinu lá sofandi maður. Hann var varð- maður og fór þessa sömu leið á hvei’ri nóttu á sama tíma. „Þrjátíu lítra“. „Ertu tilbúinn?“ „Alt í lagi“. Bifreiðinni var hleypt af slað og fór hún þrumandi ofan hallann frá Arpajon, með þrjátíu kílómetra hraða. „Hún kemur sennilega ekki“, tautaði Lucas. „Hún hefir líklega ákveðið, að gista í París“. Þeir þrömmuðu enn tvisvar sinnum fram og aftur, þessa tvö hundruð metra, á kross- götunum, en þá sveigði Maigret alt í einu inn á veginn til Avraiville. Þegar þeir komu að kránni, var búið að slökkva þar á öllum lömpum, að einum undanskildum, og eng- an mann var að sjá í veitingastofunni. „Mjer heyrðist jag heyra í bifreið . . . .“ Þeir sneru sjer við. Þetta var rjett. Tvö sterk ljós rufu myrkrið, eins og fleygar. Bii'- reiðin stefndi til þorpsins og sveigði upp að hifreiðaskýlinu með hægri ferð. Þeir sáu að bifreiðarstjórinn talaði við mennina í skýlinu. „Hann er að spyrja til vegar“. Loks hjelt bifreiðin áfram og uppljómaði símastaLirana. Þeir Maigret og Lucas lentu i Ijósfleygnum, þar sem þeir stóðu fvrir fram- an krána. Hemlarnir voru settir á. Bifreiðarstjórinn kom út úr vagninum, gekk að dyrunum og opnaði þær. „Jeg vænti að þetta sje staðurinn?“ var spurt með kvenrödd, inni í bifreiðinni. „Já, frú. Avraiville. Og það er grenigrein yfir dyrunum“. Fæti, í þröngum silkisokk, var stigið á göluna. Það sá á loðkápu. Maigret ætlaði að ganga fram, til þess að heilsa konunni. í sömu andránni kvað við skolhvellur og hljóð, og konan fjell á höfuðið til jarðar og lá kyr, i hnipri, en annar fóturinn kiptisl til, eins og að um hann færi krampatevgjur. Þeir Maigret og Lucas litu hvor á annan. „Líttu eftir konunni“, varð Maigret að orði. En það voru liðnar nokkrar sekúndur. Bifreiðarstjórinn stóð liöggdofa, í sömu sporum. Gluggi var opnaður uppi á lofti, i kránni. Skotinu liafði verið hleypt af úti á vell- inum, til hægri liandar. Maigret hljóp i þá ált og tók skammbyssu upp úr vasa sínum. Hann heyrði mjúkt fótatak í grasinu. En hann sá ekkert fyrir hinum skæru ljósum á bifreiðinni, sem köstuðu birtu yfir nokk- urn hluta umhverfisins, en ollu því að ann- ars varð myrkrið enn dimra. Hann sneri sjer við og kallaði: „Ljósin!“ Þessari skipun var fyrst ekkert sint. Hann kallaði þá aftur. Og þá misskildu þeir hann hrapalega. Bifreiðastjórinn eða Lucas stefndu öðru kaslljósinu beint á Maigret, svo að hann sást skýrt bera við kolsvartan hakgrunninn. Morðinginn lilaut að vera kominn lengra áleiðis, eða lengra til hægri handar eða vinstri. Að minsta kosti var hann hvergi sjáanlegur i ljósfleygnum. „Ljósin!“ grenjaði Maigret ennþá einu sinni. Hann krepti hnefana í bræði. Hann hljóp í einlægum hlykkjum, eins og hundelt kan- ina. Hugmyndir hans um vegalengdir rugl- uðust vegna ljósanna. Og alt í einu sá hann dælurnar við bifreiðaskýlið, tæpa hundrað metra fram undan sjer. Og í sömu svifum stóð maður fyrir framan hann, sem sagði með hásri rödd: „Hvað er lijer um að vera?“ Maigret nam staðar, fokreiður, og virti lierra Oscar fyrir sjer frá hvirvli til ilja. Hann aðgætti það, að enginn aur var á inni- skóm hans.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.