Fálkinn - 05.09.1936, Blaðsíða 9
F A L K I N N
9
Canterville draugurinn.
EF.TIR OSKAR WILDE.
voru óhrein og garmaleg, uian um úlfliði
hans og ökla hjengu þungir, ryðgaðir
fjötrar.
„Kæri lierra minn“, sagði lir. Oíis, „jeg
verð mjög eindregið að fara fram á við vður
að þjer smyrjið hlekkina yðar, jeg tók
hjerna með mjer dálilla flösku af „Tammany
Sólaruppkofu smurningsolíu" lianda yður,
það er sagt að hún sje algjörlega einhlíl,
þegar við fyrstu notkun, það eru mörg vott-
orð þáraðlútandi á umbúðunum, frá ýms-
um af helstu fagmönnum okkar. Ég' ætla að
skilja flöskuna eftir hjerna hjá svefnher-
hergiskértunum, og mjer væri ánægja að
sjá yður fyrir meiri olíu ef þjer skylduð
barfnast hcnnar“. Að svo mæltu ljet Bancla-
ríkjaráðherrann flöskuna á marmaraborð,
sem stóð í ganginum, lokaði dyrunum og
g'ekk i hurtu til þess að fara að taka á sig
náðir.
Andartak stóð Cantervilledraugurinn
hreyfingarlaus af eðlilegri vandlætingu. Því
næst grýtti ha'nn flöskunni af öllu afli í gljá-
fægt gólfið og þaut ofan eftir ganginum, um
leið og liann vældi draugalega og grænleita
birtu lagði út frá hönum. En rjett þegar
liann var að komast úl að slánni á slóra
eikarstiganum var hrint opinni liurð, tvær
litlar hvítklæddar verur komu í ljós og stór
koddi þaul framhjá höfðinu á honum. Nú
mátti auðsjáanlega ekki eyða timanum að
óþörfu, svo liann notaði sjer fjórvíddina og
skrapp í skyndi í gegn um þilið, en algjörð
kyrð ríkti i húsinu á eftir.
Þegar liann var kominn inn í lítið leyni-
lierbergi í vinstri álmu hússins, hallaði hann
sjer upp að tunglgeisla, til þess að kasla
mæðinni og fór að reyna að gera sjer grein
fyrir, hvernig högum sínum væri nú komið.
Aldrei fyr, á glæsilegum, ósundurslitnum
þrjú liundruð ára æfiferli sínum hafði liann
verið svona stórlega móðgaður. Hann mint-
isl ékkjuhertogaírúarinnar, er hann hai'ði
hrætt svo mikið, að hún fjekk taugaáfall,
þar sem hún stóð fyrir framan spegilinn
sinn, klædd kniplingum og skreytt gimstein-
um, og hinna fjögra þjónustustúlkna, sem
höfðu fengið móðursýkisköst af því, að
hann glolti til þeirra í gegnum gluggatjöldin
á einu af gestaherbergjunum, hann hugsaði
lil sóknarprestsins, sem liann hafði einu
sinni slökt á kertinu fyrir, þegar hann, seint
um nótt, var að koma út úr bókalierberginu,
presturinn liafði ávalt síðan verið undir um-
sjá Sir William Gull, algjör píslarvottur
hinna eyðilögðu tauga sinna. Hann mintisl
gömlu Madömu Tremouillan; morgun einn
er hún vaknaði liafði hún sjeð beinagrind
sitja í hægindastólnum við arininn og lesa
í dagbókinni hennar; eftir þetta hafði hún
legið sex vikur i rúminu með snert af heila-
bólgu, en þegar henni fór að batna, liafði
hún orðið trúkona mikil og slitið kunnings-
skap sínum við hinn alkunna vantrúar-
mann herra de Voltaire. Hann mintist hinn-
ar hræðilegu nætur, þegar liinn vondi Can-
terville lávarður fánst hálf kafnaður í bún-
ingsherbergi sínu, með tígulgosann fastan í
miðju kokinu, og játaði rjett áður en hann
dó. að hann hefði svikið Charles James Fox
um tioO.OÖO i spilum lijá Crocksfords einmitt
með þessu sama spili, og sór og sárt við
lagði að draugurinn hefði látið sig gleypa
það. Hann mintisl allra þessara afreks-
verka, alt frá kjallaraméistaranum, sem
hafði skotið sjálfan sig í búrinu, af þvi hann
varð svo hræddur við að sjá græna hönd
berja liægt á rúðuna, til liinnar fögru lafði
Stulfield, sem ávalt vai’ð áð hafa svai’t flau-
elsband um hálsinn, til þess að hylja för
eflir fiinm fingur, sem brenst höfðu inni
hina livítu húð hennar; að endingu liafði
hún drekt sjer í karfatjörninni við endann
á Kings Walk. Með hinni innfjálgu aðdáun
hins sanna listamanns rifjaði liann upp fyr-
ir sjer hin frægustu afrek sín, liann brosti
beisklega, er hann endurkallaði í huganum
seinasta skiftið sem hann sýndi sig sem
„Rauða Ruben, eða kyrkta ungbarnið“, og
einnig þegar hann sýndi sig i fyrsta skifli í
gerfi „Langa Gibeons, blóðsugunnar frá
Bexlev Moore“, og skelfinguna sem liann
hafði vakið, yndislegt júníkvöld eitt, er
hann iiafði leikið keiluleik á tennisvellinum
með sínum eigin beinum. Hvilílc háðung!
Að eftir öll þessi afreksverk, skyldu koma
hingað nútíma Ameríkumenn og bjóða bon-
up uppá „Sólaruppkomu Smurningsoliu" og
henda koddum í höfuðið á lionum. Þetta var
alveg óþolandi. Svona hafði aldrei í inanna
minnum verið farið með nokkurn draug.
Auðvilað einsetti liann sjer að hefna sin.
Þangað til birti stóð liarin í sömu stellingum
niðursokkinn í hugsanir sínar.
III.
Næsta morgun, þegar Olisfjölskyldan selt-
ist að morgunverðinum var skeggrætt um
drauginn dálitla stund. Ráðherrann varð
dálítið móðgaður þegar liahn sá að gjöf
hans hafði ekki verið þegin. „Jeg vil alls
ekki gera draugnum neitt persónulegt
mein“, sagði hann, og með tilliti til liins
langa líma er liann hefir verið lijer i hús-
inu, þá þykir mjer ókurteisi að lienda í
hann koddum“. Þetta var mjög rjettmæt at-
hugasemd, og þykir mjer þessvegna mjög
leitt að þurfa að segja að tvíburarnir fóru
að skellihlægja að henni. „Á liinn bóginn“,
hjell hann áfrani, „ef hann blátt áfram neit-
ar að nota „Sólaruppkomu smurningsolíuna".
þá neyðumst við til þess að laka af honuin
hlekkina, það myndi verða blátt áfram ó-
mögulegt að sofa við þennan liávaða fyrir
framan svefnherbergisdyrnar“.
Hvað sem öðru líður, þá fengu þau að
vera i næði það sem eftir var vikunnar, hið
éina sem gerðist eftirtektarvert, var hin
stöðuga endurnýjun lilóðblettsins á bóka-
herbérgisgólfinu. Þetta var vissulega mjög
einkennilegt, þar sem hr. Otis aflæsti sjálf-
ur dyrunum á kvöldin, og gluggunum var
ávalt vandlega lokað með hlerum. Hinar
kamelenlíku lilarbreytingar blettsins vöktu
líka miklar umræður. Suma morgnana var
bletturinn dökkrauður, suma fagurrauður,
þ'vinæst var liann sterk-purpurarauður, og
eiini sinni þegar þau komu niður til þess að
taka þátl i fjölskyldubæninni, samkvæmt
liinum einföldu kennisetningum hinnar
frjálsu amerikönsku byskupakirkju, var
bletturinn smaragðgi'ænn. Þessar kviksjá-
líku litabreytingar vöktu mikinn fögnuð og
gáfu oft tilefni til veðmála á kvöldin. Eina
manneskjan, sem ekki tók þátt i þessum
glettum, var Virginia litla, al' einhverjum
óskiljanlegum ástæðum varð hún allaf sorg-
mædd, þegar hún sá blettinn, og það lá við
að hún færi að gráta morguninn sem hann
var smaragðgrænn.
Næsta skil'ti sem draugurinn sýndi sig var
sunnudagsnótt. Skömmu eftir að þau voru
háltuð heyrðu þau ógurlegt brak niðri í and-
dyrinu. Þau hlupu niður í ofboði, og sóu þá
að stór brynklæði, sem þar voru vön að
slanda, liöfðu verið tekin ofan af stalli sín-
um og höfðu dottið á sleingólfið, en Canter-
villedraugurinn sal í bakliáúm stól og njeri
lmjen á sjer, og lýsti andlitssvipur lians
áköfum sársauka. Tvíburarnir, sem höfðu
tekið með sjer baunabyssur sínar, sendu
lionum undir eins skeyti, með þeirri hæfni
sem aðeins næst með langri og gaumgæfi-
legri æfingu á skriftarkennaranum, en
Bandaríkjaráðherrann miðaði á liann
skammbyssu, og' skipaði honum, að hætli
Kaliforníumanna: „Upp með hendurnar'M
Draugurinn spratt á fætur með trvllings-
lcgu reiðiöskri og sveif framhjá þeim líkt
og þoka, og slökti um leið á kertinu hjá
Washington, en fjölskyldan stcíð eftir í
myrkrinu. Þegar hann kom upp á slána,
jáfnaði liann sig og ákvað að lofa þeim að
heyra liinn djöfullega hlátur, sem liann var
frægur fyrir. Þessi hlátur liafði oftar en
einu sinni komið lionum í góðar þarfir og
það er haft fyrir satt, að það væri honum
að kenna að hárkolla Rakers lávarðar varð
hvíl fyrir hærum á einni nóttu, og lionum
var þa ðvissulega að kenna, að þrjár af hin-
um frönsku kenslukonum lafði Canterville
sögðu upp vistinni áður en ráðningartími
þeirra var útrunninn. Hann tók þessvegna
að hlæja með þessum djöfullega lilátri,
þangað til að undir tók í hinu gamla hvelfda
lofti, en varla var hið hræðilega bergmál dá-
ið út, þegar dvr opnuðust og út um þær kom
frú Otis í Ijósbláum greiðsluslopp. „Jeg er
brædd um að yður líði ekki vel“, sagði hún,
„jeg kem þessvegna með glas fyrir yður af
Doktor Dohbels dropum. Ef það skyldi vera
meltingartregða, sem að yður gengur, þá
munuð þjer fljótt finna að þetta er alveg
fyrirtaks meðal“. Draugurinn glápti lieift-
arlega á liana, og. byrjaði strax að undirbúa
sig undir að breyta sjer í stóran svartan
lnind, en fyrir það var hann mjög frægur,
og það með fullum rjetti, það var það sem
heimilislæknirinn kencli ávalt um hina
ólæknandi vitfirringu Tómasar Hortons,
frænda Canterville lávarðar, en fótatak sem
nálgaðist g'erði það að verkum að hann hik-
aði við þessa fúlmannlegu fyrirætlun sína
og ljet hann sjer þessvegna nægja að verða
clauft fosforlýsandi og hvarf með dinimu
kirkjugarðsvæli, rjett í þeim svifum sem
tvíburarnir voru að komast til hans.
Þegar hann kom til herbergis síns var
liann alveg uppgefin, hann var i ákafri
taugaæsingu. Hin óheflaða framkoma tví-
buranna og hin grófgerða efnishyggja frú
Otis gerði bonum auðvitað ákaflega gramt
í geði, en það sem lionum sárnaði mest, var
að hafa ekki getað farið í hringabrynjuna.
Hann liafði vonað að það myndi fara hroll-
ur jafnvel um nútíma Amerikumenn, við
það að sjá draug í brynklæðum, enda þótt
ekki væri af öðrum sanngjörnum ástæðum,
þá að minsta kosti af virðingu fyrir þjóð-
slcákli þeirra, Longfellow, en marga leið-