Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1936, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.07.1936, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N 9 GEORGES SIMENON: Líkið á krossgötunum. með brunnvindunni. Hann var orðinn að gjalti, máttlaus og kveinandi. Og Elsa, sem Maigret dróg upp úr brunninum! Hún var i svarla kjólnum, og var hann allur ataður óþverra. En hvorugt þeirra liafði mist meðvitund- ina. Þau voru bæði útgerð og skaðskemd, líkust skrípaleikurum, þegar þeir þykjast vera i hnefaleik og velta hvor um annan og slá út í loftið. Maigret hafði tekið upp marghleypuna. Það var vopn Elsu. Ein kúla var eftir i henni. Lucas kom nú út úr húsinu aftur, og' stundi við, þegar hann sá þau Elsu og Michonnet. „Jeg v-.rð að binda Andersen við rúmið.“ Michonnet, sem tæjriega gat staðið í fæt- urna upprjettur, tók nú viðbragð og ætlaði að ráðast á Elsu, afskræmdur i framan af lieift. Hann náði þó ekki til hennar, því að Maigret spyrnti við honurn fæti, svo að liann valt um hrygg, en Maigret grenjaði um leið: „Nú verðið þið að hætta þessum skripa- Ieik.“ Það setti að honum hláturkast. Andlitið á vátryggingamanninum var svo afkáralega skringilegt. Hann minti á smástrák, sem maður heldur í handarkrika sínum, á með- an verið er að rassskella hann, en sem held- ur áfram að berjast um á hæl og linakka, grenja og skæla, bita og slá, án þess að vilja kannast við getuleysi sitt. Því að Michonnet var hágrátandi! Hann grjet og gretti sig. Og hann steytti jafnvel hnefann, ógnandi. Loks stóð Elsa upp og strauk hendinni um enni sjer. „Jeg lijelt sannarlega, að það væri úti um mig!“ sagði hún, veikum rómi og gerði til- raun til að brosa. „Hann kreisti mig svo ógurlega“. Það var mold á annari kinninni á henni, og í hári hennar var leirleðja. Maigret var ekki hreinni. „Hvaða erindi áttuð þjer eiginlega ofan í brunninn?" Hún leit hvatlega til hans. Brosið hvarf. Það var auðsjeð, að hún náði fullkomnu jafnvægi á einni svipan. „Svarið!“ „Jeg .... var dregin þangað, með of- beldi“. „Var það Michonnet?“ „Það er ekki satt!“, æpli Michonnel. „Það er satt .... hann ætlaði að kirkja mig .... jeg held að hann sje brjálaður“. „Hún lýgur .... það er hún, sem er brjál- uð!“ Eða öllu heldur, það er hún, sem . .“ „Sem hvað?“ „Jeg veit það ekki. Sem — hún er naðra og það ætti að mölbrjóta hausinn á henni. Það var mikið farið að birta, án þess að nokkur veitti því athygli. Fuglarnir voru farnir að kvaka, svo að segja í hverju trje. „Hvtrsvegna tókuð þjer marghleypuna með yður?“ „Jeg var hrædd um, að mjer væri búin gildra“. „Hverskonar gildra? .... Bíðið við and- artak! .... Við skulurn nú reyna að fá eitt- hvert vit í þetta .... Þjer sögðuð áðan, að á vður hefði verið ráðist, og þjer hefðuð verið dregin ofan i brunninn með valdi?“ „Hún lýgur“, endurtók Michonnet þrá- kelknislega. „Sýnið mjer þá, hvar á yður var ráðist“, mælti Maigret. Hún litaðist um og benti á grashjallann. „Það var þarna? Og þjer hljóðuðuð ekki?“ „Jeg gat það ekki . . . .“ „Og þjer ætlið að telja mjer trú um, að þessi mannvæskill hafi getað borið yður nauðuga að brunninum? Að hann hafi borið 55 kíló þunga byrði, tvö hundruð metra ?“ „Þetta er satt. „Hún lýgur!“ „Stingið þjer einhverju upp i manninn, í öllum bænum“, mælti hún þreytulega. „Sjá- ið þjer ekki, að liann er vitskertur? .... Og hann er búinn að vera það lengi“. Hann varð að sefa Michonnet, sem ætlaði að ráðast að Elsu. Þau stóðu þarna i hnapp, í garðinum: Maigret, Lucas, tveir lögregluþjónar, sem ekki höfðu augun af stokkbólgnu snjáldr- inu á vátryggingamanninum, og Elsa, — en hún var nú að reyna að lagfæra ofurlítið fötin á sjer. Það er erfitt að gera sjer grein fyrir, hvernig á því stóð, að áhorfendunum skyldi ekki finnast það, sem þarna var að gerast, átakalegt, jnafnvel ekki hryggilegt. Þeim fanst það öllu líkara skopleik. Það gat verið, að birtan ætti nokkurn þátt í því, grá og villandi. Og þess var lika að gæta, að allir voru þreyttir og syfjaðir. En þó kastaði tólfunum, þegar þarna bættist við nýr þátttakandi. Það var kona, sem kom eftir veginum — hálf-hikandi. Henni gekk illa að opna liliðið, en þegar hún kom inn í garðinn, litaðist liún um, þang- að til hún kom auga á Michonriet, og kall- aði: „Emile!“ Þetta var frú Michonnet, og bagaði lienni fremur skilningsleysi, en það, að hún væri skelkuð. Hún tók vasaklút upp úr vasa sín- um og fór að gráta. Maigret skemti sjer við að veita því at- hygli, hvemig drættirnir i andliti Elsu skýrðust, er hún virti hjónin fyrir sjer á víxl. Hún var fríð sýnum, en þetta augna- blik var svipurinn harðneskjulegur og hver taug í andíitinu strengd. „Hvaða erindi áttuð þið ofan i brunninn?“ spurði Maigret afar góðlátlega, og það var eins og þetta lægi í orðunum: „Jæja, hættið þið nú þessu, það er ekki ómaksins vert, að leika þennan skrípaleik lengur!“ Hún skildi liann. Það ljek bros um varir hennar. „Jeg held, að leiknum sje lokið“, sagði hún. „En jeg er svo svöng og þyrst og mjer er svo kalt, að jeg verð að jafna mig ofur- lítið .... svo sjáum við til . . . .“ Þetta var ekki leikur, heldur fullkomin einlægni. Hún stóð ein sjer, í miðjum hópnum, og horfði kát og glettin framan i frú Miclion- net. Síðan vjek hún sjer að Maigret, og' i augum hennar mátti lesa þetta: „Veslings fábjánar! En við, þjer og jeg, erum á sama stigi, er það ekki? Og við þurfum að tala ofurlítið saman, seinna .... Þjer liafið sigr- að .... en þjer getið vel kannast við það, að jeg liefi leikið mitt lilutverk vel“. Enginn beygur — — ekki einu sinni snef- ill af blygðan! Enginn leikur. Þetta var sú raunverulega Elsa, sem nú lrirtist, að lokum, og hún var hreykin af þvi, „Ivomið með mjer“, sagði Maigret. „Lucas, liugsa þú um liitt fólkið .... að því er snert- ir konuna þarna, þá má liún gera hvort sem hún vill heldur: fara heim til sin eða vera lijer kyr .. . .“ „Komið óliikað inn, jeg er ekkert feimin“. Það var sama herbergið, á fyrsta lofti, með magnaða ilminum, og leynihólfinu á bak við málverkið. Það var sami kvenmað- urinn. „Það er auðvitað vörður hjá Carli?“ spurði liún og vaggaði höfðinu í áttina til herbergis sjúklingsins. „Þvi að hann er enn- þá brjálaðri en Michonnet .... Þjer skuluð ekki vera að kveinka yður við, að reykja pípuna yðar“. Hún helti vatni í þvottafatið og fór liik- laust úr nærkjólnum, eins og það væri eðli- legast allra hluta, og stóð þarna á nærklæð- unum einum, ófeimin en ekki eggjandi. Maigret datt í liug fyrsta heimsókn sín i hús ekknanna þriggja, — Elsa litla, sem lion- um fanst svo dularl'ull og óskiljanleg', liann mintist hins einkenilega og lamandi and- rúmslofts, sem jafnan virtist umlykja hana. Þegar liún liafði verið að segja lionum frá höllinni og foreldrum sínum, barnfóstrum og kenslukonum og harðstjórn föður síns, liafði honum fundist látbragð hennar full- komlega eðlilegt látbragð ungrar og tild- urslausrar hefðarmeyjar. Nú var þetta öðruvísi. Það, hvernig hún brá sjer úr kjólnum og skoðaði sig i spegl- inum, áður en hún fór að þvo sjer, talaði skýrará máli en mörg orð. Hún var stúlka, liispurslaus og ákaflynd, heilbrigð og sterk, og ósiðsöm. „Þjer skuluð bara kannast við það, hrein- skilnislega, að jeg ljek á yður“. „Það var ekki lengi“. „Þjer eruð að grobba .... seinast i gær, þegar þjer voruð lijerna, og jeg ljet yður sjá brjóstið á mjer, urðuð þjer þurr í kveilc- unum og svitnuðuð á enninu-----------stóri, góði drengurinn, .... en nú gerir það auð- vitað ekkert til .... og þó hefi jeg ekkert ófríkka síðan“. Hún vaggaði mjöðmunum og skemli sjer við að virða fyrir sjer liðugan líkama sinn, sem nú var þvi nær nakinn. „Segið mjer nú, svona undir fjögur augt. .... Hvað var það, sem opnaði augu yðar? „Það var ýmislegt“. Gerði jeg einhverja skissu?“ „Hvað var það?“ „Yður var til dæmis óeðlilega tíðrætl um trjágarðinn og höllina .... þegar fólk býr i liöll, nefna menn liana venjulega „húsið“ eða segja aðeins „heima lijá okkur“ . .. .“ Hún hafði dregið tjald frá fatageymslu,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.