Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1936, Side 2

Fálkinn - 10.10.1936, Side 2
6 F Á L K I N N * QAMLA BÍÓ Mjólknrsalinn. Afarskemtileg gamgnmynd. AðalhlutverkiS leikur HAROLD LLOYD Það er ekki nema sjaldan, sem kvikmyndagestir fá tækifæri til þess að sjá Harold Lloyd nú orðið. En í myndinni „Mjólkursalinn“ kemur hann fram á ný, bráðfjörugur og fyndnari en nokkru sinni áður, eins og þeir leikendur gera að jafnaði sem „eiga sig sjálfir'* og leika þegar þeim finst þeir hafi efni hið innra frá sjer. Þetta geta þeir leikendur gert, sem ríkir eru, en hinir verða að hlýða húsbændunum og taka hlut- verkin, þegar þau bjóðast. Harald Lloyd leikur aðeins þegar lionum sýnist, því að hann er einn af þeim fáu kvikmyndaleikurum sem er rík- ur; og verkin sýna merkin. Þegar hann leikur, þá er hann ávalt enn- þá betri en hann var síðast. Og þetta sannast m. a. í leik hans, sem „Mjólk- ursalinn". Harold er mjólkursali í þessari mynd. Hann selur samsölusull á göt- unum í New York. En svo vill til, að hann hittir tvo hnefleikameistara, sem eru að gerast nærgöngulir við systur hans kornunga (Helen Mack) og hann ræðst á þá og slær þá báða niður. En þessir menn eru báðir meistarar í hnefleik, og þegar for- ráðamaður þeirra, Gabby Sloan (Adolphe Menjoue) frjettir það, að maður hafi slegið tvo fræga hnef- leikamenn hans i gólfið, þá vill hann ólmur ná í afreksmanninn. Blöðin hafa lýst honum þannig, að hann sje „stór, hrottalegur dóni úr þyngsta flokki". En þegar Harold Lloyd kem- ur eftir boði á fund forráðamanns- ins verður hann æði vonsvikinn. Hann hefir búist við, að sjá stóran, hrottalegan dóna úr þyngsta flokki, en i staðinn sjer liann veslings písl- ina hann Harold Lloyd, og finst hann fjarri því að vera sigurvænleg- ur. En galdur Harolds liggur i því, að beygja sig undan höggunum hjá hnefleikaköppunum, og fær hann tækifæri til þess að sýna í myndinni hvernig hann fer að þvi. Sögulokin verða ekki sögð hjer. En leikur Harolds Lloyd er með þeim afburðum, að það iðrar þess engan að sjá hann, sem mjólkursal- Nýja framhaldssagan. í þessu blaði h§fst ný framhalds- saga: „Granni maðurinn" (The Thin man). Er hún eftir ungan ameríkansk an höfund, sem ekki hefir verið þýtt eftir á íslensku áður; heitir hann Dashiell Hammett og hafa skáldsög- ur hans vakið geysilega eftirtekt og verið þýddar á fjölda tungumála. Ritháttur hans er mjög frábrugðinn ritliætti eldri höfunda og miklu list- fengari en á venjulegum „reyfurum“. Hefir höfundurinn lag á því, að vera skemtinn og fyndinn jafnframt því, sem hann spinnur dramatíska og. á- takanlega örlagaþræði persónanna, sem koma fram í sögunni. í þessari sögu eru helstu persón- urnar þessar: Granni maðurinn, sem aldrei kemur frain á sjónarsviðið sjálfur — hann er frægur hugvits- maður og heitir Clyde Wynand —, kona hans fráskilin og tvö börn þeirra og seinni maður hennar, enn- fremur málaflutningsmaður granna mannsins, Macaulay að nafni, Guild lögreglufulltrúi og njósnarinn Nick Charles og Nora kona hans. — Þá má nefna einkaritara granna manns- ins, Juliu Wolf, stúlku með flekkótta fortíð. Hún finst myrt heima hjá sjer einn góðan veðurdag. Nick Charles er beðinn að taka málið til rann- sóknar og gerir það á móti vilja sín- um. Saga þessi er svo meistaralega bygð að það er ósvikið gaman að lesa hana. Lesendur Fálkans munu fylgjast með henni frá upphafi og jafnan híða næsta blaðs með óþreyju eftir að fá framhaldið. — Hinn frægi rithöfundur Sinclair Lewis seg- ir um höfund hennar, að hann sje tvímælalaust snjallastur allra leyni- lögreglusagnahöfunda i Bandaríkjun- um. Það er því ómaksins vert að kynnast Dashiell Hammett og „granna manninum“ hans. Bókafregnir. WILLIAM LE QUEUX: ÆFISAGA RASPÚTINS Jón H. Guðmundsson þýddi. Bókaverslun Sig. Kristjáns- sonar gaf út. 1936. í tíð núlifandi manna hefir eigi verið meira um annan mann talað en rússneska siðleysingjann Rasput- in, sem með dáleiðsluáhrifum tókst að vefja taugaveikluðu fólki um fing- ur sjer og komast til æðstu valda í Itússlandi. Saga Rasputins er svo lygileg, að maður á bágt með að trúa henni. En það er ekki hægt að neita staðreyndum. Skáldsagnahöfundurinn William le Queux dvaldi í Rússlandi á ófrið- arárunum og fyrir ófriðinn, sem fregnritari stórblaðsins „The Times“ í London. Kyntist liann þá mörgu um Raspútin og safnaði sönnunar- gögnum um hann og á þeiin gögnum er bók hans bygð, sem nú hefir ver- ið þýdd á íslensku. Bókin er skrifuð i skáldsögustil, en efni hennar er átakameira en í nokkurri skáldsögu, því að maður veit, að það raunveru an, er verður að „hnefaleikakappa" Það er lærdómurinn um, að skjóta sjer undan högginu — að sýna leikni í krafta stað —, sem myndin sýnir svo vel og skemtilega, að maður hefir raunverulega gaman af að horfa á hana. „Mjólkursalinn“ er tekinn af Para- mount Film. Þegar liún var sýnd hjer í nágrannalöndunum sögðu sum blöð það, að nú mætti Chaplin vara sig, því að Harold Lloyd væri að fara fram úr honum. legt en ekki tilbúningur. Er meðferð höfundarins á þvi lipur og ljett, enda er höfundinum sýnt um að rita þann- ig, að lesandinn fylgist vel með, eins og lesendum Fálkans er kunnugt sf þeim tveim framhaldssögum, sem hirst hafa lijer í blaðinu: „Múrbrota- klúbburinn" og „Njósnarar". í æfi- sögu Rasputins nær höf. tökum á lesandanum undir eins i byrjun, er liann lýsir þorparanum mikla áður en hann kemst til Pjetursborgar og lesandinn fylgir frásögninni með vakandi forvitni þangað til yfir lýk- ur og Rasputin er sviftur lífi. Þýðingin er lipur og viðfeldin og útgáfan prentuð á vandaðan pappir og smekklega frá henni gengið. « Guðmundur Danielsson: ILM- UR DAGANNA. Skáldsaga. ísafoldarprentsmiðja 1936. Með sögunni „Bræðurnir i Gras- liaga“ vakti hið unga skáld Guð- mundur Daníelsson mikla og verð- skuldaða athygli. „Ilmur. daganna“, sem nýlega er komin út, er fram- hald af þessari sögu. Koma bræðurn- ir þar nokkuð við sögu, einkuiu Sverrir, en aðalpersónan er þó Örn sonur hans. Rekur sagan æfiferil hans frá því að faðir lians flosnar upp af jörðinni, sem hann hefir keypt sjer og kostað miklu til, og til þess að Örn er orðinn fullvaxta og hef- ir sjeð „lífið", sem vermaður í Vest- mannaeyjum. Sagan gerist að inestu í „Ósahverfinu“, sem virðist vera næsta likt Þykkvabænum eflir lýs- ingunni. Þar lifir Örn Sverrisson æslcuárin, hjá föður sínum sem liefir gerst þar leiguliði á smákoti, en flosnar upp aftur og fer í liúsmensku og konan yfirgefur hann og flytst suður með sjó til friðils síns, Snabba, sem er landabruggari og hefir kom- ið Sverrir á knje. Söguna vantar sist efni, en þó er eigi minna varið í hitt, hvernig á efninu er haldið. Höfundinum er lag- ið að segja frá og hann ristir víða djúpt og sumar lýsingarnar i bók- inni eru beinlínis meistaralegar. En eigi verður því nijtitað, að mjög gætir hjá Guðmundi áhrifa frá öðru ungu skáldi og það jafnvel um of, til þess að hann geti talist frumlegur. En liinsvegar má fullyrða að Guðinund- ur sje fær um að fara sínar eigin götur. Tilþrif hans eru svo mikil og snildarleg, að hann þarf ekki að vera upp á aðra kominn að neinu leyti. Og ineð vaxandi þroska mun hann eiga eftir að mótast sem algerlega sjálfstæður höfundur. „Ilmur daganna" er verulega læsi- leg bók. Það er erfitt að slíta sig frá henni. Þar er ekkert fálm eða hik og höfundurinn er laginn á að koma þannig orðum að hugsunum sinum, að lesandinn getur tileinkað sjer þær. Full-langt virðist hann þó fara í því, að leggja persónum sinum í munn ýmsar málleysur og sleltur; að vísu er mikið til af þessu i dag- legu tali en þó varla eins og höf. vill vera láta, jafnvel þó að bifreið- Frh. á bls. 11. ----- NÝJA BÍO --------- Vesalinpanrir. Myndin rekur efni hinnar stór- fenglegu skáldsögu Victor Hugo’s VESALINGARNIR. Tekin af United Artists í flokknum „20tli Century Pictures", en þar eru gerðar bestu myndir á heims- markaðinum. — Aðalhlutverkin FREDERIC MARCH, CHARLESLAUGHTON og MAILYNNE KNOWLDEN. Sýnd bráðlega. Hin heimsfræga skáldsaga eftir Victor Hugo, „Les Miserables" liefir, þrátt fyrir það að hún sje löng, kom- ist út á íslenska tungu, og er það að þakka framtakssemi Þorsteins Gísla- sonar. Þýðendur sögunnar voru Ein- ar og Ragnar Kvaran og Vilhj. Þ. Gíslason. Upplagi bókarinnar var mjög í hóf liagað, enda mun hún nær uppseld. En sú bók gleymist aldrei. Þættir úr henni eru sagðir börnum af ömipunum, og sá mjói þráður, sem sagður er, nægir til þess, að þeir, sem hafa fengið mjóa þráðinn í stuttri rökkursögu, vilja fá alla söguna. Þessvegna er gaman að geta sagt, að ennþá sje hægt að fá þessa dýrmætu sögu á íslenzku. Og nú er liún líka komin liingað til lands á talmynd. NÝJA BÍó sýnir söguna núna á næstunni í mynd, sem tekin er i flokknum „20th Century Pictures“ af United Artists. Nafnið ,.20th Century Pictures“ er í rauu og veru nægileg sönnun fyrir því, að myndin sje góð — öllum þeim sem til þekkja. En þessi mynd er „meira en góð‘.‘ Hún er dásamlegt listaverk, sköpuð af leikstjóranum, Joseph Schenck og hinum frábæru leikendum Charles Laugton og Frede- ric March. Þeir leika aðalpersón- urnar: Javert (Cli. Laugton) mann'- inn, sem er fæddur í fangelsi og læt- ur það vera sitt æðsta hoðorð, að hlýða ávalt lögunum, og galeiðu- þrællinn Jean Valjean (Fr. March), sem liefir gerhreyst svo af viðkynn- ingu sinni við klausturbiskupinn Bienvenu (Cedric Hardwick), að hann vill ávalt reyna að vera góður maður og batnandi. Eins og þeim er kunnugl, sem les- ið hafa liina heimsfrægu skáldsögu, kemur þarna ýmislegt fleira af fólki til greina. T. d. aðalkvenpersónan, Cosette. Hún er leikin af Marilynne Knowlden, og er leikur hennar lista- verk, mest fyrir þá sök, hve látlaus hann er. En það stæði á saina, live mörg hlutverk nefnd væri úr þess'ari mynd. Þau eru öll svo leikin, að úr myndinni verður samsteypt og ynd- islegt listaverk. Það væri gaman, ef íslendingar gæti horft á eitthvað sein líkist þessari mynd, á hverri viku, því að þá mundi hugsunarhátt- ur og liugarfar margra breytast til batnaðar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.