Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1936, Blaðsíða 10

Fálkinn - 04.07.1936, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Nr. 391. Adamson hrósar happi of snemma. S k r í t I u r. þessa vinnn til þess aö fá þak yfir höfuöið. — Mjer finst jeg heyra í vatni. Vatnsleiöslan mun ekki vera sprungin? Centralbanken í Oslo, sem um eitt skeið var einn stærsti banki Norð- manna en komst í fjárþröng eftir — Rolló, Rolló, vaknaöu. Þaö eru innbrotsþjófar niðri. — Súpan er of heitl — Þaö finst mjer ekki. ófriðinn og nú hefir verið iagður niður, hefir nýlega selt húseign sína fyrir 2.150.000 krónur. Þessi sama húseign, sem var ein af þeim feg- urstu i Osló kostaði fjórtán miljón krónur uppkomin. Litli og Stóri. Stóri (Carl Schenström) og Litli (Harald Madsen) sem ekki hafa leik- ið saman í kvikmyndum um nokk- urt skeið, hafa nú „ruglað saman reitunum“ á ný og ætla að fara að sýna sig saman á ný. Hafa. þeir gert samning við kvikmyndafjelög nokk- ur ár fram i tímann. Samningurinn er gerður við Arthur Gregory, sem er umboðsmaður ýmsra erlendra kvikmyndafjelaga. Eiga þeir lagsmennirnir að leika í sex kvik- myndum, sem teknar verða á sænsku og þýsku í Stokkhólmi, Berlín og Budapest. Schenström kann lítið í þýsku en er nú farinn að læra betur lil þess að búa. sig undir leikinn i fyrstu myndinni, sem tekin verður i Berlín hjá fjelaginu Majestic Film, en næsta myndin verður tekin í Stokkhólmi af Como Film; er sá leikur saminn af kýmniskáldinu Hasse Zetterström en leikstjóri verð- ur Rohdin. Laun þau sem þeir fjelag- arnir fá fyrir leikinn i þessum myndum eru margfalt hærri en þau, sem þeir hafa fengið áður hjá dönsku fjelögunum, er þeir hafa unnið fyrir, fireifi í þremur gerfum. í Passy, höfðingjahverfinu i Paris bjó Montfort nokkur greifi i einni viðhafnaribúðinni. Hann var alþekt- ur í samkvæmum borgarinnar og á heldri manna skemtislöðum og eng- an grunaði, að hann væri ekki allur þar sem hann var sjeður. En þessi maður, sem hafði tekist svo vel að villa rjettar lieimildir á sjer hjá heldra fólkinu var bæði ástúðlegur heimilisfaðir og hættulegur glæpa- maður. Fólkið i Paris tók vitanlega eftir þvi, að hann þurfti oft að bregða sjer burt frá París og var þá stund- um lengi að heiman. Og þegar hann var spurður hvar hann hefði verið hafði hann svarið á reiðum höndum: Hann var þreyltur á borgarlífinu og hafði skroppið upp í sveit til þess að hvíla sig. Vinir lians undruðust þetta ekki en öfunduðu hann af því, að geta haft tækifæri til þess að njóta sveitalífsins í ró og friði. En i sveitinni þekti enginn Mont- fort greifa. Fíni greifinn úr París breyttist í mann sem hjet Dufourt undir eins og hann kom í sveitina og þar bjó hann með konu sinni og krökkum og naut heimilisánægjunn- ar og ljek sjer við börnin sín. Þarna i sveitinni var Dufourt velvirður heimilisfaðir og fyrirmyndar borgari. Og kona hans baðaði í rósum. Að vísu varð hann oft að bregða sjer til Parisar en hún huggaði sig við1, að hann færði henni altaf góðar gjafir þegar hann kom heim aftur. En einn daginn kom grannkonan til frú Dufourt og sagði henni að maður hennar liefði verið telcinn fastur. Hvort hún hefði ekki sjeð þetta í blöðunum? Nei, ekki hafði hún það, og það væri ómögulegl. Það hlyti að vera misskilningur. En þetta var enginn misskilningur. Monsieur Dufourt — öðru nafni Montfort greifi hafði leikið hið þriðja hlutverk sitt illa. Þessi greifi, sem í rauninni var foringi fyrir flokki peningafalsara, fjársvikara og þjófa var handtekinn einn góðan veðurdag ásamt nokkrum aðstoðarmönnum sínum og brátt fengust nægar sann- anir fyrir sekt hans. Hjá honum fund ust fölsuð frímerki og verðbrjef fyrir stórar fjárhæðir. Hvorki vinir hans i París nje nágrannar lians í sveit- inni liöfðu hugmynd um, að hann ljek þrjú hlutverk samtímis. — Æ, fyrirgefiö þjer — — þaö þaö var maöurinn minn, sem jeg ætlaöi aö sparka í. Misgáningur Ijósmyndarans. — Ilansen, jeg er ósáttur við kon- una mína, — viljiÖ þjer skella hurð- inni á eftir mjer. Tannpína i heimskautalöndunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.