Fálkinn - 04.07.1936, Blaðsíða 6
6
F A L IU N N
Selma Lagerlöf:
Agneta
Gömul kona gekk upp stíginn i
fiallshlíðinni, smstíg og sporkvik.
Hún var lítil og mögur. Andlit henn-
ar var fölt og visið, en ekki hart
nje hrukkótt. Hún var í síðri kápu,
með pífuhettu. Bænabók hjelt hún
á í hendinni og i vasaklútnum var
lavendelkvistur.
Hún átti kofa langt uppi í fjalli,
uppi við skógarmörkin. Hann var
skamt frá breiða skriðjöklinum, sem
sendi ístungur ofan frá snæþöktum
tindinum niður í dalkvosina. Þarna
bjó gamla konan alein. Allir þeir,
sem henni höfðu verið nákomnir,
voru fallnir frá.
Þetta var sunnudagur og hún hafði
verið í kirkju. En hvernig sem nú
á þvi stóð hafði liún ekki orðið glöð
heldur döpur við þessa kirkjuferð..
Presturinn hafði talað um dauðann
og dóminn, og það hafði gripið liana.
Hún hafði alt í einu farið að lnigsa
um það, sem hún hafði heyrt talað
um í æsku, að ýmsir útskúfaðir
mpnn pindust í eilífum kulda uppi
i fjallinu fyrir ofan kofann hennar.
Hún mundi vel ýmsar sagnir um
liessa jökutfara, um þessa eirðar-
lausu skugga, sem ískaldir fjallvind-
arnir eltu á röndum.
Alt í einu setti að lienni svo mik-
inn beyg af fjallinu og henni fanst
kofinn sinn vera svo afar Iangt und-
an. Hvernig færi ef þeir, sem voru
ósýnilegir á ferli þarna í fjöllunum
kæmu niður af jöklinum! Og hún
var alein!
Við þetta orð alein varð henni
cnn daprar í liug. Hún var ein eftir
i sorginni, sem nagaði hana si og
æ. Henni fanst það hart að vera
svona langt frá tifandi fólki.
„Agneta gamla“, sagði hún upp-
hátt við sjálfa sig, eins og hún var
\ ön í einverunni, „þú situr uppi í
kofanum þínum og spinnur og spinn-
ur. Þú þrælar og stritar allan guðs-
langan daginn tit þess að deyja ekki
úr sulti. En hefir nokkur maður
gleði af að þú lifir? Hefir nokkur
gleði af því, Agneta gamla?“
„Ef einhver af vandafólki þínu
væri á lífi — þá, máske. Ef þú ættir
lieima nær þorpinu, gætirðu máske
orðið einhvérjum til gleði. Þú ert
svo fátæk að þú getur ekki eiiui
sinni skotið skjólshúsi yfir liund eða
kött, en máske gætirðu liýst betlara
við og við. Þú ætlir ekki að eiga
heima svona langt frá manna veg-
um, Agneta gamla. Ef þú gætir ein-
hverntíma gefið þyrstum ferðamanni
svaladrykk, þá vissirðu þó, að ein-
hverjum kæmi að gagni að þú lifðir“.
Hún andvarpaði og sagði við sjálfa
sig, að ekki einu sinni konurnar,
sem ljetu hana spinna fyrir sig hör,
mundu syrgja hana. Hún hafði gert
sjer far um að vanda sem best vinnu
sína, en það mundu margir geta
gert liana bctur en liún. Það setti að
henni ákafan grát, liegar hún mint-
isl þess, að jafnvel velæruverðugur
presturinn, sem hafði sjeð hana á
sama kirkjubekknum í öll þessi ár,
mundi láta sig einu gilda, hvort hún
kæmi í kirkju eða ekki. „Jeg er eins
og jeg væri dauð“, sagði hún, „eng-
inn spyr éftir mjer. Jeg gæti eins
vel lagst fyrir og dáið. Jeg er hvort
sein er lielfrosin í kuldanum og ein-
stæðingsverunni. Jeg er kalin á
hjartanu, já það er jeg“.
„Æjá, æjá“, sagði hún, því að nú
var hugurinn kominn á fleygiferð,
„ef nokkur væri til sem þyrfti mín
gamla.
við, þá gæti enn verið ylur í Agn-
elu gömlu. En get jeg kanske prjón-
að sokka á steingeiturnar og búið
um rúm handa músunum? Það segi
jeg þjer“, sagði luin og rjetti hönd-
ina til himins, „að þú verður að
gefa mjer eitthvað að lifa fyrir, ann-
ars legst jeg fyrir og dey“.
1 sama bili mætti hún liáum og
alvarlegum munki á stígnum. Hann
slóst i för með henni því að hann
sá að hún var raunamædd, og hún
sagði honum frá raunum sínum. Ilún
sagði honum að hjarta hennar væri
að helfrjósa og að luin mundi verða
eins og sálirnar á jöklinum, ef guð
gæfi llenni ekki eitthvað að lifa fyrir.
„I>að gerir guð vissulega“, sagði
munkurinn.
„Sjerðu ekki að guð er áhrifalaús
lijerna uppfrá?“ sagði Agneta gamla.
„Iljer er ekki annað en nakin og
tóm eyðimörk“.
Þau komu hærra og hærra upp að
jöklinum. Mosinn bréiddist yfir stein-
ana og háfjallagróður var meðfram
stígnum en framundan risu fjöllin
með giljum og gjám, skriðjöklum og
fannbreiðuin, jrnng og ógnandi svo
að þeim varð erfitt um andardrátt-
inn. Þá kom munkurinn auga á
kofa Agnetu gömtu undir jöklinum.
„Nú“, sagði hann, ,,er það þarna
sem þú átt heima? Þú ert þá ekki
alveg ein; hjer er nóg af vinum.
Líttu bara á!“
Munkurinn setti vísifingurinn og
litlafingurinn saman og brá upp að
auga gömlu konunnar og bað hana
.um að títa til fjallsins. En Agneta
gamta skatf og lokaði augunum.
„Sje eitthvað að sjá þarna uppfrá
þá vit jeg forðast áð sjá það“, sagði
Agneta gamla. „Guð forði injer frá
því. Það er nógu ömurlegl hjerna
samt“.
„Jæja, vertu þá sæl“, sagði munk-
urinn, „það er alls ekki víst að
þjer bjóðist í annað skifti að sjá
þvílíkt".
Gamla konan varð forvitin; hún
lauk upp augunum og leit til jök-
utsins. Fyrst í stað sá hún ekki neitt
merkilegt, en bráðum gat hún greint
að eittlivað var á hreyfingu þarna
uppfrá. Það sem liún hafði haldið
vera skýflóka og þoku eða skugga
á jöklinum, sá hún' nú að voru hóp-
ar fordæmdra, sem kvöldust í eilíf-
um kulda.
Veslings Agneta gamla skalf eins
og espilauf. Þarna var þetta alt sam-
an, alveg eins og henni hafði. verið
sagt frá í barnæsku. Hinir framliðnu
ráfuðu þarna um í óendanlegri-kvöl
og angist. Flestir þeirra voru sveip-
aðir í eittlivað livítt, en allir voru
þar naktir á andliti og fótum.
Það varð ekki komið tölu á þá,
svo margir voru þeir. Og þess teng-
ur sem hún horfði því fleiri urðu
þeir. Sumir voru lmakkakertir og
hnarreistir, aðrir liðu áfram eins og
þeir væru að dansa, en hún sá, að
allir rifu þeir sig til blóðs á fót-
unum.
Þetta var alveg eins og henni
hafði verið sagt. Hún sá að þeir
voru að þjappa sjer hver upp að
öðrum, eins og sjer til hita, en fjar-
lægðust svo að vörmu spori, er þeir
fundu dauðakuldann, sem stafaði frá
þeim. Það var eins og kuldinn frá
fjallinu kæmi af þeim sjálfum, eins
og það væri þeim að ’kenna að snjór-
inn gat ekki bráðnað og að þokan
var svo nístingskötd.
Ekki voru allir á hreyfingu; sumir
stóðu kyrrir eins og þeir væru stein-
gerðir og virtust hafa staðið þann-
ig árum saman; því að ís og snjór
liafði safnast að þeim, svo að ekki
stóð upp úr nema efri hlutinn.
Því lengur sem gamla konan liorfði
því rórra varð henni. Skelfingin
livarf en i stað hennar kom sam-
úðin með þessu ógæfusama fólki.
Þáð var ekkert lát á kvölum þess,
særðir fætur þess fengu enga hvíld
á ísnum, sem var skarpur eins og
slípað stáj. Og hvað þeim var kalt,
hvað þeir skulfu, hversu tennurnar
nötruðu af kulda! Þeir sem voru
sieingerðir og hinir sem voru á
lireyfingu — allir kvötdúst þeir af
svíðandi, bítandi óbærilegum kulda.
Þárna voru margir ungir menn og
konur. En það var engin æska í
bláum andlitum þeirra; það virtist
leika sjer fólkið, en öll gleði var
dauð. Tennurnar glömruðu af kulda
og það engdist af kulda eins og elli-
hrumt fólk og fætur þess virtust
leita uppi hvössustu brúnirnar á ísn-
um, lil að ganga á.
En mest áhrif höfðu á hana þeir,
sem voru frosnir í ísnum og þeir
sem hjengu utan í sprungunum eins
og frosnir ísdrönglar.
Þá dró munkurinn hendina að
sjer og Agneta gamla sá ekkerl nema
eyðilegan jökulinn. Þykkir jökul-
strauniar voru á víð og dreif, en nú
var enga steingerða drauga að sjá.
Blái liturinn á jöklinum kom ekki
frá helfrosnum mannabúkum. Vind-
urinn rak á undan sjer snjóftygsur
en ekki svipi.
En þó var liún viss um að hún
hafði sjeð rjett og luin spurði munk-
inn:
„Er leyfilegt að gera nokkuð fyr-
ir þessa útskúfuðu?“
Hann svaraði: „Hvenær hefir guð
bannað kærleikanum að gera gott
cða liknseminni að hugsvala?"
Svo fór liann en Agneta gamla
settist inn í kofann sinn og fór að
luigsa. Alt kvöldið var hún að hugsa
um, hvernig hún gæti farið að þvi
að hjálpa hinum útskúfuðu, sem reik-
uðu um jökulinn. Og í fyrsta sinn
um langan aldur gleymdi hún alveg
að. hugsa um hver einstæðingur hún
væri.
Morguninn eftir fór hún niður i
þorpið. Hún brosti og það lá vel á
henni. Henni fanst ellin ekki eins
þungbær og áður. „Hinir dánu“,
sagði hún við sjálfan sig, „gangast
ekki fyrir rauðum kinnum og ljett-
um sporum. Þeir óska aðeins þess,
að við hugsum til þeirra með hlýju.
En þannig getur unga fótkið ekki
hugsað. Ænei. Ænei. En hvernig ættu
liinir dánu að verjast ógnarkulda
dauðans, ef gamla fólkið opnaði ekki
hjörtu sín fyrir þeim?“
Þegar hún kom til kaupmannsins
keypti hún stóran kertastokk og
lijá bónda einum festi hún kaup á
l.eilu hlassi af brenni, en til þess
að geta borgað þetta varð hún að
taka hehningi meira spunaefni að
sjer en hún var vön.
Þegar liún var komin heim til sín
aftur undir kvöld, las hún margar
bænir og reyndi að syngja sálma
lit þess að henni fjellist ekki hugur.
En hugrekkið bilaði eftir því sem á
leið. Þó gerði lnin það, sem hún
hafði ætlað sjer að gera.
Hún flutti rúmið sitt inn í innri
kompuna. En í hinni setti hún brenni
á arininn og kveikti upp. í gluggann
setti hún tvö kerti og lauk síðan
bæjardyrunum upp á gátt. Svo fór
liún að hátta.
Hún lá i myrkrinu og hlustaði.
Jú, ]ietta var áreiðanlega fótatak.
Það var eins og einhver væri að
koma brunandi niður jökulinn. Þetta
kom þungt og stynjandi. Einhver
var að læðast kringum kofann, en
þorði ekki að koma inn.
Agneta gamla gat ekki á sjer set-
ið. Hún v.att sjer upp úr rúminu,
fram í fremri kompuna og lokaði
hurðinni. Þetta var of mikið —
liold og btóð gat ekki staðist þetta.
Fyrir utan kofann heyrði hún
djúpt andvarp og fótatak sárra og
meiddra fóta. Fótatakið færðist fjær,
lengra og lengra i áttina upp að
jökli. Við og við heyrðist kjökur,
en brátt varð alt hljótt.
Þá varð Agneta gamla frá sjer af
örvæntingu. „Þú ert rög, gamla
nornin þín“, sagði hún. „Eldurinn
brennúr út og dýru kertin líka. Á
alt þetta að verða árangurslaust al'
því að þig vantar kjarkinn?" Og
þegar hún tiafði þetta mælt stóð
hún aftur upp úr rúminu, grátandi
af angist og skjálfandi; en fram í
stofuna komst hún og opnaði hurð-
ina.
Aftur lá hún og beið. Nú var hún
ekkert hrædd þó einhver kæmi. Hún
var aðeins hrædd um, að hún liefði
fælt gestina frá sjer, og að þbir
þyrðu ekki að koma aftur.
Ög nú fór hún að hrópa, þarna
sem hún lá í rúminu, alveg eins og
hún hafði gert í ganila daga, þegar
luin sat yfir fjenu: „Komið þið,
litlu hvítu lömbin mín, lömbin míín
i fjallinu, komið ])ið, komið ]>ið!
Komið þið ofan úr klettum og gjám,
littu hvitu lömbin mín!“
Þá var eins og katdur fjallvindur
fytti stofuna. Hún tieyrði ekkert fóta-
tak nje andvarp, aðeins súg sem
kom meðfram kofaveggnum og inn
í stofuna. Og það var eins og ein-
hver væri að segja: „Þei, þei, liræðið
hana ekki. Hræðið liana ekki!“
Henni fanst að stofnan væri orð-
in svo troðfutl af fólki og veggirnir
væru að gliðna sundur undan þröng-
inni. Slundum var eins og rjáfrið
væri að lyftast af. En altaf var ver-
ið að hvísla: Þei, þei, hræðið liana
ekki! Hræðið hana ekki!“
Þá kom friður og ró yfir Agnetu
gömlu. Hún spenti greipar og sofn-
aði.
Morguninn eftir fanst henni alt
þetta líkast draumi. Alt var eins og
vant var í fremri stofunni, eldur-
inn brunninn út á arinum og kert-
ir. líka. Það var ekki dropi af tólg
i stjökunum.
Agneta gamla lijelt þessu áfram
meðan hún lifði. Hún vann og
spann, svo að hún gæti látið eldinn
brenna allar nætur. Og hún var sa*l
því að hún fann, að einhver þurfti
hennar með.
Svo var það einn sunnudag, að
hún sat ekki á bekknum sinum i
kirkjunni. Nokkrir bændur gerðu sjer
]iá ferð lil hennar tit að sjá, hvort
nokkuð væri að. Þá var hún dáinn
og þeir fóru með líkið ofan í þorp-
ið til greftrunar.
Þegar það var jarðað næsta sunnu-
dag eftir voru það fáir sem fylgdu
til grafar. Og elcki var hægt að sjá
sorg á nokkru andliti.
En alt í einu um leið og kistan
var látin síga kom hár og alvarleg-
xir munkur inn í kirkjugarðinn og
slaðnæmdist þar og benti upp til
f.jalla. Þá sá fólkið, að allur fjall-
garðurinn var baðaður í eldrauðum
bjarma og var sem hann ljómaði af
gleði og i miðju fjallinu sáust litlir
gulir logar eins og á kertaljósum.
Og þessir logar voru jafnmargir og
kertin, sem hin látna hafði látið
loga vegna hinna útskúfuðu.
Þá sagði fólkið: „Lofaður sje guð!
Hún sem enginn hjerna niður frá
grætur, liefir eigi að síður fundið
vini í einverunni miklu“.
í Giessen í Hessen myrti verka-
maður einn í örvæntingu konu sína
og tvær dætur, 10 og 16 ára garnlar
og svifti sig síðan lifi. Hann hafði
mist stöðu sína og varð svona mik-
ið um það.