Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1936, Qupperneq 2

Fálkinn - 11.04.1936, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N Sokkar i öllum litum hjá Lárns fi. Lúðvigsson - skóverslan - PROTOS Siemens heimsþektu raftæki. Ryksugur. Bónvjelar. Kæliskápar. Eldavjelar. Hárþurkur. Hitapúðar. F»8t hjá raftækjasölum. SigríOur Þorleifs- dúttir og Guð- mundur ísleifsson frá Stóru-Háegri á Eyrarbakka, eiga 60 ára hjú- skaparafmæli 18. þ. m. ----- GAMLA BÍÓ — Barretsættin i Wimpole Street. Gerð eftir leikriti RUDOLFH BESIER. Aðalhlutverk: NORMA SHEARER, FREDRICK MARSH, CHARLES LAUGHTON. Mynd þessi er gerð eftir leik- riti Rudolf Bess- ier, sem vakið hefir mikla at- hygli og verið sýnt á flestum leikhúsum Eng- lands og stærri borgum Ame- riku. En efni leikritsins er bygt á sannsögulegum viðburðum úr lífi skáidkonunnar Elisabeth Barrett og Robert Brownings, hins heims- fræga enska ljóðsnillings og gerist skömmu fyrir miðja öldina sem leið. Elisabeth var dóttir ensks kaup- manns og voru þau níu systkinin, og höfðu snemma mist móður sína. Barret kaupmaður var hinn mesti níðingur, ól börn sín upp við ó- mannúðlegan aga og var svo sin- gjarn að við er brugðið. En hræsn- ari var hann að sama skapi og hafði jafnan guðs orð á vörunum. Varð Elisabeth ekki síst fyrir ofríki hans, því að hún var jafnan rúmföst fram- an af æfinni. En hún var hámentuð kona og orkti ýms fögur ljóð, sem enn eru á vörum Englendinga. Og allra manna mest dáði hún Robert Browning hið upprennandi skáld, sem ennþá er talinn einn besti ljóð- snillingur Breta. Myndin hefst um það leyti, sem Browning kemur í heimsókn til Barretts til þess að kynnast dóttur hans, sem þá var orðin kunn fyrir ljóð sín. Þau verða þegar ástfangin hvort af öðru, en Barrett gamli vill ekkert vita af þeim ráðaliag. Lýsir myndin viðskiftum þeim sem urðu milli Barretts og barna hans og lauk með ósigri þessa harðstjóra og hræsnara, sem vildi öllum ilt nema sjálfum sjer. Verður sú saga ekki rakin hjer, en þess má geta, að hún sýnir jöfnum höndum einhverja þá verstu og bestu mann- kosti, sem unt er að gera sjer í hugarlund. Metro Goldwyn Mayer hefir tekið mynd þessa og elcki valið leikendur til hennar af verri endanum. Harð- stjórann og hræsnarann Barrett leik- ur Charles Laughton, sá sem flestir muna úr „Hinrik áttunda“ og ýmsum öðrum myndum, fyrir afburða leik. En hið vandasama hlutverk Elisa- bethar, sem hún leikur að mestu leyti sem liggjandi sjúklingur, leikur Norma Shearer og í hlutvérk skálds- ins Robert Browning var valinn Fredrick March, sá maður sem fólk ef til vill man best úr myndinni „Dr. Jekyl og Mr. Hyde“. Þessir þrír leikendur sem nefndir voru hafa allir fengið heiðurslaun „Motion Picture Academy" fyrir besta ein- staklingsleik á árinu, sitt árið liver og er þetta í fyrsta sinn, sem þrír leikendur með þeirri viðurkenningu, koma fram í sömu kvikmyndinni. Og auk þeirra kemur fram í mynd- inni fjöldi alþektra ágætisleikenda, svo sem Maureen O’Sullivan, Ralph Forbes og Una 0’ Connor. Mynd þessi verður sýnd í GAMLA BIO annan dag páska. Litiir flðttamenn. heitir bók ein eftir norska skáldið Kristian Elster yngri, sem nýlega er út komin á forlag ísafoldarprent- smiðju. En Árni Óla blaðamaður þýddi. Bók þessi segir frá tveimur bræðrum, Ivari og Leif, sem verða að hrekjast frá bernskulieimili sínu eftir lát foreldra sinna og lenda á heimili sviðings eins og misendis- inanns, sem kvelur þá og kúgar, svo að þeir flýja. Lenda þeir í ýmsum æfintýrum á þessum flóttaferli sín- um yfir Noreg þveran og segir bók- in þá ferðasögu á einkar skemtilegan hátt, enda er höfundurinn alkunnur fyrir frásagnarsnild sína. Þýðingin er á góðu máli, en ef til vill sum- staðar full erfið fyrir börn. En ekki ætti það að koma að sök, því að það verða einkum unglingarnir á aldri söguhetjanna Leifs og íyars — 13—15 ára, sem lesa bókina. Útgáfan er vönduð og bókin seld vægu verði. Það er æfagamall siður í Prag, höfuðborginni í Tsjekkoslovakiu, að hvern föstudag er fátæku fólki leyfi- legt að biðja beininga. Allar stærri búðir birgja sig þá upp með smámynt og undir eins og opnað er að morgni slreyma fátæklingarnir búð úr búð að sníkja. Aðra daga mega þeir ekki sníkja þar i borginni. ----- NÝJABÍO ------------- ffláttur sðngsins. Unaðsleg söngmynd, tekin af Columbia Piclures undir stjórn Victor Scliertzinger og hljóm- sveitarstjórn Louis Silver og Geatano Muola. Aðalleikendur eru LEO CARILLO, ROBERT ALLEN, MICHAEL BARTLETT og hin heimsfræga söngkona Metropolitanóperunnar, GRACE MOORE, sem talin er besta núlifandi söngkona heimsins. Óviðjafnan- leg mynd, að efrii, leik og söng. Sýnd á annan dag páska. Það er einstæð mynd, sem NÝJA BÍÓ velur til sýningar á annan í páskum að þessu sinni — ef til vill besta söngmyndin, sem sýnd hefir verið til þessa hér á landi. Og yfir- burðir þessarar myndar eru fyrst og fremst að þakka söng hinnar ágætu óperusöngkonu Grace Moore, sem nú er talin hesta söngkona heimsins, en næst eru þeir að þakka hinu hug- næma efni myndarinnar og prýði- legri efnismeðferð. Efni myndarinnar felst i nafni hennar. Það er máttur tóiianna, söng- lmeigðin og ástin á söngnum, sem ræður því, sem í myndinni gerist. ítalinn Stephan Corelli er söngelsk- ur eins og margir landar hans. Hann hefir komið umkomulaus vestur um haf en grætt talsvert fje og rekur lítið kaffihús. Svo ber það við, að hann heyrir söng stúlkunnar Margar- et Howard og verður svo hrifinn af, að hann einsetur sjer að koina henni á framfæri sem söngkonu. Til þess að greiða götu hennar fær hann hana til að syngja á kaffihúsi sinu, en þegar hann sjer, að þar eru ekki álieyrendur við hennar hæfi kaupir liann stórt samkomuhús í betri hluta New Yorkborgar. Hann ræður handa henni söngkennara fyrir of fjár og reynir að koma henni að á Metro- politan-óperunni og þegar það tekst ekki þá lætur liann sjálfur búa óperu til leiks og býður þangað óperufor- stjóranum frá Metropolitan. En þeg- ar hann keniur inn til söngkonunnar til þess að segja henni frá, að for- stjórin hafi orðið hrifinn af söngn- um og vilji nú ráða liana að hinu fræga söngleikalnisi, finnur hann hana i faðmlögum við annan mann. Og hann finnur, að hann hefir tapað leiknum, verið borinn ofurliði, eftir alt sem hann hcfir gert fyrir stúlk- una. Og nú hverfur hann burt frá öllu og þykist ekki hafa neitt að lifa fyrir framar. Sögulokin skulu elcki sögð. Þau eru átakanleg en þó er endirinn góður og hinn söngelski ítali fær sín laun að lokum. Það er sönglegt meistaraverk, sem Grace Moore vinnur í myndinni. Alt frá því fyrsta, er hún syngur á svöl- unum í háfjallagistiliúsinu i Lake Placid og þangað til hún syngur af hinni ágætustu snild aðalhlutverkið í „La Boheme" að leikslokum, er það óblandin ánægja að hlusta á hana. Og mótleikari hennar í leikslokin, söngvarinn Michael Bartlett, sem er fastur söngvari við Metropolitan- óperuna, gefur henni lítið eftir. Og minnisstæður verður öllum leikur ítalans, Leo Carillo, hins einlæga unnanda sönglistarinnar og sem er að þvi kominn að „fara í hundana" vegna ástar sinnar á söngnum og stúlkunni, sem hann gerði að frægri söngkonu. Þetta er í einu orði sagt ógleymanleg mynd.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.