Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1936, Síða 7

Fálkinn - 18.07.1936, Síða 7
F Á L K 1 N N 7 Hjer til hægri birtast tvær myndir af risaloftfarinu L.Z. 129, sem nú er farið að fara áætlunarf erðir milli Evrópu og Ameríku og hefir verið skýrt „Hindenburg". Er þetta loftskip miklu stærra og að öllu lexjti fullkomnara en „Graf Zeppe- lin“. — Myndirnar eru teknar af loftskipinu meðan það var í smíða- skálanum og sýnir önnur grind skipsins, en hin er tekin eftir að grindin hafði verið klædd með dúk. Olympíunefnd Dana hjell nýleyu íþróttamót til ágóða fyrir för íþróttamanna til Berlín. Mesta at- hygli vakti þar reiðsýning liðsfor- ingja úr hernum. Myndin að neðan sýnir einn liðsforingjann standa á tveimur hestum og beita þremur á undan sjer á fleygiferð. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefir nýlega keypt sjer átta bifreiðar mjög fullkomnar, handa lögreglu- þjónum að nota þegar þeim ligg- ur mikið á. Eru þeir allir með skilti að framan, en taka má það af, ef það þykir hentugra. Hjer á myndinni sjest Thune Jacobsen lögreglustjóri vera að skoða vagn- anu. Þýska herskipið „Deiitschland“ var nýlega i kynnisför i Kaup- mannahöfn og vakti mikla athyyli þar. Skipið er ekki nema 10.000 smálestir, en svo vel vopnað og hugvitssamlega smíðað, að það er talið geta gert eins mikið gagn og miklu stærri herskip. Það er 180 metra ilangt og áhöfnin er um þús- und manns. Myndin til vinstri sýn- ir herskipið við Löngulínu i Khöfn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.